Fara í efni

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

4. fundur 04. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Marta Rut Ólafsdóttir varaformaður
  • Einar Alexander Haraldsson aðalmaður
  • Atli Örn Egilsson aðalmaður
  • Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Hjálmarsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir formaður setti fund og stjórnaði. Hún leitaði eftir atugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Atvinnumálastefna Hveragerðis

2311249

Vinna stendur nú yfir við gerð sameiginlegrar stefnu fyrir Hveragerði, Áborg og Flóahrepp. Utanumhaldið er í höndum atvinnuþróunarfulltrúa svæðisins, Ingunnar Jónsdóttur. Fyrir hönd Hveragerðis sitja formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar í nefnd um stefnumótunina ásamt menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa bæjarins.

Fyrir liggur að halda þurfi opinn íbúafund nú á vormánuðum þar sem farið verður yfir framtíðarsýn, styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri í atvinnumálum Hveragerðisbæjar.
Lagt er til að boðað verði til íbúafundar fyrir Hveragerðisbæ um atvinnumál í fyrri hluta maímánaðar.

2.Hátíðir í Hveragerði 2024

2403773

Hafinn er undirbúningur við hátíðahöld ársins 2024 en fyrstu hátíðahöldin verða á sumardaginn fyrsta. Þann 17. júní nk. verður lýðveldið 80 ára og því tilefni til að fagna veglega í ár. Blómstrandi dagar verða haldnir dagana 15.-18. ágúst og er undirbúningur kominn af stað varðandi bæjarhátíðina. Áhugi er fyrir því meðal margra íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja að vera með skipulagða sameiginlega dagskrá fyrir jólin með jólabæjarstemmningu.
Hátíðirnar ræddar. Dagskrá fyrir sumardaginn fyrsta er tilbúin og aðrar komnar í góðan farveg. Ákveðið að fela menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að setja saman vinnuhóp vegna frekari undirbúnings fyrir hátíðirnar í bænum. Farið yfir fjárhagsáætlanir fyrir hátíðirnar.

3.Skilti

2403774

Meðal þeirra verkefna sem nefndinni hafa verið falin er að láta gera skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar. Ýmsar útfærslur eru mögulegar en mikilvægt er að bæjarskiltin hafi sterka skírskotun til helstu sérkenna Hveragerðis.
Ýmsar hugmyndir ræddar að skiltum og staðsetningum þeirra. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að koma með tillögu að útliti skilta og kostnaðaráætlun á næsta fund nefndarinnar í júní.

Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi D-listans fagnar því að nú sé stefnt að því að setja að nýju upp skilti við sveitarfélagamörkin, en bæjarfulltrúar D-listans lögðu til á fundi bæjarstjórnar í október 2022 til að slík skilti yrðu sett upp að nýju og var þá samþykkt af bæjarstjórn að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Hér fylgir greinagerð sem bæjarfulltrúar D-listans lögðu fram á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi: „Skiltin sem segja til um hvar sveitarfélagamörkin liggja við þjóðveginn voru tekin niður fyrir nokkrum árum og þau ekki sett upp að nýju og því lítið sem gefur til kynna að ferðalangar séu að keyra í gegnum Hveragerði, nema þau séu kunn staðháttum. Hveragerði er ekki landstórt sveitarfélag og aðkomuleiðir ekki margar, því væri einungis um 8 skilti að ræða. Skiltin yrðu staðsett rétt ofan við neðstu beygjuna í Kömbunum, rétt ofan við afleggjarann að gömlu Ölfusréttunum og tvö skilti fyrir neðan Klettagljúfur, annars vegar við nýja þjóðveginn og hins vegar við nýja innansveitarveginn. Á skiltinu skal vera byggðamerki Hveragerðisbæjar og síðan texti fyrir neðan sem býður fólk velkomið í sveitarfélagið og þeim þakkað fyrir komuna.“

Ingibjörg Zoëga
Fylgiskjöl:

4.Markaðsmál

2403775

Umræður eru hafnar um sameiginlegt átak fyrirtækja og bæjarins í markaðsmálum. Um ræðir að gerðar verði sameiginlegar auglýsingar á samfélagsmiðlum og víðar með áherslu á Hveragerði í heild og hvert fyrirtæki fyrir sig.

Beinagrind að markaðsáætlun verður lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Lagt er til að menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi haldi áfram samtali við Ferðamálasamtök Hveragerðis um samstarf.

5.Siðareglur

2403777

Siðareglur kjörinna fulltrúa og annarra nefndarmanna.
Siðareglur lagðar fyrir og nefndarmenn beðnir að kynna sér þær.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?