Fara í efni

Fræðslunefnd

139. fundur 03. júní 2020 kl. 17:00 - 18:35 Breiðamörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Sighvatur Fannar Nathanaelsson
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson
  • Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfus:
  • Ida Lön
  • Hlín Guðnadóttir
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara við GíH
  • Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
  • Anna Erla Valdimarsdóttir leikskólastjóri Undralands
  • Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir Aðstoðarskólastjóri GHÍ

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

1. Fundur settur

2. Skýrslur skólastjóra

Undraland
Leikskólinn opnaði aftur með venjubundum hætti 4.maí sl. og skiluðu börnin sér flest á fyrsta degi opnunar. Undirbúiningur fyrir flutninga elsta árgangs milli skólastiga er í fullum gangi, skilafundir í byrjun maí og elstu börnin fóru í vorskóla GÍH. Útskriftarferð og útskrift 18 barna með hefðbundum hætti í lok maí.
Starfsmannasamtöl eru yfirstandandi og skipulag fyrir næsta skólavetur sömuleiðis. Ljóst er orðið að nokkrar breytingar verða á starfsmannahópnum. Mikill áhugi er meðal ófaglærðra starfsmanna á þeim möguleikum sem standa þeim til boða varðandi menntun.
Sumarlokun verður 2. júlí-4. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Óskaland
Leikskólinn opnaði 4.maí fyrir öll börn eftir Covid19 lokun. Fram að páskum var einugis opið fyrir forgangsbörn. Eftir páska fengu öll börn að koma en í tvískiptum hópum.
Vorönn lokið, útskriftarferð og útskrift sem haldin var í lok maí framkvæmd með breyttu sniði þannig að hópnum var skipt eftir deildum. Starfsmannasamtöl eru yfirstandandi.
Langflest börnin verða í leikskólanum fram að sumarleyfi 2.júlí.
Mikill fjöldi ungbarna byrjar í haust og þarf að gera einhverjar breytingar á fyrirkomulagi yngri deildanna. Ekki þarf að auglýsa eftir nýju fólki í haust þar sem litlar breytingar verða í starfsmannahópnum.
Fram að sumarleyfi verður lögð áhersla á útiveru, náttúruskoðun, gönguferðir og sköpun utandyra. Árleg heimsókn viðbragðsaðila var í vikunni.

Grunnskólinn í Hveragerði
Nú er lokið einhverju óvenjulegasta skólaári í sögu skólahalds á Íslandi. Heimsfaraldur Covid-19 hafði hér eins og víða um heim veruleg áhrif á skólahald. Góðar og í þónokkrum tilfellum miklar framfarir nemenda okkar í Lesfimi. Margt áhugvert og jákvætt í niðurstöðum samræmdra könnunarprófa. Góðar niðurstöður í foreldrakönnun skólapúlsins; foreldrar marktækt yfir landsmeðaltali ánægðir með stjórnun skólans og máltíðir í mötuneyti. Greinilegt að foreldrar eru almennt ánægðir með heimanámsstefnu skólans. Margt áhugavert í niðurstöðum nemendakönnunar m.a. er tíðni eineltis á niðurleið og tíðni hreyfingar meðal nemenda á uppleið. Skóla var slitið miðvikudaginn 3. júní við hátíðlega athöfn í Hveragerðiskirkju, þar með var GíH slitið í 31. sinn. Ráðið hefur verið í auglýstar stöður fyrir næsta skólaár og nokkrar breytingar verða á starfsmannahópnum.

3. Skóladagatal leik- og grunnskóla í Hveragerði 2020-21
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leik- og grunnskóla.

4. Erindi vísað frá bæjarráði.
Ábending frá framkvæmdastjóra hjúkrunar í Ás dvalar- og hjúkrunarheimili um að leikskólar Hveragerðisbæjar fari ekki samtímis í sumarfrí. Fræðslunefnd telur að lokun leikskóla og grunnskóla sé besti kosturinn þ.e. yfir mitt sumar sem skarast þá jafnt inn á fyrra og seinna frí. Þannig væri jafnræðis gætt og báðir foreldrar geta þá átt samverustundir með börnum sínum.

5. Byggðaráðstefnan 2020
Lagt fram til kynningar minnisblað um ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal dagana 13.-14. október 2020. Óskað er eftir tillögum að fyrirlestrum fyrir 8. júní næstkomandi.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?