Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

179. fundur 04. desember 2018 kl. 17:00 - 17:25 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Snorri Þorvaldsson
  • Kristján Björnsson
Starfsmenn
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun. 


Mál fyrir fundi
Nr. 1
Málsnr. 201804225965
Heiti máls Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi, athugasemdir sem borist hafa.

Lýsing
Málið var á dagskrá 177. fundar nefndarinnar og var þá lagt til við bæjarstjórn að tillaga aðdeiliskipulagi fyrir Hlíðarhaga yrði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst frá og með 22. október til mánudagsins 3. desember 2018. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 4. desember 2018. Eftirfarandi athugasemdir bárust:

Bréf frá Róberti Péturssyni, dags. 1. nóvember 2018 það sem gerðar eru athugasemdir við stefnu húsa gagnvart ríkjandi vindáttum, að ekki sé gert ráð fyrir sameiginlegum sorpmóttökustað fyrir allt hverfið og að ekki sé gert ráð fyrir geymslusvæði fyrir snjó í botnlangaendum

Tölvupóstur frá Orkustofnun dags. 14. nóvember sl. þar sem engar athugasemdir eru gerðar.

Bréf frá Veðurstofu Íslands, dags. 19.11.2018, þar sem engar athugasemdir eru gerðar en minnt á að hafa í huga ábendingar um jarðskjálftasprungur í bréfi stofnunarinnar dags. 30.08.2018.

Bréf frá Minjastofnun Íslands dags. 23.11.2018, þar sem engar athugasemdir eru gerðar en bent á að fjarlægja þurfi lávaxin tré við tóft á hæðarhrygg norðan við núverandi íbúðarhús í Hlíðarhaga svo þau raski henni ekki ef þau fá að vaxa upp. Einnig er bent á að við hæfi væri sé að tengja tóftina við áningar- og dvalarsvæði sem staðsett er rétt vestan við hana. Útfæra þurfi slíka tengingu í samstarfi við Minjastofnun Íslands.

Bréf frá Vegagerðinni dags. 3.12.2018, þar sem engar athugasemdir eru gerðar en minnt á ákvæði vegalaga varðandi framkvæmdir innan veghelgunarsvæða.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir umsögn hönnuðar um athugasemdir Róberts. Í henni er ekki lagt til að breyta stefnu húsa á svæðinu vegna staðbundinna aðstæðna (landhalla) og útsýnisgæða. Ekki er lagt til að í hverfinu verði sameiginlegur sorpmóttökustaður með vísan í núverandi fyrirkomulag sorphirðu í Hveragerði en í greinargerð hefur verið bætt inn texta um sorphirðu og inn á skipulagsuppdrátt hefur verið bætt inn staðsetningu á sorpgerðum á fjölbýlishúsalóðum. Inn á skipulagsuppdrátt hefur einnig verið bætt inn snjógeymslusvæðum í samræmi við athugasemd Róberts. Lagður var fram lagfærður deiliskipulagsuppdráttur sbr. framangreindar tillögur hönnuðar.

Afgreiðsla Nefndin er sammála ofangreindri umsögn og leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Hlíðarhaga, með ofangreindum breytingum, verði samþykkt.

Nr. 2
Málsnr. 201809205986
Heiti máls Friðarstaðareitur, íbúafundur um deiliskipulag.

