Fara í efni

Fræðslunefnd

148. fundur 30. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Sighvatur Fannar Nathanaelsson varamaður
  • Gunnar Biering Agnarsson
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Sæbjörg Lára Másdóttir, Hlín Guðnadóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Elísabet Hermundardóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson mættu ekki og boðuðu ekki forföll.

1.Fjárhagsáætlun 2022 hjá fræðslumálum.

2111066

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri kynnti fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál fyrir árið 2022 eins og henni hefur verið vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Eins fór hún yfir fjárfestingaáætlun ársins 2022 og áætlun um fjárfestingar fyrir árin 2023-2025.
Bæjarstjóri kynnti líka teikningar af viðbyggingu við leikskólann Óskaland.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina.

2.Kynning á vinnu við skólastefnu Hveragerðisbæjar.

2111065

Lögð fram drög af nýrri skólastefnu fyrir Hveragerðisbæ sem vinnuhópur að endurnýjun á skólastefnu bæjarins hefur verið að vinna að.
Fræðslunefnd samþykkir að drög að nýrri skólastefnu verði send til skólastjórnenda til yfirlestrar og athugasemda.
Samþykkt að næsti fundur verði .

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?