Fara í efni

Fræðslunefnd

128. fundur 06. júní 2018 kl. 17:00 - 18:09 Skólamörk 6
Nefndarmenn
 • Birkir Sveinsson
 • Bjarney Sif Ægisdóttir
 • Smári Björn Stefánsson
 • Steinar Rafn Garðarsson og
 • Dagbjört Helga Guðmundsdóttir fulltrúari sveitarfélagsins Ölfus
 • V. Baldur Guðmundsson fulltrúari sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
 • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
 • Alda Pálsdóttir fulltrúi foreldra
 • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Birkir formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

 1. Málefni leikskóla
  • Skýrslur leikskólastjóra.

Óskaland

Útskrift og öryggisviku er lokið og fara elstu börn í útskriftarferð 8.júní. Farið verður í ævintýraferð á Úlfljótsvatn að venju.
Auglýsa þarf í lausar stöður núna þar sem fjórir starfsmenn hætta og eða fara í námsleyfi og fara í nám.
Síðustu daga og vikur í leikskólastarfinu er mikið um langar og fræðandi gönguferðir t.d. farið á hestbak, bókasafnið, Ölfusborgir, Hamarshöllina, upp að „röri“ í Kömbum, golf og fleira skemmtilegt.
Í vikunni 10. – 15.júní verður æfð brunarýming í kjölfar heimsóknar slökkvi-sjúkra og lögregluliðs. Sú heimsókn tókst afar vel.
Sumarleyfi hefst frá og með 18.júní og opnar leikskólinn aftur 23.júlí.

Undraland

Eins og fram kom á síðasta fundi hafa verið miklar veikindafjarvistir á starfsfólki og enn óljóst hversu löng langtímafjarvera tveggja starfsmanna verður.
4 starfsmenn hætta hjá okkur í sumar og í haust mun einn starfsmaður fara í fæðingarorlof. Það lítur þá út fyrir að okkur muni vanta 4 starfsmenn eftir frí og þann fimmta í september. Verið er að vinna að auglýsingu vegna þessara starfa sem mun birtast á næstu dögum.
Starfsmannaviðtöl og starfsmannakönnun eru nýyfirstaðin og komu þau vel út. Ánægjulegt var hversu jákvætt starfsfólk er gagnvart vinnunni og vinnustaðnum og heilt yfir er ánægja/vellíðan á staðnum. Unnið er að því að bæta úr þeim þáttum sem fram kom að mætti laga.
Fengum á dögunum aðila frá Mentor til að koma og kynna fyrir stjórnunarteymi „nýju“ útgáfuna af mentornum og í kjölfarið létum við uppfæra kerfið hjá okkur.
Foreldraviðtöl gengu vel og var almennt góð þáttaka/mæting í þau.
Vetrarstarfi lauk í apríl og við tók þemavinna. Deildirnar völdu sér viðfangsefni sem hóparnir unnu með fram að opnu húsi þann 31. maí.

 1. maí var einnig útskriftarhátíð hjá okkur. Við kvöddum þar formlega 14 snillinga sem leggja leið sína í grunnskólann í haust.

Í vikulok fer útskriftarhópurinn í sameiginlega óvissuferð með útskriftarbörnum af Óskalandi. Ferðin er kostuð af leikskólum og foreldrafélagi leikskólanna.

Nú er unnið að skipulagi deilda fyrir næsta vetur. Verið er að skoða hvort mögulegt sé að fækka börnum á deildum hjá okkur með því að opna 6. deildina.

Erum í basli með að fá Wifi net í nothæft ástand og það hefur hamlað okkur að nokkru leyti. TRS menn telja okkur trú um að þau mál séu að leysast á næstu dögum.

Sumarlokun hefst þann 9. júlí og við opnum aftur 13. ágúst.

  • Skóladagatal 2018-2019

Skóladagatal lagt fram til kynningar. Lagt er upp með að hafa sameiginlega starfsdaga í leikskólunum til að nýta fræðslu o.þ.h.

 • Starfsáætlun 2018-2019

Leikskólastjóri Óskalands greindi frá vinnu við starfsáætlun leikskólans.

  • Námskrá

Leikskólastjóri Óskalands greindi frá vinnu við námskrá leikskólans.

 1. Málefni Grunnskólans
  • Skýrsla skólastjóra.

Sævar Þór flutti skýrslu skólastjóra. Útskrift 10. bekkinga og skólaslit voru í gær. Þrjátíu og þrír nemendur voru útskrifaðir með góðum vitnisburði. Glæsilegur hópur sem floginn er úr hreiðrinu. Maí mánuður leið ljúflega þó rigningaveður hafi komið Hvergerðingum nokkuð á óvart. Nemendur 10. bekkja heimsóttu Danmörku, allir bekkir skólans tóku þátt í styrktarhlaupi fyrir Unicef. Sjöundu bekkingar fóru á Úlfljótsvatn, Laugarvatn og renndu sér austur á Hvolsvöll. Níundu bekkingar fóru í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun. Sjöttu bekkingar fóru í Þjóminjasafnið og fimmtu bekkingar í Lava Center á Hvolsvelli. Yngsta stig var með vel heppnaða leikjahringekju úti og miðstig hélt áberandi góðan íþróttadag. Fjölgreindaleikar voru vel heppnaðir með mörgum skemmtilegum verkefnum.

  • Skóladagatal 2018/2019

Nemendadagar eru 180 á skólaárinu. Starfsdagar án nemenda, skipulagsdagar eru fimm á skólaárinu. Átta utan starfstíma nemenda. Starfstími nemenda í grunnskóla skal á hverju skólaári vera að lágmarki níu mánuðir. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra að höfðu samráði við skólaráð og að fenginni staðfestingu skólanefndar. Tveir dagar eru taldir tvöfaldir dagar; litlu jól og árshátíð. Lengri skólaferðalög eru metin sérstaklega. Vetrarfrí eru tvisvar yfir skólaárið, tveir dagar í senn. Vetrarfrí eru þá dagana 18. og 19. október og 7. og 8. mars. Skólasetning verður 21. ágúst, skólaslit 31. maí.

Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal 2018-2019.

  • Starfsmannamál

Sigmar Karlsson verður deildarstjóri náms og kennslu miðstigs næsta skólaár.
Ólafur Hilmarsson verður deildarstjóri náms og kennslu yngsta stigs næsta skólaár.
Nýráðnir umsjónarkennarar eru; Svahildur Una Einarsdóttir umsjón í 3. bekk. Áslaug Davíðsdóttir og Anna Dóra Ágústsdóttir umsjón í 5. bekk.

Sævar Þór lýsti yfir áhyggjum sínum varðandi mönnun grunnskóla á landinu á næstu árum, hvort heldur sem um er að ræða stjórnendur, kennara eða annað starfsfólk skólanna.

Getum við bætt efni síðunnar?