Lýsing
Með vísan í umræður um fyrirhugað deiliskipulag Friðarstaðareits á 177. og 178. fundi nefndarinnar þá upplýsti skipulagsfulltrúi að stefnt sé að því að halda íbúafund um málið mánudaginn 21. janúar nk. kl. 20:00. Skipulagsfulltrúi- og umhverfisfulltrúi munu hafa umsjón með fundinum.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201810575989
Heiti máls Vorsabær, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Málið var á dagskrá 178. fundar nefndarinnar og var þá lagt til við bæjarstjórn að Landform ehf. yrði falin gerð tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsdrög. Gerð verði lýsing á verkefninu sbr. 40. gr. og málsmeðferð verði skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lögð fram skýrslan ,,Fornleifaskráning á athafnasvæði í landi Vorsabæjar, reitur AT2, SV hluti“, gerð af Margréti Hrönn Hallmundsdóttir í nóvember 2018. Niðurstaða skýrslunnar er að engar nýjar minjar fundust innan reits AT2 við vettvangsrannsókn.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að lýsingu, dags. Nóvember 2018 ásamt drögum af deiliskipulagi svæðisins.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði send Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar og hún kynnt fyrir almenningi sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Nr. 4
Málsnr. 201811395995
Heiti máls Sólborgarsvæði, óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Í ljós hefur komið minniháttar ósamræmi milli deiliskipulags Sólborgarsvæðis austan Varmár og aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2018-2029. Ósamræmið liggur í legu tengivegar sem liggja á meðfram Hringvegi, frá Varmá að Gljúfurárholtslandi, sbr. meðfylgjandi uppdrátt gerðan af Landform ehf., dags. 3.12.2018. Vegagerðin hefur boðið út lagningu vegarins og Hveragerðisbær hefur nú þegar veitt leyfi fyrir framkvæmdinni á grundvelli 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi leggur til að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Sólborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, sem feli það í sér að áður en uppbygging hefst á svæðinu verði deiliskipulag þess aðlagað legu tengivegarins eins og hún er sýnd í aðalskipulagi. Þar sem Hveragerðisbær er eigandi alls lands á Sólborgarsvæðinu þá kallar breytingin ekki á sérstaka grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga skipulagsfulltrúa verði samþykkt.


Nr. 5
Málsnr. 201811555996
Heiti máls Miðbæjarsvæði-Skólalóð, breyting á deiliskipulagi.

Lýsing
Að höfðu samráði við Skipulagsstofnun þá er það mat skipulagsfulltrúa að fyrirhuguð viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði kalli á gerð deiliskipulags sem nái til allrar skólalóðarinnar. Í gildi er deiliskipulag fyrir miðbæjarsvæði frá 1991, sem nær til vesturhluta lóðarinnar og liggja mörk svæðisins rétt austan við austurhlið íþróttahússins. Skipulagsfulltrúi telur hagkvæmast að gera breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis þannig að Skólamörk og skólalóðin öll verði innan skipulagsreitsins. Minniháttar skörun verður þó við deiliskipulag fyrir Lystigarðinn Fossflöt og því þarf við deiliskipulagsgerðina að meta hvort þurfi gera óverulega breytingu á því.

Með vísan til ákvæða í keppnislýsingu á samkeppni um hönnun miðbæjar Hveragerðisbæjar frá 2008 og niðurstöðu samkeppninnar þar sem Ask arkitektar hlutu 1. verðlaun þá hefur skipulagsfulltrúi leitað til þeirra um deiliskipulagsgerðina. Þar sem tímarammi fyrir skipulagsgerðina er knappur þá mun hún fyrst og fremst lúta að fyrirhugaðri uppbyggingu á Grunnskólalóðinni.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Ask arkitektum verði falin gerð breytingartillögu við deiliskipulag Miðbæjarsvæðis eins og skipulagsfulltrúi leggur til.

Nr. 6
Málsnr. 201812295998
Heiti máls Brattahlíð 1 og 3, ósk um breytingu á skipulagsskilmálum.

Lýsing
Lagt fram bréf frá Fernis ehf. dags. 19. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir því að breyta tveimur parhúsum við Bröttuhlíð 1 og 3 í samtals átta sjálfstæðar íbúðir, hverri með sitt fastanúmer.

Lóðirnar eru í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur fyrir og kallar því breytingin á að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi. Að mati skipulagsfulltrúa er breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins.

Afgreiðsla Nefndin er sammála mati skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt í sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 7
Málsnr. 201812985997
Heiti máls Heiðmörk 35, breytt notkun húss.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Hús Invest ehf. 5001012370 Lambhaga 3 800 Selfoss Stærðir 728.9 m2 1838.2 m3 Hönnuður Aðalsteinn Viðar Júlíusson 0403443309

Lýsing
Lagt fram erindi frá Hús invest ehf. þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun matshluta 01 að Heiðmörk 35. Í húsinu voru áður tvær íbúðir og bakarí. Sótt er um leyfi til að breyta húsinu í 7 íbúða fjölbýlishús skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Teiknistofu A.V.J., dags. 15.02.2018. Fyrirhuguð notkun er í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Lóðin er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 8
Málsnr. 201811785992
Heiti máls Valsheiði 28, breyting á bílskúr.

