Fara í efni

Skipulags- og mannvirkjanefnd

187. fundur 08. október 2019 kl. 17:00 - 18:35 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Gísli Páll Pálsson formaður
  • Sigurður Einar Guðjónsson varaformaður
  • Laufey Sif Lárusdóttir
  • Kristján Björnsson mætti í forföllum Hlyns Kárasonar
  • Snorri Þorvaldsson
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Guðmundur F. Baldursson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi

Gísli Páll Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun. 

Gísli Páll vék af fundi við afgreiðslu liðar nr. 5 og Laufey Sif við afgreiðslu liðar nr. 10.

Mál fyrir fundi

Nr. 1
Málsnr. 201706165941
Heiti máls Tillaga um að leiksvæði í Heiðarbrún verði breytt í einbýlishúsalóð.

Lýsing
Á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst sl. var samþykkt tillaga bæjarstjóra sbr. minnisblað dags. 13. ágúst sl. um að fela skipulags- og mannvirkjanefnd að grenndarkynna tillögu að breytingu á leiksvæði, sem er á milli lóðanna Heiðarbrún 43 og 45, í einbýlishúsalóð.

Skv. samþykkt bæjarráðs 1. júní 2017 var þessi sama breyting grenndarkynnt það sama ár. Tvær athugasemdir bárust og ákvað bæjarstjórn þá að fresta ákvörðun um framtíðarnotkun lóðarinnar þar tilreynsla væri komin á nýtt leiksvæði í grenndinni.

Í ljósi þess að leikskólinn Undraland hefur verið starfræktur í tvö ár og skv. skipulagi mun stórt svæði á milli Heiðarbrúnar og Hjallabrúnar nýtast til leikja og útivistar í framtíðinni þá samþykkti bæjarráð nú að taka þetta mál upp aftur.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir málinu og lagði fram athugasemdir nágranna sem bárust árið 2017 og grenndarkynningaruppdrátt, gerðan af Landform ehf. dags. 25. september sl. þar sem m.a. kemur fram byggingarreitur fyrir hús á lóðinni og byggingarskilmálar.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin, sbr. meðfylgjandi uppdrátt verði grenndarkynnt.

Nr. 2
Málsnr. 201809205986
Heiti máls Friðarstaðareitur, deiliskipulag.

Lýsing
Á 186. fundi nefndarinnar voru umsagnir, frá Landsneti, Skipulagsstofnun, Orkustofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun og Róberti Péturssyni, um skipulagslýsingu á deiliskipulagi Friðarstaðareits til umræðu og vísaði nefndin lýsingunni til gerðar deiliskipulags.

Lagðar fram umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 29. ágúst sl. og Sveitarfélaginu Ölfusi dags. 6. september sl. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu deiliskipulagsvinnunnar og gerði grein fyrir nokkrum sviðsmyndum sem skipulagsráðgjafi hefur gert af svæðinu.

Afgreiðsla Formaður leggur til við nefndarmenn og bæjarfulltrúa að fara vel yfir framlagðar sviðsmyndir og koma sjónarmiðum sínum og ábendingum til skipulagsfulltrúa svo þær megi nýtast við skipulagsgerðina.

Nr. 3
Málsnr. 201908566024
Heiti máls Kambaland, lóðir fyrir spennistöðvar.

Lýsing
Lögð fram tillaga Eflu ehf. dags. 13. ágúst 2019 um staðsetningu tveggja lóða í Kambalandi fyrir spennistöðvar. Tillagan er gerð að ósk skipulagsfulltrúa vegna erindis frá Rarik dags. 12. ágúst sl.

Skipulagsfulltrúi leggur til að lóðirnar verði settar inn á deiliskipulaguppdrátt Kambalands. Að mati skipulagsfulltrúa er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þá er heimilt að falla frá grenndarkynningu þar breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Hveragerðisbæjar.


Afgreiðsla Nefndin er sammála tillögu skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.


Nr. 4
Málsnr. 201909306025
Heiti máls Heiðarbrún 56, ósk um breytingu á deiliskipulagi.

