Fara í efni

Fræðslunefnd

140. fundur 02. september 2020 kl. 17:00 - 18:44 Grunnskólinn í Hvergerði
Nefndarmenn
 • Alda Pálsdóttir
 • Smári Björn Stefánsson
 • Ninna Sif Svavarsdóttir
 • Sæbjörg Lára Másdóttir
 • Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfus:
 • Ida Lön
 • Hlín Guðnadóttir
Starfsmenn
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
 • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
 • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara við GíH
 • Ingimar Guðmundsson starfsmaður Bungubrekku
 • Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH
Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð.
 
Eftirfarandi fært til bókar:
 
Dagskrá:
Skýrslur skólastjórnenda
 
Undraland

Leikskólinn opnaði aftur 5. ágúst eftir sumarlokun og voru fyrstu dagarnir notaðir til að aðlaga börn milli deilda. Aðlaganir nýrra barna hófust 10. ágúst og munu standa fram í október en gert er ráð fyrir að við förum inn í veturinn með 105 börn í heildina og er leikskólinn þá fullur miðað við leyfileg starfsgildi í fjárhagsáætlun.

Nokkrar breytingar urðu í starfsmannahópnum í haust. Í fyrsta sinn er nú íþróttafræðingur í 50% starfshlutfalli og þroskaþjálfi í 75%.
 
Skólaþjónusta Árnesþings býður í haust í fyrsta skipti upp á námskeið fyrir nýja leikskólaforeldra. Þar koma að kennsluráðgjafar, sálfræðingur og talmeinafræðingur. COVID 19 heldur áfram að hrista upp í okkur. Höfum að mestu náð að halda okkar striki en takmörkum aðgengi að húsinu, biðjum fullorðna að halda fjarlægð sín á milli o.s.frv.. Helstu áhrifin nú eru á foreldra í aðlögun.
 
Óskaland

Leikskólinn opnaði aftur 5. ágúst eftir sumarlokun, aðlögun nýrra barna hófst 7. ágúst og lýkur 19.október.

Fullskipað er á yngstu deild þar eru 14 börn fædd 2019 og á næst yngstu deild þar sem eru 16 börn fædd 2017-18. Á tveimur eldri deildum eru börn fædd 2015, 2016 og 2017 og eru 23 börn á hvorri deild.
 
Breytingar eru í starfsmannahópnum. Nýr leikskólakennari hóf störf á yngstu deildinni. Auka þarf viðstöðugildi á yngstu deild og vegna undirbúningstíma fagmenntaðra er tekur gildi 1.okt. Einn starfsmaður hættir sökum aldurs í október. Einn starfsmaður hóf nám við HA í leikskólakennarafræðum og tvær vinna að mastersgráðu í leikskólakennarfræðum.
 
Starfsdagur verður 4. september n.k. nýttur í skyndihjálparnámskeið og starfið skipulagt.
 
Fyrirspurn kom um það með hvaða hætti takast skuli á við aukið sumarleyfi starfsfólks.
 
GíH

Nemendur við skólann eru núna 374. Þar af eru 163 á yngsta stigi. Starfsmenn við Grunnskólann í Hveragerði eru ríflega 70 í mismunandi stöðugildum. Árgangagöngur voru í síðustu viku, gengið allt frá stuttri ferð í grennd við skólann upp í göngu yfir Fimmvörðuháls hjá nemendum 10. bekkja. Framkvæmdir við nýbyggingu eru aðeins á eftir áætlun en verktaki lofar að húsnæðið verði tilbúið að umsömdum tíma. Mikil endurnýjarþörf er á tækjabúnaði skólans, tölvukosti og snjalltækjum bæði fyrir starfsfólk og nemendur.

Dvalartími barna í leikskólum
Fræðslunefnd mælist til að bæjarstjórn skoði opnunartíma leikskólana og lengd viðveru barna, einkum yngri en tveggja ára í leikskólum Hveragerðisbæjar.
 
Bungubrekka-frístundahús
Ingimar gerir grein fyrir starfi í frístundahúsinu Bungubrekku. Starfsmenn eru 7 og 80 börn í
frístundaheimilinu auk þess sem hann sagði frá starfi í félagsmiðstöðinni.
 
Fundi slitið

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?