Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

16. fundur 03. desember 2025 kl. 18:00 - 19:32 á Listasafni Árnesinga
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Markússon varamaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Málefni Hamars

2512043

Framkvæmdastjóri Hamars kemur inn á fundinn til að ræða ýmis mál sem snerta rekstur íþróttafélagsins.

Nefndin þakkar framkvæmdastjóra Hamars fyrir góða yfirferð og hrósar félaginu fyrir gott starf, sér í lagi þann árangur að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Nefndin vísar beiðni um fjárstyrk vegna fjölgreinaverkefnis til afgreiðslu í bæjarráði. Samstarfssamningur verður tekinn til endurskoðunar í heild sinni árið 2026 og þá er mikilvægt að endurskoða upphæðir fjárstuðnings út frá breyttum forsendum.

2.Íþróttamaður Hveragerðis 2025

2512032

Átta tilnefningar bárust til nafnbótarinnar Íþróttamaður Hveragerðis 2025.

Nefndin hefur valið Íþróttamann Hveragerðis 2025 og verður hann heiðraður við sérstaka athöfn í Listasafni Árnesinga þann 6. janúar 2026.

3.Varmahlíð 2026

2512033

Alls bárust 28 umsóknir um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð árið 2026.

Lögð er fram tillaga að úthlutun til 17 listamanna en enn á eftir að ákveða úthlutun fyrir nóvember og desember.

4.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands

2512034

Fundargerðin lögð fram til kynningar

Lagt fram til kynningar

5.Þjónustusamningur við Handverk og hugvit undir Hamri 2025-2026

2511127

Handverk og hugvit undir Hamri er félag listamanna í Hveragerði. Félagið hefur fengið afnot af hluta hússins við Breiðumörk 21 til leirvinnslu og -brennslu. Lagður er fyrir samningur til áframhaldandi notkunar í eitt ár.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

6.Beiðni frá Fiðlufjöri slf.

2510114

Fiðlufjör slf. óskar eftir styrk til að halda helgarnámskeið fyrir fiðluleikara í Hveragerði í byrjun júní.

Nefndin fagnar framtakinu og leggur til við bæjarstjórn að koma til móts við verkefnið með fjárstuðningi.

7.Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ 2025

2511097

Skjal lagt fram til kynningar

Lagt fram til kynningar

8.Fjárhagsáætlun 2026

2512041

Kynning á fjárhagsáætlun fyrir helstu málefni sem heyra undir menningar-, atvinnu- og markaðsmál.

Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:32.

Getum við bætt efni síðunnar?