Fara í efni

Fræðslunefnd

126. fundur 20. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:12 Skólamörk 6
Nefndarmenn
 • Birkir Sveinsson
 • Bjarney Sif Ægisdóttir
 • Elínborg María Ólafsdóttir
 • Þórhallur Einisson
 • Dagbjört Helga Guðmundsdóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
 • V. Baldur Guðmundsson fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
 • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
 • Alda Pálsdóttir fulltrúi foreldra
 • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
 • Elín Esther Magnúsdóttir forstöðumaður Skólasels og Skjálftaskjóls
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Birkir formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

 1. Málefni Skólasels

Elín Esther Magnúsdóttir sagði frá starfsemi Skólasels.
Fluttum 1. nóvember í húsnæðið að Breiðumörk 27a, þar sem leikskólinn Undraland var áður.
Fluttum um leið og húsnæðið losnaði, endurbætur unnar eftir að við komum í húsið.
Það, ásamt því að hvorki Skólaselið né Skjálftaskjól lokaði ekki einn einasta dag vegna flutninganna, þýðir að við erum enn að koma okkur fyrir.
Húsið þarnast víða smávægilegrar athygli, þar á meðal í kjölfar úttekta hjá bæði Heilbrigðiseftirlitinu og Brunavörnum Árnessýslu, og við erum að vinna í því samhliða því að vera hægt og rólega að endurskipuleggja starfið og svo auðvitað að sinna börnunum.
Í dag eru skráð 90 börn í Skólaselið. Þeim fjölgaði lítillega eftir flutningana, enda uppsöfnuð eftirspurn eftir plássi. Um áramót fækkaði svo aðeins í hópnum, einkum í þriðja bekk.

Til að sinna þessum fjölda erum við með 9 starfsmenn í húsi hverju sinni, þar af tvo í stuðningi. Tvær stöður eru tvímannaðar.
Fyrir tilstuðlan stjórnenda Grunnskólans fengum við góða aðstoð frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en þær Hrafnhildur og Kolbrún komu í heimsóknir í vetur og skiluðu skýrslu með tillögum um breytingar og úrbætur.
Fjölmörg atriði eru á þeim lista en flest þeirra snúa að innra skipulagi leiksvæða, merkingum, uppástungum að viðfangsefnum og skipulagi vals, auk þess sem vikið er að þætti starfsmanna, svosem þörfina á því að fá reglulega tíma til undirbúnings og vinnu að sameiginlegum verkefnum, en einnig að starfsfólk hafi kost á endurmenntun og námskeiðum sem nýtast í starfi.

Þá er minnst á þörfina á að gera almennar endurbætur á húsnæðinu og skipta út gömlum húsgögnum og leikföngum.
Búið er að velja nafn á húsnæðið. Eftir nafnasamkeppni varð nafnið Bungubrekka fyrir valinu.

Elín Esther greindi frá starfsmannabreytingum.

 1. Málefni Leikskóla
  • Skýrsla Óskalands

Gunnvör flutti skýrslu skólastjóra. Nýr leikskólakennari hóf störf 1.janúar. Eru þá alls átta menntaðir leikskólakennarar í 6.85 % stöðugildum. Starfsfólk með aðra fagmenntun í uppeldisgreinum eru fimm í 3.52 % stöðugildum. Aðrir með háskólapróf eru fjórir í 2.90% stöðugildum. Ófaglærðir eru samtals 18 í 15.8% stöðugildum. Eftir er að ráða fleiri inn þar sem langveikindi halda áfram.

Á starfsdegi 15.janúar s.l. var haldinn fyrirlestur fyrir hádegi: „Byrgjum brunninn áður en kennarinn brennur yfir“. Fyrirlesturinn fjallaði um hvernig starfsfólk lærir að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Eftir hádegi var haldinn sameiginlegur fræðslufundur fyrir starfsfólk beggja leikskólanna á Undralandi um samverustundir í leikskólum.