Lýsing
Lagt fram erindi frá lóðarhafa lóðarinnar Heiðarbrún 56 dags. 20. ágúst 2019, þar sem hann óskar eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Heiðarbrún sbr. meðfylgjandi uppdrátt gerðan af Rakel Hermannsdóttir dags. 10. ágúst 2019. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr á umræddri lóð um 5,00m til suðvesturs. Að mati skipulagsfulltrúa þá er deiliskipulagsbreytingin óveruleg.

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Heiðarbrún, gerð af Landform ehf. dags. 26. september sl.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.


Nr. 5
Málsnr. 201909756027
Heiti máls Hverahlíð 21-23, nýtt hjúkrunarheimili.

Lýsing
Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, sem haldinn var 14. mars sl. var lagt fram erindi frá Ási dvalar- og hjúkrunarheimili, dags. 25.febrúar sl. um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hveragerði. Bæjarstjórnin fagnaði erindinu, lagði áherslu á mikilvægi fyrirhugaðra framkvæmda og lýsti yfir vilja til að koma að þeim. Bæjarstjórn fól bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og skipulags- og mannvirkjanefnd að hefja vinnu við deiliskipulag á svæðinu. Að mati skipulagsfulltrúa er eðlilegt að deiliskipulagssvæðið afmarkist af Hverahlíð, Þverhlíð, Bröttuhlíð og Breiðumörk.

Lögð fram til upplýsingar, greinargerð SÞH dags. september 2019, um stöðu framkvæmdaáætlunar um byggingu hjúkrunarrýma og framhald til ársins 2024.

Gísli Páll gerði grein fyrir málinu.

Afgreiðsla Í ljósi þess að í greinargerð SÞH er gert ráð fyrir verklokum á fjölgun hjúkrunarrýma og bættum aðbúnaði í Hveragerði árið 2022, þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að nú þegar verði gengið til samninga við skipulagsráðgjafa um deiliskipulagsgerð, sem hafi staðgóða þekkingu á aðstæðum í Hveragerði og hafi burði til að vinna verkið hratt og vel.


Nr. 6
Málsnr. 201910626030
Heiti máls Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022.

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 2. október sl. þar sem þess er óskað að nágrannasveitarfélög gefi umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, sem felur í sér breytta notkun á reit F11 á jörðinni Gljúfurárholti, úr frístundabyggð í landbúnaðarland og stofnanasvæði fyrir sambýli fyrir allt að 50 fatlaða eða geðsjúka einstaklinga. Meðfylgjandi er breytingartillaga ásamt greinargerð dags. 4. júní 2019.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við breytingartillöguna.


Nr. 7
Málsnr. 201807335978
Heiti máls Klettahlíð 7, viðbygging umsókn um byggingarleyfi.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Guðjón Þór Jónsson 1010724959 Klettahlíð 7 810 Hveragerði Stærðir 29.4 m2 97.0 m3
Hönnuður Aðalsteinn V Júlíusson

Lýsing
Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Þór Jónssyni, dags. 25. júlí 2018 þar sem hann sækir um leyfi til að byggja bílskúr við húseign sína að Klettahlíð 7, sbr. meðfylgjandi uppdrætti gerða af Aðalsteini Viðari Júlíussyni.

Málið var á dagskrá 177. fundar nefndarinnar en þá hafði framkvæmdin verið grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 20. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Nefndin lagði þá til við bæjarstjórn að byggingaráformin yrðu samþykkt.

Þar sem byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni var ekki gefið út innan árs frá samþykkt bæjarstjórnar, þarf grenndarkynning að fara fram að nýju sbr. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Þar sem áformuð viðbygging fer aðeins inn fyrir mörk deiliskipulags fyrir Laufskóga 32-40 þá telur skipulagsfulltrúi rétt að grenndarkynna í leiðinni tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu, sem felur í sér að lóðirnar Klettahlíð 3-5 og 7 verði innan deiliskipulagsins, lóðarmörk Klettahlíðar 7 verði lagfærð í samræmi við gildandi lóðarleigusamning og núverandi spennistöðvarlóð við Klettahlíð 9a verði sýnd á deiliskipulagsuppdrætti.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt að nýju ásamt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40.

