Fara í efni

Fræðslunefnd

134. fundur 02. september 2019 kl. 17:00 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
 • Alda Pálsdóttir
 • Smári Björn Stefánsson
 • Sighvatur Fannar Nathanaelsson
 • Sæbjörg Lára Másdóttir
 • Friðrik Örn Emilsson
 • Hlín Guðnadóttir fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
 • Ida Lön fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
 • Sævar Þór Helgason
 • Elísabet Hermundardóttir
 • Svava Dóra Svavarsdóttir
 • Gunnvör Kolbeinsdóttir
 • Anna Erla Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GÍH

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Hún óskaði eftir því að gera breytingar á dagskrárlið 2.

Eftirfarandi fært til bókar:

Dagskrá:

 1. Skólabyrjun

Grunnskólinn

Nemendum hefur fjölgað um 2,5% á milli ára, eru núna 380. Starfsmenn eru ríflega 70 í mismunandi stöðugildum. Stöður deildarstjóra sem teknar voru upp á síðasta skólaári koma vel út og hefur stuðningur við starfsfólk og nemendur greinilega nýst vel. Teymiskennsla og teymisvinnubrögð eru að ryðja sér rúms í skólanum og margt spennandi að gerast með þeim vinnubrögðum. Árgangagöngur verða á morgun og má því segja að haustið sé farið af stað með öllum þeim hefðum og venjum sem skólastarfið býður upp á.

Nú liggur fyrir að fjórir sóttu um stöðu forstöðumanns Bungubrekku og verður ráðið í stöðuna á næstu dögum.

Óskaland

 • Opnað var eftir sumarleyfið 12.ágúst með starfsmannafundi milli kl.8.00 -10.00. Börnin komu kl. 10.00.
 • Aðlögun nýrra barna hófst þann 15.ágúst.
 • Í elsta hóp börn fædd 2014 eru 23 börn, næsti hópur börn fædd 2015 eru 19 börn. Börn fædd 2016 eru 17, börn fædd 2017 eru 8 og börn fædd 2018 eru nún 8 en fjölgar um áramót.
 • Þó nokkrar breytingar eru í starfsmannahópnum og er verið að þjálfa nýtt starfsfólk.
 • Einn starfsmaður hóf undirbúningsnám í HÍ fyrir leikskólakennaranám. Ein lýkur mastersnámi í leikskólakennarafræðum vorið 2020. Hún er í leyfi frá Hveragerðisbæ og stundar starfsnámið í Kópavogi.
 • Starfsdagur verður mánudaginn 9.september. Þá verður starfið fyrir veturinn skipulagt og unnin úrbótaáætlun úr foreldramati s.l. vor. Einnig verður haldinn sameiginlegur fyrirlestur fyrir báða leikskólana.
 • Ráðin hefur verið auka afleysing vegna langvarandi veikinda starfsmanna fram að áramótum.

Undraland

Opnuðum eftir sumarlokun 12. ágúst og byrjuðum á starfsmannafundi 8-10.

Mönnun er nokkuð fín fyrir haustið. 6 starfsmenn komu/-a í sumar/haust, 4 nýjir og tveir úr fæðingarorlofi..

Aðlögun nýrra barna er á loka spretti. Tökum inn 19 börn sem fara inn á allar deildar og erum þá með á lista 96 börn í upphafi vetrar. Við náðum að bjóða öllum börnum fæddum 2018 pláss í leikskóla nú í haust.

Aldurrshreinar deildar í eldri álmu fyrir þrjá elstu árganga leikskólans.

 1. september verður starfsdagur í leikskólanum. Auk funda verðum við með fræðslu fyrir starfsfólk. Kristín Einarsdóttir frá LAL kemur með árlega hausthvatningu til okkar og Jón frá Kvan verður með fyrirlestur um liðsheild.

Hópastarf hefst á fullum krafti að aðlögunum loknum en það verður með sama sniði og síðastliðið ár.

 1. Skólasel
 2. Önnur mál

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?