Fara í efni

Fræðslunefnd

147. fundur 05. október 2021 kl. 17:00 - 18:45 á Listasafni Árnesinga
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Gunnar Biering Agnarsson
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Sæbjörg Lára Másdóttir, Hlín Guðnadóttir, Rakel Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson mættu ekki og boðuðu ekki forföll.

1.Skýrsla skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði október 2021.

2110001

Sævar Þór Helgason, skólastjóri kynnti skýrslu Grunnskólans í Hveragerði.
Skýrsla skólastjóra lögð fram til kynningar.

2.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undraland október 2021.

2110002

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

3.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskaland október 2021.

2110003

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

4.Vinna við endurskoðun skólastefnu Hverageðrisbæjar.

2110007

Kristrún Birgisdóttir frá AIS ehf tengist inn á fundinn í gegnum teams og kynnti vinnu við endurskoðun á skólastefnu Hveragerðisbæjar.

Áætlað er að halda opinn fjarfund um málið miðvikudaginn 12. október kl. 20.
Lagt fram til kynningar en fræðslunefnd hvetur alla til að tengjast inn á fjarfundinn.

5.Erindi frá foreldrum barna fædd 2016 á leikskólanum Óskalandi.

2110006

Lagt fram erindi frá foreldrum barna fædd 2016 á leikskólanum Óskalandi þar sem rætt er um færslu á hópnum tímabundið yfir á Bungubrekku.

Jafnframt lagt fram minnisblað frá formanni fræðslunefndar og bæjarstjóra vegna fundar sem haldinn var með foreldrum þessa hóps. Auk þess gerði formaður frekari grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru á fundinum og að samkvæmt nýjustu fréttum er von á lausu kennslustofunum við Óskaland í byrjun nóvember þannig að þær ættu að vera tilbúnar til notkunar í byrjun desember.
Fræðslunefnd telur að samráð við foreldra hefði mátt vera betra í undirbúningi á flutningnum.
Fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs leikskóla í samræmi við þau áform sem samþykkt hafa verið í þriggja ára áætlun. Einnig minnir fræðslunefnd á nauðsyn þess að staðið verði við fyrirhuguð áform sem einnig koma fram í þriggja ára áætlun um viðbyggingu við leikskólann Óskaland til að bæta aðstöðu starfsmanna.

6.Skólaþing sveitarfélaga 2021.

2110005

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á dagskrá og skráningu á Skólaþing sveitarfélaga 2021 sem haldið verður 8. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Forvarnardagurinn 2021.

2110004

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landlækni þar sem rætt er um forvarnardaginn sem haldin verður miðvikudaginn 6. október.
Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla starfshóps um kynfræðslu.

2109079

Lögð fram skýrsla frá starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðherra varðandi kynheilbrigði og virkar ofbeldisforvarnir.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Samþykkt að næsti fundur verði 30. nóvember.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?