Nr. 8
Málsnr. 20190746018
Heiti máls 6. Þelamörk 40, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Laufey S Valdimarsdóttir 2601403459 Þelamörk 40 810 Hveragerði Stærðir 15.5 m2 0.0 m3
Hönnuður Sigurður Þ Jakobsson 1007456589

Lýsing
Á 186. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir 82,5m2 viðbyggingu við íbúðarhúsið Þelamörk 40, skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Bölta ehf. dags. 30. júní 2019. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að framkvæmdin yrði grenndarkynnt.

Grenndarkynning hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdina var til 15. september sl. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa.

Nr. 9
Málsnr. 201908806023
Heiti máls 7. Heiðmörk 17, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Mikael R Kristjánsson 1307933049 Heiðmörk 17 810 Hveragerði Stærðir 82.5 m2 0.0 m3
Hönnuður Arnar Ingi Ingólfsson 1401814639

Lýsing
Á 186. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir 82,5m2 viðbyggingu við íbúðarhúsið Heiðmörk 17, skv. meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Arn-Verk ehf. dags. 6. apríl 2019. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að framkvæmdin yrði grenndarkynnt. Grenndarkynning hefur farið fram. Frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdina var til 15. september sl.

Athugasemd barst frá lóðarhöfum lóðarinnar Heiðmörk 19, dags. 12. september sl. þar sem óskað var eftir nánari skýringum varðandi lóðarmörk og fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsfulltrúi upplýsti að hann hafi átt samtal um málið við viðkomandi lóðarhafa.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn til byggingarfulltrúa. Jafnframt verði gengið úr skugga um að lóðarmörk á aðaluppdráttum séu rétt staðsett gagnvart lóð nr. 19.


Nr. 10
Málsnr. 201909716026
Heiti máls Borgarhraun 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Íbúðarhús
Eigandi Laufey Sif Lárusdóttir 2810862279 Borgarhrauni 4 810 Hveragerði Stærðir 102.8 m2 353.0 m3
Hönnuður Guðjón Þórir Sigfússon 0201623099

Lýsing
Lagt fram erindi frá lóðarhöfum lóðarinnar Borgarhraun 4 dags. 11. september 2019, þar sem þau sækja um byggingarleyfi fyrir tveimur viðbyggingum við íbúðarhús á lóðinni skv. aðaluppdráttum gerðum af Guðjóni Þ. Sigfússyni, dags. 10. september 2019. Um er að ræða 90,8m2 stækkun íbúðar og bílskúrs til suðausturs og 12,0m2 sólstofu til suðvesturs. Samtals byggingarmagn á lóð verður 222,8m2 og nýtingarhlutfall lóðar 0,27. Flatarmál lóðar er 805,0m2.

Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og leggur hann til að málsmeðferð verði grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.


Nr. 11
Málsnr. 201910936028
Heiti máls Fagrihvammur 1, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Fagrihvammur ehf. 5201694319 Fagrahvammi 810 Hveragerði Stærðir 44.3 m2 138.7 m3
Hönnuður Ingunn Helga Hafstað 0208617469

Lýsing
Lögð fram umsókn dags. 2. september 2019, um byggingarleyfi fyrir 44,3m2 bílskúr á lóðinni Fagrihvammur 1. Lóðarhafi er Fagrihvammur ehf. Bílskúrinn verður byggður þar sem áður stóð 60,0m2 bílskúr, sem eyðilagðist í Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Lóðin er á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Afgreiðsla Nefndin lítur svo á að um endurbyggingu á bílskúr sé að ræða þótt hann verði ekki byggður í sömu mynd og leggur því til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt. 

