Fara í efni

Fræðslunefnd

153. fundur 25. ágúst 2022 kl. 16:00 - 18:36 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
 • Eva Harðardóttir formaður
 • Sigríður Hauksdóttir
 • Thelma Rún Runólfsdóttir
 • Halldór Karl Þórsson
 • Alda Pálsdóttir
 • Margret Sigríður Ísaksdóttir fulltrúi kennara
 • Margrét Polly Hansen varamaður
 • Indiana Sólveig Marquez varamaður
Starfsmenn
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri
 • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
 • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
 • Ingimar Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Eva Harðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Rakel Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.

1.Brotthvarf úr framhaldsskólum

2206022

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem segir frá að á fundi stjórnar Sambanda íslenskra sveitarfélaga hafi verið tekið fyrir bréf frá Velferðarvaktinni þar sem fram kemur að Velferðarvaktin hafi fjallað um rannsóknarskýrsluna Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar.

2.Minnisblað frá leikskólastjórum um breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og ósk um sumarlokun 2023

2206098

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjórum þar sem rætt eru um breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og um ósk um sumarlokun 2023.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingar á reglum um innritun og gjöld í leikskólum verði gerðar þannig að barn sem á systkini í umsóknarleikskóla njóti systkinaforgangs í viðkomandi leikskóla svo framalega sem þeim börnum sem eru framar á biðlista bjóðist rými í öðrum leikskóla bæjarins verði samþykkt.

Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarstjórn að sumarlokun leikskólanna verði sumarið 2023 frá 6. júlí til 10. ágúst.

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Þó nokkurrar umræðu og óánægju hefur gætt varðandi sumarlokun á leikskólum bæjarins. Má þar nefna gagnrýni á að sumarlokun sé samfellt í fimm vikur í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Ekki hafa allir möguleika á því að fá sumarfrí í júlímánuði ár eftir ár. Óskir frá hópi foreldra hafa verið að veitt sé svigrúm til frítöku barna. Æskilegt er að gera könnun hjá foreldrahópum hvors leikskóla. Þá væri hægt að setja upp þann valmöguleika að leikskólinn loki í fjórar vikur samfellt og foreldra að ákveða hvort þeir taki frí viku framan við eða eftir sumarlokun.
Alda Pálsdóttir.

Fræðslunefnd óskar eftir að gerð verði könnun fyrir sumarleyfi 2024 á hvenær foreldrar óski eftir sumarlokun og hvernig sumarlokanir undanfarin ár hafi reynst.

3.Starfsáætlun Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2022-2023

2208010

Lögð fram til kynningar skóladagatal Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2022-2023. Eins var rætt um starfsáætlunina sem er á netinu.
Skóladagatalið var samþykkt af fræðslunefnd í maí 2022.

4.Starfsáætlun leikskólans Óskalands skólaárið 2022-2023

2208011

Lagt fram skóladagatal fyrir leikskólann Óskaland skólaárið 2022-2023. Starfsáætlun er ekki tilbúin.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

5.Starfsáætlun leikskólans Undralands skólaárið 2022-2023

2208012

Lagt fram skóladagatal fyrir leikskólann Undraland skólaárið 2022-2023. Starfsáætlun er ekki tilbúin.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

6.Starfsáætlun Bungubrekku skólaárið 2022-2023

2208013

Lagt fram dagatal fyrir Bungubrekku skólaárið 2022-2023 ásamt minnisblaði frá forstöðumanni. Eins fór forstöðumaður munnlega yfir starfsáætlun.
Fræðslunefnd samþykkir dagatal frístundaheimilisins.

7.Starfsáætlun fræðslunefndar

2208014

Lögð fram drög af starfsáætlun fræðslunefndar 2022-2023.
Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.

8.Innleiðing á skólastefnu, innra mat í grunnskóla, leikskólum og Bungubrekku.

2208015

Lagðar fram leiðbeiningar og gátlisti vegan innra mats í grunnskóla, leikskólum og Bungubrekku.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verður starfshópur með 1-2 aðilum úr hverju starfsteymi sem vinnur að innra mati í hverri stofnun ásamt einum aðila úr fræðslunefnd.
Starfshópurinn myndi ákveða hvaða þætti skólastefnunnar eigi að taka sérstaklega fyrir og hvaða sameiginlega þráð eigi að styrkja á milli allra eininga og með hvaða hætti. Þessi hópur gerir tillögu til fræðslunefndar um hvaða sérfræðiþjónustu þurfi til að aðstoða við innleiðingarferlið.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:36.

Getum við bætt efni síðunnar?