Lýsing
Lagt fram bréf frá lóðarhafa lóðarinnar Valsheiði 28, dags. 12. nóvember 2018 með ósk um að fá leyfi til að breyta bílskúr í stúdíóherbergi í samræmi við meðfylgjandi grunnmynd gerða af Arn-Verk ehf. dags. 7. nóvember 2018.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Nr. 9
Málsnr. 201811875993
Heiti máls Aðveitulögn Vatnsveitu Ölfus á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136), 2. áfangi, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur ásamt afstöðumynd, frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 17. október 2018, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga aðveitulagnar vatnsveitu meðfram Þjóðvegi frá Reiðvegi við Varmá að Gljúfurárholti, sbr. meðfylgjandi yfirlitsmynd frá Eflu Suðurlandi dags. 15. nóvember 2018.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni með þeim fyrirvara að vatnslögnin falli betur að legu tengivegar í gegnum Sólborgarsvæðið en sýnt er á meðfylgjandi yfirlitsmynd, svo hún liggi örugglega utan lóðarmarka fyrirhugaðra athafnalóða á svæðinu.


Nr. 10
Málsnr. 20181165994
Heiti máls Stofnlögn Veitna ohf. á Sólborgarsvæði (Reykir land 176136), umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lýsing
Lögð fram umsókn frá Veitum ohf., dags. 14. nóvember 2018, um leyfi til að færa stofnlögn hitaveitu samhliða framkvæmd Vegagerðarinnar við tvöföldun á Hringvegi 1, milli Gljúfurárholtsár og Varmár. Lega lagnarinnar er sýnd á meðfylgjandi yfirlitsmynd.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir framkvæmdinni með þeim fyrirvara að lögnin falli þétt að legu tengivegar í gegnum Sólborgarsvæðið, svo hún liggi örugglega utan lóðarmarka fyrirhugaðra athafnalóða á svæðinu.


Nr. 11
Málsnr. 20180965984
Heiti máls Þinghúsið Breiðumörk 25, viðbygging.

Lýsing
Málið var á dagskrá 178. þar sem skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir útlitsteikningum sem lóðarhafi kynnti á fundi bæjarráðs 25. október sl. og upplýsti að hann hafi sent þær, ásamt grunnmynd, til umsagnar Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúi sendi teikningarnar einnig til lóðarhafa lóðarinnar Breiðamörk 25a og óskaði eftir fundi með þeim um málið.

Skipulagsfulltrúi hefur rætt við ofangreinda lóðarhafa og gert þeim grein fyrir málinu. þeir eru frekar jákvæðir gagnvart fyrirhugaðri framkvæmd en benda þó á að hún komi til með að rýra útsýni og birtuskilyrði, einkum íbúðar á 1. hæð í austurenda hússins. Borist hefur umsögn Minjastofnunar Ísland dags. 28. nóvember sl. Að mati hennar er stækkunin hönnuð af virðingu fyrir gamla húsinu og rýrir hvorki ásýnd þess né varðveislugildi.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að við gerð tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis verði sýndur byggingarreitur fyrir viðbyggingunni á deiliskipulagsuppdrætti.


Nr. 12
Málsnr. 201811715990
Heiti máls Bláskógar 1, fyrirspurn um byggingu parhúss.

Lýsing
Lögð fram fyrirspurn frá lóðarhafa lóðarinnar Bláskógar 1, dags. 16. október sl., um hvort leyfi fáist til að byggja parhús á lóðinni í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti, dags. 3. október 2018. Skv. uppdráttunum verður vesturhluti hússins 2ja hæða en austurhluti þess á einni hæð, sem verður millihæð á milli hæða vesturhluta hússins. Gólfhæð jarðhæðar vesturhluta hússins er um 1,0 m undir götuhæð. Skipulagsfulltrúi upplýsti að hvorki sé hægt að koma grunnvatni né skólpi frá jarðhæð að götulögnum án dælingar.


Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og skal því að grenndarkynna áformaðar framkvæmdir
á lóðinni í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla Að mati nefndarinnar er fyrirhugað hús ekki í samræmi við byggðamynstur aðliggjandi byggðar og afar óheppilegt er að jarðhæðir húsa séu undir götulögnum. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. Nefndin telur fara best á því að á lóðinni verði byggt einnar hæðar einbýlishús eða parhús.

Getum við bætt efni síðunnar?