Fara í efni

Fræðslunefnd

138. fundur 22. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:28 fjarfundur
Nefndarmenn
 • Alda Pálsdóttir
 • Smári Björn Stefánsson
 • Ninna Sif Svavarsdóttir
 • fulltrúar sveitarfélagsins Ölfus
 • Ida Lön
 • Hlín Guðnadóttir
Starfsmenn
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
 • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
 • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
 • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara við GíH
 • Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra nemenda
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH
Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð, ósk frá frá leikskólastjóra Óskalands um að dag skrá byrjaði á málefnum leikskóla. Samþykkt að verða við ósk leikskólastjóra.
 
Eftirfarandi fært til bókar:
Dagskrá:
1.  Fundur settur
2. Skólahald á tímum Covid-19
 
Undraland
Undanfarnar vikur hafa verið litaðar af málefnum Covid-19. Leikskólum bæjarins var gert að taka á móti öllum börnum en foreldrum gefinn kostur á að fá leikskólagjöld felld niður tilkynntu þeir um fjarveru barna fyrir heilar vikur. Þó nokkrir nýttu sér það og fátt var af börnum í leikskólanum.
 
Frá og með 23. mars og fram að páskum var leikskólinn aðeins opinn fyrir forgangshóp. Barnafjöldinn á þessu tímabili var frá tíu börnum en fjölgaði eftir því sem á leið upp í átján.
 
Eftir páska var opnað fyrir öll leikskóla börn og börnum og starfsfólki skipt upp í hópa, A og B hópa og forgangsbörn. Hámarsksfjöldi barna í húsi var 55 og heildarfjöldi skráðra barna 105. Hefðbundið skólastarf hefst að nýju 4. maí nk. Starf innan deilda mun halda áfram þar sem frá var horfið í mars. Skólaárinu lýkur að venju í lok maímeð útskrift 19 barna og vonir standa til að aðlögun nýrra barna hefjist fyrir sumarlokun. Skólinn fer ríflega mannaður inn í sumarið.
 
Óskaland
Frá því að Covid veiran kom upp hefur skólahald í leikskólanum verið með mjög takmörkuðum hætti. Eftir að samkomubann var sett á fengu eingöngu börn foreldra í forgangshópi að koma með börn sín miðað við útgefinn forgangslista frá Almannavörnum. Daglega voru fram að páskum milli 20 og 25 börn í leikskólanum. Foreldrar þurftu að sækja um forgangsvistun í gegnum island.is. Eftir að dró úr smiti eftir páska var ákveðið að hleypa öllum börnum í leikskólann með því að skipta þeim upp í tvo hópa A og B og var þeim úthlutað tveimur dögum í viku í þrjár vikur fram að 4. maí.
 
Mikil vinna liggur í því að raða börnum og starfsfólki í hópa út frá forgangs listum og „almennum“ hópum. Að auki hefur þurft mikið skipulag með umgengni í fataklefum vegna 2m reglunnar. Lok þessa skólalárs verður með öðru sniði en áður þar sem ekki hefur verið hægt að vinna með allan skólahópinn sameiginlega. Ekki hefur verið tekin ákvörðunum fyrirkomulag skólaloka. 23 börn útskrifast í vor. Alls eru 76 börn núna í Óskalandi.
Báðir leikskólastjórar óska er eftir því við fræðlsunefnd að hún mæli með því við bæjaryfirvöld að bæta megi einum starfsdegi og einum fundi við næsta skólaár í stað þeirra sem féllu niður á undanförnum vikum. Gunnvör yfirgaf fundinn kl. 17.38.

 

GÍH
Starfsmaður við skólann greindist með Covid-19 og fékk staðfestingu á smiti laugardaginn 14. mars. Tæplega þrjú hundruð nemendur og á þriðja tug starfsmanna voru sendir í sóttkví. Fljótlega kom í ljós að ekki þurftu allir nemendur af þeim lista að fara í sóttkví. Stjórnendur settu saman skipulag fyrir skólastarf frá og með 24. mars. Skilyrðin voru og eru að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki á milli hópa svo sem í frímínútum eða þegar þeir eru að koma til skóla eða fara. Stundatöflur halda sér ekki og umtalsverð röskun hefur orðið á öllu skólastarfi.
 
