Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
Dagskrá
Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð
2505089
Ásta Petrea Hannesdóttir sækir um styrk í Afreks- og styrktarsjóð.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd ákveður að veita Ástu Petreu styrk að fjárhæð kr. 50.000,-. Fellur sú upphæð undir C-styrk sem samkvæmt vinnureglum sjóðsins er aðallega fyrir unga og efnilega íþróttamenn sem standa framarlega í sinni íþróttagrein, eru í úrvalshópum sinna sérsambanda eða í unglingalandsliðum.
2.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð
2509126
Júlía Rós Birgisdóttir sækir um styrk í Afreks- og styrktarsjóð
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd sammælist um að veita Júlíu Rós C-styrk sem hljóðar upp á kr. 50.000,-. C-styrkur er samkvæmt vinnureglum sjóðsins hugsaður fyrir unga og efnilega íþróttamenn sem standa farmarlega í sinni íþróttagrein, eru í úrvalshópum innan sinna sérsambanda eða í unglingalandsliðum. Styrkurinn er veittur vegna keppnisferða.
3.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð
2508251
Eric Máni Guðmundsson sækir um styrk í Afreks- og styrktarsjóð.
Nefndin samþykkir að veita Eric Mána styrk að upphæð 100.000 kr., eða A-styrk skv. vinnureglum Afreks- og styrktarsjóðs. A-styrkur er samkvæmt vinnureglum sjóðsins veittur til þeirra umsækjenda sem eru ekki aðeins í fremstu röð í sinni grein hér á landi heldur hafa einnig staðið sig vel á ýmsum alþjóðlegum mótum s.s. Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum eða Norðurlandamótum.
4.Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð
2508109
Anna Guðrún Halldórsdóttir sækir um styrk í Afreks- og styrktarsjóð.
Nefndin er sammála um að veita Önnu Guðrúnu A-styrk sem hljóðar upp á kr. 100.000,-. A-styrkur er samkvæmt vinnureglum sjóðsins veittur til þeirra umsækjenda sem eru ekki aðeins í fremstu röð í sinni grein hér á landi heldur hafa einnig staðið sig vel á ýmsum alþjóðlegum mótum s.s. Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum eða Norðurlandamótum.
5.Listamannahúsið Varmahlíð
2509185
Í nóvember ár hvert er Listamannahúsið Varmahlíð auglýst laust til umsóknar fyrir árið á eftir og því tilefni til að yfirfara reglur og auglýsingu. Eins hefur Listasafn Árnesinga óskað eftir að nýta húsið fyrir gest sinn í desember, sem aukaúthlutun þessa árs.
Samþykkt að reglur og auglýsing séu óbreyttar frá fyrra ári. Einnig gefin heimild til Listasafns Árnesinga um notkun á Varmahlíðarhúsinu dagana 21.-27. desember 2025.
6.Sumarhátíðir Hveragerðisbæjar 2025
2505109
Kostnaður við hátíðir sumarsins lagður fram.
Lagt fram til kynningar og reiknað með frekari upplýsingum á næsta fundi nefndarinnar.
7.Stefna Hveragerðisbæjar
2502091
Í nóvember ár hvert er Listamannahúsið Varmahlíð auglýst laust til umsóknar fyrir árið á eftir og því tilefni til að yfirfara reglur og auglýsingu. Eins hefur Listasafn Árnesinga óskað eftir að nýta húsið fyrir gest sinn í desember, sem aukaúthlutun þessa árs.
Farið yfir stefnuna og þau mál sem þegar hafa náð fram að ganga af stefnu bæjarins. Lagt er til að menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa og formanni nefndarinnar sé falið að vinna málið áfram í samráði við aðrar nefndir bæjarins og bæjarstjórn.
8.Bílastæði við Árhólma
2501115
Tekjur og gjöld af bílastæðasjóði fyrir síðustu þrjú ár kynnt fyrir nefndinni, fram til 30. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Afmælisár Hveragerðisbæjar
2505110
Hveragerðisbær fagnar 80 ára afmæli árið 2026. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi er starfsmaður nefndarinnar og kynnir hygmyndir nefndarinnar vegna afmælisársins.
Lagt fram til kynningar.
10.Áfangastaðaáætlun á vef
2508056
Greinargerð vegna Áfangastaðaáætlunar Suðurlands lögð fram til kynningar og umræðu.
Greinargerð samþykkt.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:43.
Getum við bætt efni síðunnar?