Tveir starfsmenn hafa eignast börn í janúar og desember. Ein til viðbótar hóf „fyrirfram“ fæðingaorlof frá 12.febrúar. Önnur kona er barnshafandi og fer hún í fæðingaorlof um miðjan mars.
Tveir aðrir starfsmenn eru í langveikindum.
Á bóndadaginn var feðrum, öfum og langöfum boðið í síðdegiskaffi og var gríðarlega góð mæting og ánægja með tímasetningu kaffiboðsins frá 14.30 – 15.30 .
Sami háttur var á kaffiboði föstudaginn fyrir konudaginn, mæðrum, ömmum og langömmum var boðið og var gríðarlega góð mæting og almenn ánægja með fyrirkomulagið.
Auglýst verður á vef KÍ eftir deildarstjóra og leikskólakennurum. Samkvæmt lögum ber að auglýsa slíkar stöður árlega hafi starfandi deildarstjórar ekki réttindi leikskólakennara. Í Óskalandi starfar einn deildarstjóri án tilskilinna réttinda.
Á degi leikskólans hittust báðir leikskólarnir í smágörðunum, skreyttu garðana, sungu ofl.
Sl. haust var tekið inn nýtt kennsluefni frá Barnaheillum um vináttu. Verkefnið felur í sér að börnin læra um vináttu og hvert og eitt barn á sinn bangsa í leikskólanum og hann fer með þeim í vinnustundir. Lionsklúbburinn Eden gaf bangsana og saumaði vinnustofan Viss á Selfossi sérhönnuð veggteppi fyrir hverja deild undir bangsana. Ítrekað hafa foreldrar talað um hvað þessi fræðsla með börnunum skilar sér heim og börnin ræða við foreldrana heima um þessi mál.
Framundan er hefðbundið skólastarf með öllum þeim fjölbreytileika sem í boði er og undirbúningur páska.
Í mars kemur einn nemi frá Fsu í vettvangsnám í viku í leikskólann.

  • Skýrsla Undralands

Anna Erla flutti skýrslu skólastjóra.

 • Barnahópurinn er enn að stækka. Við opnuðum 5. deildina í leikskólanum 15. janúar og síðasta aðlögunarholli loknu núna í mánaðarlok verðum við komin með 90 börn.
 • Í janúar komu 5 nýjir starfsmenn til okkar vegna nýju deildarinnar og annarra mannabreytinga. Nú eru við með 29 starfsmenn hjá okkur.
 • Erum í smá óvissu varðandi einn deildarstjórann okkar vegna veikinda. Við erum að reyna að leysa þetta innan okkar veggja en ekki ólíklegt að við þurfum að sækja um einhverja viðbót við starfsgildi til að brúa þetta.
 • Starfsmannamál í eldhúsi Undralands eru í skoðun.
 • Erum svo heppnar að vera með tvo leikskólakennaranema hjá okkur í vettvangsnámi þessar vikurnar.
 • Tannverndarvika var um mánaðamót .
 • Konu- og bóndadagar voru haldnir hátíðlegir venju samkvæmt með morgunverðarboðum.
 • Bollu-, ösku- og sprengidagar voru að mestu með hefðbundnu sniði.
 • Starfsdagur var 15. janúar sl. Þann dag notuðum við til fundarhalda, undirbúnings LAL vinnu vorannar og fræðslu um samverustundir ásamt Óskalandi.
 • Kristín Einars frá LAL kom til okkar í janúar til að fylgjast með LAL stundum og leiðbeina starfsfólki.
 1. Málefni Grunnskólans
 • Skýrsla skólastjóra.

Sævar Þór flutti skýrslu skólastjóra. Skólastarfið gengur vel og má segja að gamalkunnugt stef veturs með veður köld og stríð hafi sett mark sitt á ýmislegt í starfinu, útikennsla og útivera ekki verið áberandi síðustu dægrin.
Frá síðasta fundi fræðslunefndar hafa komið jól og áramót, sem oft eru merkilegir viðburðir en segja má að þau falli í ákveðinn skugga af góðgerðardeginum 1. desember og opna gangasöngnum sem haldinn var 15. desember. Á opna gangasöngnum var Barnaspítala hringsins afhentur afrakstur góðgerðarþema nemenda styrkur að upphæð 1.316.000.-
Innleiðing á námsmati í Mentor gengur ágætlega og fer talsverður tími ennþá í umræður og skilgreiningar varðandi matið.
Skólinn hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í þjálfun kennara í forritun og 15 tölvum.
Þann 26. janúar eignaðist skólinn Suðurlandsmeistara grunnskóla í skák þegar eldri sveit skólans vann mótið.
Samstarfsverkefni skólans og foreldrafélagsins á Öskudegi var vel heppnað en allur skólinn tók þátt í skemmtilegri dagskrá í íþróttahúsinu þar sem meðal annars félagar úr Leikfélagi Hveragerðis sýndu atriði úr Latabæ.
Áhugaverðar breytingar hafa verið gerðar vegna hljóðvistar í tveimur kennslustofum og má reikna með því að áfram verði unnið að betri hljóðvist í skólahúsnæðinu á næstu misserum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?