Fara í efni

Fræðslunefnd

137. fundur 27. janúar 2020 kl. 17:00 - 18:15 Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Alda Pálsdóttir
  • Smári Björn Stefánsson
  • Ninna Sif Svavarsdóttir
  • Sæbjörg Lára Másdóttir
  • Friðrik Örn Emilsson
  • Ida Lön fulltrúi sveitarfélagsins Ölfus
Starfsmenn
  • Sævar Þór Helgason skólastjóri GíH Elísabet Hermundardóttir fulltrúi kennara við GíH
Fundargerð ritaði: Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri GíH

Alda formaður nefndarinnar setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Eftirfarandi fært til bókar: 

Dagskrá:

  1. Fundur settur
  2. Skýrslur skólastjórnenda

Óskaland

Jólahald var með hefðbundnum hætti og gekk vel í alla staði. Starfið komið í gang á nýju ári og búið að sameina aldurshópa og færa börn á milli deilda á yngri deildum. Ný börn byrjuð í aðlögun. Auglýst var eftir starfsmanni vegna viðbótarstöðugildis sérkennslustjóra. Bárust átta umsóknir, þar af þrjár frá karlmönnum. Á bóndadaginn var feðrum, öfum og langöfum boðið í síðdegiskaffi. Mæting var afar góð og allir glaðir og kátir með kaffiboðið.

Undraland

Jólahald og undirbúningur jóla var að mestu með hefðbundnu sniði. Erum að fjölga börnum í janúar og byrjuð að taka inn 2019 árganginn.
Í starfsmannahópi eru alltaf einhverjar breytingar. Ráðið hefur verið í lausar stöður fyrir utan eina sem er í vinnslu. 4 starfsmenn hafa verið í langtímaveikindaleyfum. Iðjuþjálfi tók til starfa í 50% starfshlutfalli við leikskólana frá og með 1. janúar. Hlutverk iðjuþjálfa er að koma auga á vanda sem vinna þarf með, þjálfun barna og ráðgjöf til starfsmanna og foreldra. Staðan skiptist milli leikskólanna en ekki er orðið ljóst hvernig fyrirkomulagið verður, hvort það skiptis jafnt, hlutfallslega miðað við stærð skóla eða eftir þörf hvors nemendahóps hverju sinni.

Grunnskólinn

Frá síðasta fundi hefur verið Góðgerðarþema þar sem styrktarfélag hjartveikra barna fékk veglegan styrk. Skólinn hefur tekið í notkun nýja heimasíðu og státar af nýju merki.

3.       Erindi frá bæjarráði

Bréf frá Félagi lesblindra frá 11. desember 2019. - 1912033 Í bréfinu óskar félag lesblindra á Íslandi eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. Mikilvægi þess að öllum börnum séu veitt góð skilyrði til náms og stuðningur við hæfi er óumdeilt. Bæjarráð telur að skólar bæjarfélagsins séu að veita framúrskarandi þjónustu á þessu sviði en einnig er verið að efla snemmtæka íhlutun með fjölgun sérfræðinga í skólunum. Til að hægt sé að glöggva sig á þeirri þjónustu sem veitt er og meta hvort að betur þurfi að gera óskar bæjarráð eftir að fræðslunefnd fjalli um málefni barna með sértæka námsörðuleika og kalli eftir upplýsingum um það með hvaða hætti leik- og grunnskólar í bæjarfélaginu vinna að þeim málum og hvar hægt væri að gera enn betur. Formaður fræðslunefndar kynni niðurstöðuna fyrir bæjarráði á nýju ári.

Í Hveragerði eru starfræktir tveir leikskólar, Óskaland og Undraland með tæplega 200 börnum, skólastjórnendum, leikskólakennurum, iðjuþálfa, leiðbeinendum og matráðum. Nú í upphafi árs er búið að taka inn öll janúarbörn úr 2019 árgangi. Svigrúm er til að taka inn börn í elsta árgang ef þörf er á. Nú er ekkert barn á biðlista.

Samstarf milli leik- og grunnskóla er í föstum skorðum og gengur mjög vel. Haldnir eru reglulegir fundir um samstarf og á vorin eru skilafundir vegna barna sem flytjast milli skólastiga. Einnig eru samskipti við Skólaþjónustu Árnesþings mjög góð og sömuleiðis aðgengi að ráðgjöf .

Nemendur grunnskólans eru 383 og hluti þeirra nýtur sér- og stuðningskennslu. Samstarf við Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er með ágætum. Kostnaður við sér- og stuðningskennslu er um 24% af heildarlaunakostnaði við rekstur grunnskólans. Niðurstöður Lesferils gefa vísbendingar um framfarir í lestri og fjölgar fluglæsum nemendum. Nemendur 1.-3. bekkja sem nýta sér Skólasel eru ríflega 80. Samstarf við íþróttafélagið Hamar og deildir þess er mjög gott.

 Fundi slitið 

Getum við bætt efni síðunnar?