Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Uppbygging íþróttamannvirkja
2511005
Mikið er um að vera í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði um þessar mundir. Byggingarfulltrúi kemur inn á fundinn og kynnir stöðu mála fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar
2.Hamarskvöld í sundi
2510176
Íþróttafélagið Hamar óskar eftir að halda Hamarskvöld í sundi fyrir iðkendur og foreldra dagana 12. nóvember og 16. desember.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd líst vel á þessa hugmynd og leggur til að bæjarráð samþykki erindið.
3.Hátíðir í Hveragerði 2025
2503114
Skrifstofustjóri bæjarskrifstofu mætir á fundinn og fer yfir helstu kostnaðarliði við hátíðir ársins sem og fjárhagsáætlun hátíða árið 2026.
Lagt fram til kynningar.
4.Byggðarmerki Hveragerðisbæjar
2409010
Hrund Guðmundsdóttir hefur uppfært byggðarmerki Hveragerðisbæjar og lagt til leturgerð til að fylgja því. Hún fer yfir hönnunina og innleiðingu merkisins.
Nefndin þakkar Hrund fyrir kynninguna og felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að sækja um skráningu í vörumerkjaskrá hjá Hugverkastofu.
5.Skilti
2403774
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi fer yfir stöðu mála varðandi skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar.
Lagt fram til kynningar.
6.Breyting á afgreiðslutíma bókasafnsins
2510115
Erindi barst frá forstöðumanni Bókasafninu í Hveragerði varðandi breyttan afgreiðslutíma safnsins. Einnig er tillaga að uppfærðri gjaldskrá safnsins fyrir árið 2026.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögu um breyttan afgreiðslutíma bókasafnsins, sem og tillögu að uppfærðri gjaldskrá safnsins fyrir 2026.
7.Beiðni frá Fiðlufjöri slf.
2510114
Erindi barst frá Fiðlufjöri slf. Þar sem óskað er eftir samstarfi við Hveragerðisbæ varðandi námskeiðshald dagana 5.-7. júní 2026.
Nefndin fagnar erindinu og felur menningar-, atvinnu og markaðsfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við skipuleggjendur. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið sé til móts við skipuleggjendur eftir því sem unnt er og vísi beiðni um styrkveitingu jafnframt til fjárhagsáætlunargerðar.
8.Aðventa og jól í Hveragerði 2025
2510163
Nú styttist í aðventu og jól svo tímabært er að velta upp hugmyndum fyrir hátíðarnar.
Menningar-, atvinnu og markaðsnefnd leggur til að útbúið verði viðburðadagatal fyrir aðventuna, samskonar og gert var 2024, og birt á vefmiðlum Hveragerðisbæjar ásamt litlu upplagi af prentuðum eintökum. Gert er ráð fyrir að viðburðadagatalið verði tilbúið fyrir 30. nóvember. Nefndin felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að leggja fram tillögu að stækkun umgjarðar um aðventu og jólahátíðina fyrir komandi ár.
9.Þjónustussamningur við Sóknarnefnd Hveragerðiskirkju frá 2025
2510053
Lögð er fram tillaga að þjónustusamningi við sóknarnefnd Hveragerðiskirkju fyrir árin 2025-2027.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
10.Fótboltagolfvöllur
2510175
Erindi barst frá íbúa sem leggur til að knattspyrnuvöllurinn undir Hamrinum verði nýtt sem fótboltagolfvöllur þegar öll knattspyrnuiðkun færist upp í Dal. Bent er á að þegar sé frisbígolfvöllur á svæðinu auk hoppubelgs og líkamsræktartækjum svo þetta yrði góð viðbót.
Nefndin fagnar skemmtilegu erindi og tekur undir að tilvalið væri að nýta svæðið undir Hamrinum með nýjum hætti nú þegar iðkun fótbolta færist að fullu í Reykjadal. Nefndin vísar erindinu til áframhaldandi vinnu við heildarendurskoðun þessa svæðis.
11.Afmælisár Hveragerðisbæjar
2505110
Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi fer yfir undirbúninginn fyrir afmælisárið.
Lagt fram til kynningar.
12.Bílastæði við Árhólma
2501115
Lagt er fram minnisblað frá bæjarstjóra varðandi stöðu mála við Árhólma.
Lagt fram til kynningar
13.Heiðursborgari Hveragerðisbæjar
2511015
Fram hefur komið tillaga um að heiðursborgari Hveragerðisbæjar verði heiðraður á afmælisárinu 2026 í fyrsta sinn í sögu bæjarins.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og leggur til að menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi útfæri úthlutunarreglur í samstarfi við bæjarstjóra og bæjarritara. Þær verði síðan lagðar fyrir bæjarstjórn.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:50.
Getum við bætt efni síðunnar?
Guðjóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hamars sat fundinn undir lið 1 og 2.