Fara í efni

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

7. fundur 30. apríl 2025 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi Fljótsmörk 2
Nefndarmenn
  • Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir formaður
  • Berglind Hauksdóttir varaformaður
  • Sigurður Bjarni Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Friðriksson aðalmaður
  • Margrét Svanborg Árnadóttir aðalmaður
  • Brynja Sif Sigurjónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nína Kjartansdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Nína Kjartansdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá

1.Upplýsingar á heimasíðum stofnanna Hveragerðisbæjar

2504146

Umræða samráðhóps um tillögur að mikilvægum upplýsingum um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk á heimasíðum stofnanna Hveragerðisbæjar.
Heimasíður helstu stofnanna Hveragerðisbæjar voru skoðaðar og rætt um það sem mætti bæta úr hvað varðar upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins, um stuðnings- og stoðþjónustu sem í boði er innan stofnanna. Formaður og varaformaður munu taka saman þau atriði sem rædd voru og leggja þær tillögur sem ræddar voru fyrir bæjarráð.

2.Kynning - Borgin frístund og skammtímadvöl í Norðurþingi Húsavík.

2504148

Íris Myriam Waitz forstöðumaður frístundarþjónustu Borgarinnar á Húsavík verður með kynningu í gegnum fjarfundarbúnað.
Borgin er frístundarstarf og skammtímadvöl á Húsavík sem er fyrir börn á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölþættar stuðningsþarfir og búa í Norðurþingi. Boðið er upp á fjölbreytt skapandi starf og útiveru sem er unnin í samvinnu við börnin, eftir óskum, áhugasviðum og eftir getu hvers og eins.

Samráðshópur þakkar Írisi kærlega fyrir gott samtal og góða kynningu á þeirri faglegu og lögbundnu þjónustu sem fram fer í Borginni.

Samráðshópur leggur til að horft verði til starfssemi Borgarinnar þegar kemur að stefnumótun lengdrar viðveru og sértækrar frístundaþjónustu í Hveragerði og hvetur bæjarstjórn til að huga að slíku úrræði í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?