Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Dagskrá
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Skipan fulltrúa í samráðshópi málefna fatlaðs fólks 2025-2026
2509117
Farið yfir skipan fulltrúa samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hveragerðis fyrir starfsárið 2025-2026.
Enn vantar að skipa þriðja fulltrúa varamanns ÖBÍ.
Formaður og varaformaður samráðshóps skipaður á fundi.
Skipan aðalmanna:
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir, fulltrúi ÖBÍ
Sveinn Friðriksson, fulltrúi ÖBÍ
Margrét Svanborg Árnadóttir, fulltrúi ÖBÍ
Harpa Björnsdóttir, fulltrúi Okkar Hveragerði
Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fulltrúi Framsóknar
Sigurður Bjarni Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skipan varamanna:
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir, fulltrúi ÖBÍ
Guðjón Steinar Hákonarson, fulltrúi ÖBÍ
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi Okkar Hveragerði
Halldór Benjamín Hreinsson, fulltrúi Framsóknar
Áslaug Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Enn vantar að skipa þriðja fulltrúa varamanns ÖBÍ.
Formaður og varaformaður samráðshóps skipaður á fundi.
Skipan aðalmanna:
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir, fulltrúi ÖBÍ
Sveinn Friðriksson, fulltrúi ÖBÍ
Margrét Svanborg Árnadóttir, fulltrúi ÖBÍ
Harpa Björnsdóttir, fulltrúi Okkar Hveragerði
Brynja Sif Sigurjónsdóttir, fulltrúi Framsóknar
Sigurður Bjarni Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skipan varamanna:
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir, fulltrúi ÖBÍ
Guðjón Steinar Hákonarson, fulltrúi ÖBÍ
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi Okkar Hveragerði
Halldór Benjamín Hreinsson, fulltrúi Framsóknar
Áslaug Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Samráðshópur þakkar Berglindi Hauksdóttur fyrir frábært samstarf og gott innlegg í vinnu hópsins.
Samráðshópur býður nýskipaða fulltrúa innilega velkomna til starfa.
Samráðshópur kaus fulltrúa Okkar Hveragerðis, Hörpu Björnsdóttur, sem varaformann samráðshópsins.
Samráðshópur leggur í hendur starfsmanns samráðshópsins, Nínu Kjartansdóttur, að óska eftir tilnefningu frá ÖBÍ um 3. varafulltrúann fyrir þeirra hönd.
Samráðshópur býður nýskipaða fulltrúa innilega velkomna til starfa.
Samráðshópur kaus fulltrúa Okkar Hveragerðis, Hörpu Björnsdóttur, sem varaformann samráðshópsins.
Samráðshópur leggur í hendur starfsmanns samráðshópsins, Nínu Kjartansdóttur, að óska eftir tilnefningu frá ÖBÍ um 3. varafulltrúann fyrir þeirra hönd.
2.Fundardagatal Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði 2025-2026
2509116
Lagt er fram fundardagatal samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði fyrir starfsárið 2025-2026. Almennt eru fundir samráðshópsins haldnir síðasta miðvikudag hvers mánaðar.
Samráðshópur leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fundardagatal samráðshóps um málefni fatlaðs fólks fyrir starfsárið 2025-2026, með þeirri breytingu að fundur aprílmánaðar 2026 verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl og að samráðshópur um málefni fatlaðs fólks í Hveragerði og Velferðar- og fræðslunefnd Hveragerðisbæjar haldi sameiginlegan fund miðvikudaginn 18. febrúar 2026.
3.Starfsáætlun samráðshóps 2025-2026
2509119
Tillaga að dagskrá og umfjöllunarefni í starfsáætlun samráðshóps fyrir starfsárið 2025-2026 lögð fyrir fund og yfirfarin.
Lagt fram til kynningar. Starfsáætlunin er til viðmiðunar og getur tekið breytingum eftir þörfum.
4.Búsetumál öryrkja og fólks með fatlanir í Hveragerði
2509120
Umfjöllun um núverandi stöðu í búsetumálum öryrkja og fatlaðs fólks í Hveragerði og fjölda félagslegra leiguíbúða Hveragerðisbæjar og Brynju leigufélags ses.
Félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélags eða íbúðir sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustu eru 7 talsins í dag og Brynja leigufélag ses. á aðeins 1 íbúð í Hveragerði.
Félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélags eða íbúðir sem sveitarfélagið framleigir til skjólstæðinga félagsþjónustu eru 7 talsins í dag og Brynja leigufélag ses. á aðeins 1 íbúð í Hveragerði.
Samráðshópur fagnar því að Hveragerðisbær hafi fjárfest í félagslegri leiguíbúð á árinu 2024 og að samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár sé áætlað að fjárfesta í annarri slíkri íbúð til útleigu.
Samráðshópur leggur áherslu á að leitað sé allra leiða til að bregðast við þeirri brýnu þörf sem til staðar er fyrir félagslegt leiguhúsnæði og sértæk búsetuúrræði, m.a. fyrir öryrkja og fatlað fólk í bæjarfélaginu.
Samráðshópur leggur til við bæjarstjórn að til að mæta búsetuþörf öryrkja og fatlaðs fólks í bæjarfélaginu verði gert ráð fyrir fjölgun slíkra búsetukosta í fjárhagsáætlunargerð næstu ára, m.a. með stofnframlagi til Brynju leigufélags ses. vegna íbúðakaupa í bæjarfélaginu. Veiting stofnframlags sveitarfélagsins til Brynju leigufélags ses. vegna kaupa á nýjum íbúðum er til þess fallið að tryggja framboð leiguíbúða á sanngjörnu verði fyrir öryrkja og fatlað fólk í bæjarfélaginu.
Samráðshópur vill einnig hvetja bæjarstjórn til að beita sér með virkum hætti á vettvangi Bergrisans bs. fyrir fjölgun sértækra búsetuúrræða í Hveragerði.
Samráðshópur leggur áherslu á að leitað sé allra leiða til að bregðast við þeirri brýnu þörf sem til staðar er fyrir félagslegt leiguhúsnæði og sértæk búsetuúrræði, m.a. fyrir öryrkja og fatlað fólk í bæjarfélaginu.
Samráðshópur leggur til við bæjarstjórn að til að mæta búsetuþörf öryrkja og fatlaðs fólks í bæjarfélaginu verði gert ráð fyrir fjölgun slíkra búsetukosta í fjárhagsáætlunargerð næstu ára, m.a. með stofnframlagi til Brynju leigufélags ses. vegna íbúðakaupa í bæjarfélaginu. Veiting stofnframlags sveitarfélagsins til Brynju leigufélags ses. vegna kaupa á nýjum íbúðum er til þess fallið að tryggja framboð leiguíbúða á sanngjörnu verði fyrir öryrkja og fatlað fólk í bæjarfélaginu.
Samráðshópur vill einnig hvetja bæjarstjórn til að beita sér með virkum hætti á vettvangi Bergrisans bs. fyrir fjölgun sértækra búsetuúrræða í Hveragerði.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Fundi slitið.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Getum við bætt efni síðunnar?