Fara í efni

Fræðslunefnd

129. fundur 18. september 2018 kl. 17:00 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Hlín Guðnadóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH
  • Gunnar Hlíðdal Gunnarsson fulltrúi kennara við GíH
  • Svava Dóra Svavarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri Óskalands
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH


Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar:

1. Kosning ritara
Sæbjörg Lára Másdóttir var kosin ritari

2. Kynning á erindisbréfi fræðslunefndar
Erindisbréf fyrir fræðslunefnd lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn hefur samþykkt bréfið sem og skólastjórnendur leik- og grunnskóla.

3. Málefni leikskóla í upphafi skólaárs 2018

  •  Óskaland: Opnað var eftir sumarleyfi 23.júlí. Aðlögun nýrra barna hófst 25.júlí. Starf haustannar er að hefjast á öllum deildum. 80 börn í upphafi vetrar. Yngstu nemendur skólans eru 15 mánaða.
  • Undraland: Opnað eftir sumarlokun 13. ágúst. Aðlögun nýrra barna er á loka spretti. 24 börn tekin inn á allar deildar. Samtals 95 börn í upphafi vetrar. Við fækkuðum um 2-4 börn og einn starfsmann á öllum deildum og opnuðum 6. deildina í húsinu fyrir elsta árganginn.

4. Málefni grunnskóla í upphafi skólaárs 2018
Nemendum hefur fjölgað um 4,5% á milli ára. Eru núna 371. Starfsmenn eru ríflega 70 í mismunandi stöðugildum. Mánudaga og föstudaga hefst kennsla klukkan 8:30. Á síðasta skólaári jukum við námsráðgjöf um 50% sem var góð ráðstöfun. Nýjar stöður deildarstjóra koma mjög vel út og hefur stuðningur við starfsfólk og nemendur greinilega nýst vel.

5. Skóladagatal veturinn 2018-2019
Á næstu vikum verður send út könnun til foreldra og alls starfsfólks leikskólanna um fyrirkomulag sameiginlegrar lokunnar sumarið 2019.

6. Samræmd könnunarpróf skólaárið 2018-2019
Fyrirlögn samræmda prófa er með sama hætti og verið hefur.

7. Foreldrafélög leik- og grunnskóla og skólaráð skólaárið 2018-2019
Búið er að kjósa nýja stjórn foreldrafélags grunnskólans. Aðalfundur foreldrafélags leikskólabarna er 26.september.
Skólaráð hefur fjallað um starfsáætlun skólans þetta skólaár.

8. Tilmæli frá Persónuvernd vegna samfélagsmiðla.
Rætt um hvernig skólarnir nálgast tilmæli Persónuverndar vegna samfélagsmiðla.

9. Önnur mál
Leikskólastjóri Óskalands vill koma á framfæri þakklæti fyrir samþykki á verulegum úrbótum á leikskólalóðinni.

Fundargerð samþykkt samhljóða og fundi slitið.

 

Getum við bætt efni síðunnar?