Nr. 12
Málsnr. 201910816029
Heiti máls Breiðamörk 1, breytingar á útliti og innra skipulagi, fyrirspurn.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Atvinnuhús (skrifst,verslun,gistihús)
Eigandi Festi hf. 5402062010 Dalvegi 10-14 201 Kópavogur Stærðir 328.9 m2 0.0 m3 Hönnuður Páll Gunnlaugsson 2105522199

Lýsing
Lögð fram fyrirspurn frá Ask arkitektum dags. 3. október 2019 um hvort leyfðar verði breytingar á verslunar- og þjónustuhúsi (N1 þjónustustöð) á lóðinni Breiðumörk 1, sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 8. október 2019. Um er að ræða breytingar á innra skipulagi þar sem m.a. er gert ráð fyrir setsvæði fyrir allt að 50 manns í suðurhluta hússins, breytingar á útliti suðurhliðar og nýju skyggni og útisvæði við suðurhlið. Lóðin Breiðamörk 1 er skv. aðalskipulagi á reit VÞ4 þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, þ.m.t. bensínstöð. Deiliskipulag liggur ekki fyrir á svæðinu. Að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við markmið aðalskipulags og varðar ekki hagsmuni aðliggjandi lóðarhafa.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingarnar verði samþykktar.

Nr. 13
Málsnr. 201910226031
Heiti máls Varmahlíð 2, sólstofa, bílskýli og breytt notkun bílskúrs.
Þjóðskr.nr.
Teg. bygg. Bílskúr
Eigandi Guðbjartur Jónsson 1402553789 Varmahlíð 2 810 Hveragerði Stærðir 64.2 m2 204.7 m3
Hönnuður Ólafur Tage Bjarnason 1504823489

Lýsing
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Guðbjarti Jónssyni, Varmahlíð 2, fyrir 18,0m2 sólstofu og 24,5m2 bílskýli við bílskúr, mhl. 02, sem nýlega hefur verið samþykktur og byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi svo nýta megi hann sem íbúð, sbr. meðfylgjandi aðaluppdrætti dags. 7. október 2019. Byggingin verður hluti af núverandi íbúðarfasteign, mhl. 01, á sömu lóð.

Lóðin er í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir og að mati skipulagsfulltrúa er framkvæmdin í samræmi við meginmarkmið aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2017-2029. Grenndarkynna kynna skal slíkar framkvæmdir skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem þannig háttar til.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði grenndarkynnt.

Nr. 14
Málsnr. 201908146021
Heiti máls Dalsbrún 52 og 54, umsókn um garðhýsi

Lýsing
Á 186. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir umsókn, frá eigendum fasteignanna Dalsbrún 52 og 54, um leyfi til að reisa garðhýsi (smáhýsi) skv. g. lið 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Afstaða húsanna var sýnd á meðfylgjandi mynd og einnig var meðfylgjandi samþykki allra lóðarhafa lóðarinnar Dalsbrún 46-54. Skv. deiliskipulagi fyrir Dalsbrún, Hjallabrún og Hólmabrún er óheimilt er að reisa gróðurhús og smáhýsi á lóðum á svæðinu nema með sérstöku leyfi skipulagsyfirvalda. 

Þar sem málið hefur mikið fordæmisgildi þá var samþykkt tillaga formanns um að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir minnisblaði sínu um lög reglur og málsmeðferð smáhýsa á lóð dags. 27. ágúst sl. og ákvæði í leiðbeiningarblaði Skipulagsstofnunar, um að í deiliskipulagi skuli ákveða hvort minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð séu heimilar.

Afgreiðsla Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ofangreind umsókn um leyfi fyrir tveimur smáhýsum á lóðinni Dalsbrún 46-54, verði samþykkt enda uppfylli þau ákvæði byggingarreglugerðar og séu a.m.k. 0,5 m frá lóðarmörkum.

Að mati nefndarinnar er eðlilegt að Hveragerðisbær framfylgi ákvæðum um smáhýsi á lóðum eins og þau eru sett fram í byggingarreglugerð og í deiliskipulagsáætlunum. Nefndin telur eðlilegt að ákvæði um smáhýsi séu samræmd og eins orðuð í deiliskipulagsáætlunum til einföldunar fyrir almenning. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún setji almennar reglur um fjarlægð smáhýsa frá götum/gangstéttum, göngustígum og opnum svæðum. Að mati nefndarinnar ætti ekki að leyfa slík hús nær götu eða gangstétt en sem nemur þremur metrum og ekki nær opnum svæðum og göngustígum en sem nemur hálfum metra.

Getum við bætt efni síðunnar?