Fara í efni

Fræðslunefnd

144. fundur 02. mars 2021 kl. 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir formaður
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Gunnar Biering Agnarsson
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi Ölfuss
  • Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi Ölfuss
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri.
Dagskrá
Rakel Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra mætti ekki og boðaði ekki forföll.
Alda Pálsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Kynning á skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings.

2102066

Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings og Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi mættu á fundinn.

Kynntu þær stuttlega starfssemi Skóla- og velferðarþjónustu. Skóla- og velferðarþjónusta er nú í þróunarvinnu sem miðar að því að skerpa enn betur á verkferlum og aukna samþættingu á milli kerfa sem unnið er með og koma að málefnum barna og unglinga.
Mikilvægur þáttur í þessari vinnu er að funda með yfirstjórnum fræðslumála í þeim sveitarfélögum sem eru aðilar að þjónustunni og heyra þeirra sjónarhorn og ábendingar inn í þróunarvinnuna.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.

2.Skýrsla frá frístundaheimilinu Bungubrekku.

2102067

Ingimar Guðmundsson forstöðumaður frístundaheimilisins Bungubrekku kynnti skýrslu sína.
Skýrsla forstöðumanns lögð fram til kynningar.

3.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Óskalands.

2102068

Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Óskalands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

4.Skýrsla leikskólastjóra leikskólans Undralands.

2102069

Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri kynnti skýrslu leikskólans Undralands.
Skýrsla leikskólastjóra lögð fram til kynningar.

5.Skólanámskrá og starfsáætlun Grunnskólans í Hveragerði 2020-2021.

2102070

Sævar Þór Helgason, skólastjóri GíH kynnti útgefna skólanámskrá og starfsáætlun Grunnskólans í Hveragerði fyrir skólaárið 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Staða nýbyggingar við GíH.

2102071

Sævar Þór Helgason, skólastjóri GíH kynnti stöðu nýbyggingar við GíH en verið er að byggja staðsteypta viðbyggingu á tveimur hæðum. Á fyrstu hæð eru anddyri, þrjár kennslustofur og tvö millirými sem nýtast til fjölbreyttra starfa. Á annarri hæð eru þrjár kennslustofur, tvö millirými, fjölnota rými og gangur í eldri byggingu. Verkið er á áætlun og byggingin verður tilbúin áður en skólastarf hefst í ágúst 2021.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með viðbygginguna.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Samþykkt að næsti fundur verði þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?