Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

183. fundur 02. apríl 2019 kl. 17:00 - 17:38 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Kristján Björnsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201809205986
Heiti máls Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing
Samráðsfundur um fyrirhugaða deiliskipulagsgerð var haldinn bæjarskrifstofunni 18. mars sl. Á fundinn mættu bæjarstjóri, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar, skipulagsfulltrúi, Páll Gunnlaugsson Ask arkitektum og Þráinn Hauksson, Landslagi ehf. Skipulagsfulltrúi fór yfir minnisblað um fundinn þar sem m.a. kom fram að Ask arkitektar muni annast verkstjórn við deiliskipulagsgerðina og deiliskipulagsgerð á byggingarsvæðum en Landslag ehf. annast deiliskipulagsgerð á opnum svæðum og á hverfisverndarsvæði meðfram Varmá. Stefnt er að því að lýsing á deiliskipulagi liggi fyrir í lok maí nk. og tillaga að deiliskipulagi verði tilbúin til kynningar og auglýsingar í desember 2019.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar.

Nr. 2
Málsnr. 201811555996
Heiti máls Miðbæjarsvæði, lystigarðurinn Fossflöt og athafnasvæði Vorsabæ, breytingar á deiliskipulagi.

Lýsing
Málin voru áður á dagskrá 182. fundar nefndarinnar en þá lagði hún til við bæjarstjórn að breytingartillögurnar yrðu auglýstar sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og haldinn yrði almennur kynningarfundur þar sem tillögurnar yrðu kynntar. Breytingartillögurnar hafa nú verið auglýstar og frestur til að gera athugasemdir við þær er til 3. maí nk. Kynningarfundur verður haldinn í Grunnskólanum 2. apríl kl. 20:00.

Afgreiðsla Lagt fram til kynningar.

Nr. 3
Málsnr. 201903516006
Heiti máls Heiðarbrún 45, ósk um leyfi til að stækka bílastæði.

Lýsing
Lagt fram erindi frá lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbrún 45, dags. 12. mars sl. þar sem óskað er eftir leyfi til að breikka bílastæði í samtals 12 metra. Gera þarf samsvarandi niðurtekt í gangstétt og færa ljósastaur um 4,6 metra.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og að lóðarhafi beri kostnað af gerð niðurtektar í gangstétt og færslu á ljósastaur.

Nr. 4
Málsnr. 201903316007
Heiti máls Sunnumörk 4, stofnun nýrrar lóðar fyrir spennistöð Rarik.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá Rarik ohf. dags. 28. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að marka og stofna nýja lóð fyrir spennistöð Rarik innan lóðarinnar Sunnumörk 4 Hveragerði samkvæmt meðfylgjandi tillögu. Nýja spennistöðin mun einungis þjóna starfseminni að Sunnumörk 4 og er viðbótarafl sem þarf vegna eflingu vélakosts fyrir þá starfsemi er í dag. Spennistöð þessi er tilkynningaskyld og því koma á hana opinber gjöld sem falla í lóðarhafa, því er rétt að stofna nýja lóð með Rarik sem lóðarhafa.

Afgreiðsla Þar sem spennistöðin mun einungis þjóna starfsemi að Sunnumörk 4 þá telur nefndin eðlilegt að Rarik ohf. geri samkomulag við viðkomandi lóðarhafa, í samráði við byggingarfulltrúa um að koma fyrir spennistöð á lóð hans. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. Nefndin bendir einnig á að á lóðinni Austurmörk 20b sem staðsett er handan götunnar á móts við Sunnumörk 4, megi vel stofna nýja lóð og koma þar fyrir spennistöð óski Rarik ohf. eftir því.

Getum við bætt efni síðunnar?