Öldungaráð
Dagskrá
Guðjóna BjörK Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Hamars sat fundinn undir lið 1.
1.Þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar um aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Skólamörk
2511022
Þjónustusamningur Hveragerðis við Íþróttafélagið Hamar vegna verkefnisins Heilsuefling 60 kynntur fyrir öldungaráði. Guðjóna Björk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hamars kemur inn á fund.
Farið yfir þjónustusamning milli Hveragerðis og Íþróttafélagsins Hamars vegna verkefnisins Heilsuefling 60 ára og eldri . Framkvæmdastjóri Hamars var til áheyrnar og frásagnar varðandi yfirtöku verkefnisins. Öldungaráð vill varpa ljósi á mikilvægi þess að Hveragerðisbær endurskoði aðgengi að aðstöðunni í kjallaranum.
Öldungaráð þakkar Guðjónu fyrir sitt innlegg og fagnar þessu framtaki.
Öldungaráð þakkar Guðjónu fyrir sitt innlegg og fagnar þessu framtaki.
2.Stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til ársins 2030
2509139
Fjallað um Stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til ársins 2030. Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar 1. október sl. var samþykkt að vísa erindi HSU frá 16. september 2025 til nánari umfjöllunar hjá öldungaráði Hveragerðis, en í erindinu er óskað eftir ábendingum og hugmyndum sveitarfélaga sem nýst geta við mótun framtíðarstefnu stofnunarinnar. Markmið umræðunnar er að leggja fram sjónarmið öldungaráðs með áherslu á málaflokk aldraðra.
Öldungaráð ræddi hugmyndir varðandi mótun framtíðarstefnu stofnunarinnar, áhersla lögð á að heilsugæsla Hveragerðis sé opin allt árið. Ráðið leggur það í hendur hjúkrunarstjóra heilsugæslunnar að taka saman ábendingar og koma þeim áleiðis til HSU.
3.Tillaga Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokks um þjónustu- og félagskjarna fyrir eldri borgara
2510025
Á fundi bæjarráðs 16. október sl. var tekið til afgreiðslu mál er varðar tilnefningu í hóp um þjónustu- og félagskjarna fyrir eldri borgara.
Af því tilefni var eftirfarandi bókun samþykkt:
„Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu.
Hópurinn samanstendur af kjörnum fulltrúum úr Öldungaráði og Félagi eldri borgara í Hveragerði. Starfsmaður hópsins verður Kolbrún Tanja Eggertsdóttir, sem er einnig starfsmaður Öldungaráðs.
Frá Okkar Hveragerði: Anna Jórunn Stefánsdóttir
Frá Framsókn í Hveragerði: Garðar Rúnar Árnason
Frá Sjálfstæðisflokknum: Ásta Magnúsdóttir
Frá Félagi eldriborgara í Hveragerði: Kristinn G. Kristjánsson og Daði V. Ingimundarson.
Af því tilefni var eftirfarandi bókun samþykkt:
„Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu.
Hópurinn samanstendur af kjörnum fulltrúum úr Öldungaráði og Félagi eldri borgara í Hveragerði. Starfsmaður hópsins verður Kolbrún Tanja Eggertsdóttir, sem er einnig starfsmaður Öldungaráðs.
Frá Okkar Hveragerði: Anna Jórunn Stefánsdóttir
Frá Framsókn í Hveragerði: Garðar Rúnar Árnason
Frá Sjálfstæðisflokknum: Ásta Magnúsdóttir
Frá Félagi eldriborgara í Hveragerði: Kristinn G. Kristjánsson og Daði V. Ingimundarson.
Farið yfir skipan fulltrúa í hóp um þjónustu- og félagskjarna fyrir eldri borgara. Öldungaráð fagnar þessu framtaki og mun fylgjast með framgangi mála hjá hópnum.
4.Erindsbréf Öldungaráðs Hveragerðisbæjar
2512044
Lögð fram drög að erindisbréfi öldungaráðs Hveragerðisbæjar.
Farið var yfir efni erindisbréfsins. Öldungaráð leggur erindisbréfið fram til samþykktar hjá bæjarstjórn.
5.Dagskrá Öldungaráðs veturinn 2025-2026
2508322
Starfsáætlun öldungaráðs rædd.
Samkvæmt erindisbréfi er gert ráð fyrir að öldungaráð fundi sex sinnum yfir árið. Ráðið leggur því fram fundardagatal sem inniheldur þrjá fundi á vorönn 2026 með eftirfarandi dagsetningum, þ.e. 21.janúar, 18. mars og 13. maí 2026. Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fundardagatal ráðsins.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Getum við bætt efni síðunnar?