Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

13. fundur 03. september 2025 kl. 17:30 - 18:51 í fundarherbergi Fljótsmörk 2
Nefndarmenn
  • Marta Rut Ólafsdóttir formaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varamaður
  • Sigurður Markússon varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar, - atvinnu- og markaðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar, Marta Rut Ólafsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundadagskrá menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar

2501123

Lagt er fram fundadagatal menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar veturinn 2025-2026. Almennt eru fundir nefndarinnar fyrsta miðvikudag í mánuði.

Dagatalið er samþykkt með þeirri breytingu að fundur janúarmánaðar verður haldinn 14. janúar 2026.

2.Coming, Staying, Living - samstarf

2503098

Samtökin Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við sveitarfélög í dreifbýli vegna þátttöku í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living ? Ruralizing Europe“

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd þakkar gott boð um samstarf en telur ekki forsendur til að taka þátt í samstarfinu að þessu sinni.

3.Íþróttavika Evrópu - Heilsueflandi samfélög

2506074

Hin árlega Íþróttavika Evrópu verður haldin vikuna 23.-30. september þetta árið. ÍSÍ óskar eftir þátttöku sveitarfélagsins í Íþróttavikunni, sem felur í sér dagskrá með hreyfingu og fræðslu fyrir almenning undir slagorðinu #BeActive.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fagnar erindinu og felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að útbúa dagskrá í samstarfi við íþróttafélög, félagasamtök, einstaklinga og stofnanir í Hveragerði.

4.Beiðni um stuðning Hvergerðisbæjar

2507029

Félagið Handverk og hugvit undir Hamri sendi nefndinni erindi er varðar aðstöðu og fjárhagsstyrk til að efla og styrkja listsköpun og listviðburði í bænum. Um leið fjölga tækifærum til frístunda fyrir alla aldurshópa.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd tekur vel í erindið og leggur til að gerður verði tímabundinn þjónustusamningur sem felur meðal annars í sér afnot af húsnæðinu að Breiðumörk 21. Eins verði liðkað til fyrir félaginu eins og frekast er unnt varðandi tilfallandi not af öðru húsnæði í eigu Hveragerðisbæjar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir.

5.Áfangastaðaáætlun á vef

2508056

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að uppfærðri útgáfu af Áfangastaðaáætlun landshlutans og kallar eftir lista frá Hveragerðisbæ með þeim stöðum sem áhersla verður lögð á í uppbyggingu fyrir ferðamenn.

Samþykkt að eftirfarandi staðir verði á áherslulista Hveragerðisbæjar: Gönguleið og áfangastaður í Reykjadal, gönguleið meðfram Varmá, Heilsuhringurinn, Lystigarðurinn Fossflöt og Hveragarðurinn. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Tónlistarhátíðin Hverafugl

2509009

Nefndinni barst erindi frá Halldóri Smárasyni sem óskar eftir stuðningi við nýja tónlistarhátíð sem mun bera heitið Hverafugl.
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd tekur vel í þessa beiðni og leggur til að bæjarstjórn komi til móts við skipuleggjendur eftir því sem unnt er og vísi beiðni um styrkveitingu jafnframt til fjárhagsáætlunargerðar.
Fylgiskjöl:

7.Byggðamerki Hveragerðisbæjar

2409010

Tillaga að uppfærðu byggðamerki ásamt leturgerð er lagt fram til samþykktar.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna og feli menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að undirbúa kynningu á uppfærðu byggðamerki og fylgi eftir innleiðingu þess. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd leggur áherslu á að haldið verði á lofti sögu byggðamerkis Hveragerðisbæjar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:51.

Getum við bætt efni síðunnar?