Þann 22. mars var svo tekin enn önnur ákvörðun. Í ljósi aðstæðna ákvað skólastjóri að höfðu samráði við fræðsluyfirvöld, bæjarstjórn og sóttvarnayfirvöld á Suðurlandi að fella niður hefðbundið skólastarf dagana 23.3-3.4.2020. Skólinn tók á móti börnum (1.-4. bekkja) foreldra á forgangslistum frá þriðjudeginum 24. mars. Foreldrar/forráðmenn sóttu um forgang fyrir börn sín í skóla og var þá jafnframt sótt um aðgang 1. og 2. bekkinga að Skólaseli í gegnum www.island.is. Frá 14. apríl hafa nemendur sótt skólann einhvern hluta dagsins, samkvæmt þeim skorðum sem skólastarfi hafa verið settar.
 
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni og þakkar starfsmönnum leik- og grunnskóla bæjarins fyrir vel unnin störf á krefjandi tímum.

 

3.
Byggingaráform við Grunnskólann í Hveragerði
Hönnun á 740m2 viðbyggingu við GÍH er nú lokið og mun Reirverk ehf sjá um framkvæmdina. Viðbyggingin mun rísa norðan megin við núverandi skóla yfir Skólamörkina og út í Lystigarð. Húsið er staðsteypt, á tveimur hæðum. Þar munu verða sex rúmgóðar kennslustofur, þrjár á hvorri hæð og milli þeirra verða smærri opin rými sem nýtast til fjölbreyttra kennsluhátta. Einnig verður nýtt anddyri til vesturs. Það er dr. Maggi Jónsson sem hannar viðbygginguna og Þráinn Hauksson hjá Landslagi hannar lóðina. Verkstjóri hönnunar er dr. Ríkharður Kristjánsson. Skóflustunga og undirritun samnings var framkvæmd í dag kl. 14 og eru verklok í júlí 2021. Húsnæðið verður tekið í notkun haustið 2021. Fjöldi hugmynda hafa komið fram hjá starfsmönnum grunnskólans um það með hvaða hætti starfið verður skipulagt í nýja húsnæðinu.
 
4.
Bungubrekka
Það styttist í að Guðný Klara forstöðumaður fari í fæðingarorlof og starseminni verður haldið á floti það sem eftir lifir skólaárs, með því góða starfsfólki sem starfar í húsinu. Ekki eru margir af forgangslistum sem hafa nýtt sér þjónustuna. En líklega fjölgar eitthvað þjónustuþegum frá og með 4. maí. Að öllum líkindum höfum við fengið góðan stað gengil  fyrir Guðnýju Klöru sem mun þá hefja störf í ágúst.
 
5.
Undirbúningur fyrir skólaárið 2020 - 2021
 
Undraland
Lítill tími hefur gefist til að huga að næsta skólaári en ánægjulegt að nefna að umsóknir um störf næsta vetur eru farnar að berast svo við erum bjartsýn á að m önnun verði minna áhyggjuefni en oft áður. Skóladagatal og niður röðun á deildir hefur fengið litla athygli í yfirstandandi ástandi en þar sem leikskólarnir styðjast við dagatal GÍH er vænlegast að bíða eftir að það verði tilbúið.
 
Óskaland
Lítill tími hefur gefist til að hugsa um næsta skólaár og mönnun fagfólks og annars starfsfólks. Lítil sem engin vinna við skóladagatal næsta árs hefur farið fram. Leikskólarnir styðjast við dagatal GÍH og er beðið eftir að það verði tilbúið.
 
Grunnskólinn
Undirbúiningur fyrir næsta skólaár er í fullum gangi, við auglýstum eftir kennurum fyrir síðustu helgi og nú þegar eru komnar nokkrar umsóknir og hingað hafa borist símtöl þar sem fólk spyrst fyrir um störfin. Gert er ráð fyrir því að við verðum vel mönnuð næsta skólaár, eins og fyrri ár.
 
Nemendur skólaárið 2020-2021 verða að öllum líkindum um 390. Gert er ráð fyrir því að skóladagatal næsta skólaárs verði samþykkt í nefndinni á næsta fundi, sem væntanlega verður í júní, að loknum skólaslitum sem eru 3. júní.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?