Fara í efni

Öldungaráð

10. fundur 01. september 2025 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Anna Jórunn Stefánsdóttir aðalmaður
  • Garðar Rúnar Árnason aðalmaður
  • Ásta Magnúsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Aldís Helgadóttir aðalmaður
  • Daði Ingimundarson aðalmaður
  • Anna E. Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kolbrún Tanja Eggertsdóttir Forstöðumaður
Fundargerð ritaði: Kolbrún Tanja Eggertsdóttir Forstöðumaður
Dagskrá

1.Samþykkt um Öldungaráð Hvergerðisbæjar

1909027

Samþykkt og verklag um Öldungaráð Hveragerðisbæjar yfirfarin.
Samþykkt yfirfarin og er öldungaráð sammála um þörf á uppfærslu.
Öldungaráð er launað ráð og er þörf á að útbúa erindisbréf til undirskriftar.
Ráðið samþykkir stýrihóp sem samanstendur af Önnu Jórunni Stefánsdóttur, Daða Ingimundarsyni og Steinunni Aldísi Helgadóttur. Meginverkefni hópsins eru að endurskoða samþykkt og halda utan um undirbúning fyrir sameiginlegan fund með bæjarfulltrúum.

2.Gott að eldast

2505158

Farið yfir stöðu þróunarverkefnisins Gott að eldast.
Öldungaráð óskar eftir kynningu á Gott að eldast verkefninu hér í Hveragerði og leggur til að sveitarfélagið haldi opinn íbúafund þar sem farið verður yfir stöðuna og opið fyrir spurningar almennings.

3.Dagskrá Öldungaráðs veturinn 2025-2026

2508322

Umfjöllun um dagskrá og verkefni Öldungaráðs.
Óskað verður eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum bæjarins og fulltrúum öldungaráðs í október 2025 skv. núgildandi samþykkt ráðsins.

Öldungaráð heldur áfram að funda þrisvar sinnum á önn og mun fylgja eftir áhersluatriðum úr niðurstöðum Íbúaþings 60 2025.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni síðunnar?