Öldungaráð
Dagskrá
1.Fréttabréf eldri borgara
2505003
Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefna eldri borgara óskar eftir erindum í fréttabréf varðandi málaflokk eldri borgara.
Óskað eftir erindum í fréttabréf fyrir 09.05.2025.
2.Akstursþjónusta eldri borgara - umræða
2505002
Formaður Félags eldri borgara í Hveragerði óskar eftir umræðu er varðar akstursþjónustu eldri borgara.
Rætt um reglur og gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara.
3.Íbúaþing 60
2410060
Niðurstöður frá Íbúaþingi 60 sem haldið var laugardaginn 22.mars, kynntar fyrir Öldungaráði.
Öldungaráð óskar eftir að Bæjarráð taki fyrir niðurstöður Íbúaþings 60 í heild sinni, sérstaklega þá liði er varða íbúðir/þjónustukjarna 60 , fjölbreyttari þjónustu og bætt aðgengi. Öldungaráð óskar eftir að fá að fylgjast með framgangi mála.
4.Erindi til Öldungaráðs
2503145
Erindi frá íbúa Hveragerðis er varðar málefni eldri borgara í kjölfar Íbúaþings 60 .
Öldungaráð þakkar fyrir gagnlegt erindi sem undirstrikar enn frekar þá þörf sem komið er inn á í niðurstöðum frá Íbúaþingi 60 .
Fundi slitið - kl. 11:28.
Getum við bætt efni síðunnar?