Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks
Dagskrá
1.Skipun fulltrúa og varamanna fyrir haustið 2025
2505153
Fara yfir hvaða fulltrúar verða skipaðir aðalmenn og varamenn í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks í hveragerði fyrir veturinn 2025-2026.
Halldór Benjamín Hreinsson verður varamaður og Brynja Sif Sigurjónsdóttir verður aðalmaður. Engar aðrar breytingar fyrirsjáanlegar.
2.Farið yfir málefni funda samráðshóps liðinn vetur
2505154
Yfirferð á þeim málefnum sem rædd voru í vetur og undirbúningsvinna fyrir skýrslu sem samráðshópur skilar af sér til bæjarráðs Hveragerðisbæjar.
Samráðshópurinn fór yfir málefni vetrarins og telur mikla þörf á áframhaldandi samtali við nærumhverfið, þjónustuaðila, stjórnsýsluna og notendur.
3.Umfjöllun um hlutverk og verkaskiptingu fulltrúa, m.t.t. II. kafla um markmið og hlutverk í erindisbréfi samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í hveragerði.
2505155
Umfjöllunarefni:
Vinnsla og verklag þeirra erinda sem samráðshópur óskar eftir að tekin séu fyrir í öðrum nefndum eða bæjarstjórn.
Hvernig auka má samstarf við aðrar nefndir sveitarfélagsins.
Hvernig samráðshópur getur óskað eftir erindum bæði frá bæjarbúum og öðrum nefndum.
Fyrirhugaðir árlegir fundir með notendum þjónustunnar og hagsmunaaðilum, m.t.t. fyrirkomulags og tímasetninga.
Fyrirhugaðir árlegir fundir með velferðar- og fræðslunefnd Hveragerðisbæjar, m.t.t. fyrirkomulags og tímasetninga.
Ákvörðun dagsetninga fyrir fundadagatal næsta veturs, 2025-2026.
Umræða hugmynda fulltrúa samráðshóps fyrir starfsáætlun og málefni funda næsta vetur, 2025-2026.
Vinnsla og verklag þeirra erinda sem samráðshópur óskar eftir að tekin séu fyrir í öðrum nefndum eða bæjarstjórn.
Hvernig auka má samstarf við aðrar nefndir sveitarfélagsins.
Hvernig samráðshópur getur óskað eftir erindum bæði frá bæjarbúum og öðrum nefndum.
Fyrirhugaðir árlegir fundir með notendum þjónustunnar og hagsmunaaðilum, m.t.t. fyrirkomulags og tímasetninga.
Fyrirhugaðir árlegir fundir með velferðar- og fræðslunefnd Hveragerðisbæjar, m.t.t. fyrirkomulags og tímasetninga.
Ákvörðun dagsetninga fyrir fundadagatal næsta veturs, 2025-2026.
Umræða hugmynda fulltrúa samráðshóps fyrir starfsáætlun og málefni funda næsta vetur, 2025-2026.
Rætt var um vinnslu og verklag m.t.t. erinda samráðshópsins og eftirfylgni þeirra. Útfærsla á árlegum fundum með notendum, hagsmunaaðilum og velferðar- og fræðslunefnd Hveragerðisbæjar rædd.
Ákveðið að halda sömu fundardögum og fundartíma næsta vetur.
Lögð drög að málefna- og starfsáætlun ráðsins næsta vetur.
Ákveðið að halda sömu fundardögum og fundartíma næsta vetur.
Lögð drög að málefna- og starfsáætlun ráðsins næsta vetur.
Pétur G. Markan bæjarstjóri vék af fundi kl. 18.45. Samráðshópurinn þakkar honum fyrir gott samtal og samstarf.
4.Stafræn stefna Hveragerðisbæjar
2504138
Stafrænn leiðtogi Hveragerðisbæjar kynnir vinnu við stafræna stefnu Hveragerðisbæjar.
Stafrænn leiðtogi Hveragerðisbæjar kynnti vinnu við stafrænastefnu og þjónustustefnu Hveragerðisbæjar.
Samráðshópurinn þakkar fyrir kynninguna og vísar umræðu um aðgengi og upplýsingagjöf á vefum stofnanna Hveragerðibæjar frá fundi ráðsins þann 30. apríl sl. til stafræns leiðtoga.
Samráðshópurinn þakkar fyrir kynninguna og vísar umræðu um aðgengi og upplýsingagjöf á vefum stofnanna Hveragerðibæjar frá fundi ráðsins þann 30. apríl sl. til stafræns leiðtoga.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Getum við bætt efni síðunnar?
Formaður samráðshópsins, Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Í upphafi fundar lagði formaður til breytingu á dagskrá fundarins. Lagt var til að eitt mál yrði tekið á dagskrá sem ekki er tilgreint í dagskrá fundarins, Stafrænstefna Hveragerðisbæjar sem verður 4. mál á dagskrá fundarins. Dagskrárbreytingin var samþykkt samhljóða.
Röðull Reyr Kárason, stafrænn leiðtogi Hveragerðisbæjar sat fundinn undir lið 4.