Fara í efni

Fræðslunefnd

149. fundur 24. febrúar 2022 kl. 17:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Sighvatur Fannar Nathanaelsson
  • Gunnar Biering Agnarsson
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi Ölfuss
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Elísabet Hermundardóttir boðaði forföll. Sæbjörg Lára Másdóttir, Rakel Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson mættu ekki og boðuðu ekki forföll.

1.Sérfræðiþjónusta talmeinafræðings í Hveragerði.

2202098

Lagt fram minnisblað frá skólastjóra GíH um stöðu talmeinafræðings í grunnskólanum.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að á vormánuðum verði gerð sú breyting á stöðu talmeinafræðings að hann fari í 50% starf við grunnskólann og auglýst verði eftir 50% stöðu talmeinafræðings við leikskólanna. Aukinheldur muni talmeinafræðingar þjónusta börn sem falla undir sjúkratryggingar í skólunum. Við þessa breytingu eykst þjónusta talmeinafræðinga við börn í bæjarfélaginu enn frekar.

2.Bókun SÍ á stjórnarfundi Kennarasambands Íslands frá 22. febrúar 2022.

2202105

Lögð fram bókun sem sett var fram af formanni Skólastjórnarfélags Íslands á stjórnarfundi Kennarasambands Íslands 22. febrúar 2022 vegna fréttaflutnings og þeirri samfélagsumræðu sem hefur orðið í kjölfar birtingar dóms Héraðsdóms Norðurland Eystra.
Lagt fram til kynningar.

3.Hönnun á viðbyggingu leikskólans Óskalands.

2202099

Lagðar fram aðalteikningar af viðbyggingu við leikskólann Óskaland að Finnmörk 1.
Hönnun viðbyggingar er á lokastigi og er reiknað með að verkið verði boðið út um miðjan mars nk.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með teikningarnar. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að við framkvæmdir verði leitast við að valda starfsemi leikskólans eins litlu raski og kostur er.

4.Hönnun á viðbyggingu við Grunnskólann.

2202100

Lagðir fram frumuppdrættir Dr. Magga Jónssonar af viðbyggingum við grunnskólann.

Í næsta byggingaráfanga (merktur nr. 1), sem er samtals 606m2 að flatarmáli er fjölnota salur/mötuneyti, eldhús, rými fyrir ráðgjafa og sérfræðinga, nokkrar sérkennslustofur, 3 almennar kennslustofur, ræsting og tæknirými. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta byggingarinnar.

Í þarnæsta byggingaráfanga (merktur nr. 3), sem er samtals 808m2 að flatarmáli eru 8 kennslustofur, 4 sérkennslustofur, anddyri og fjölrými.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með teikningarnar og leggur áherslu á að framkvæmdir verði í samræmi við þriggja ára fjárhagsáætlun.

5.Endurskoðuð skólastefna Hveragerðisbæjar.

2202101

Lögð fram endurskoðuð skólastefna Hveragerðisbæjar sem hefur að leiðarljósi "Það sem barninu er fyrir bestu".
Fræðslunefnd samþykkir skólastefnuna fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til bæjarstjórnar.
Ennfremur þakkar nefndin starfshópnum og öllum öðrum sem komu að gerð stefnunnar fyrir gott starf.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?