Fasteignafélag Hveragerðis ehf
Dagskrá
Njörður Sigurðsson formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2024
2508051
Formaður stjórnar Njörður Sigurðsson kynnti skýrslu stjórnar.
Á árinu 2024 voru haldnir þrír stjórnarfundir ásamt aðalfundi.
Í byrjun árs var gengið frá samkomulagi um uppgjöri á bótum við Sjóvá vegna falls Hamarshallarinnar, loftborins íþróttahúss úr tjalddúk, sem fauk í vindi í byrjun árs 2022 og eyðilagðist.
Ákveðið var í lok árs að framkvæmdir við gervigrasvöll á Vorsabæjarvöllum og viðbygging við íþróttahús við Skólamörk yrði eignfært á Fasteignafélag Hveragerðis.
Framkvæmdir við gervigrasið hófust á árinu 2024 og hönnun íþróttahússins fór af stað á árinu.
Í byrjun árs var gengið frá samkomulagi um uppgjöri á bótum við Sjóvá vegna falls Hamarshallarinnar, loftborins íþróttahúss úr tjalddúk, sem fauk í vindi í byrjun árs 2022 og eyðilagðist.
Ákveðið var í lok árs að framkvæmdir við gervigrasvöll á Vorsabæjarvöllum og viðbygging við íþróttahús við Skólamörk yrði eignfært á Fasteignafélag Hveragerðis.
Framkvæmdir við gervigrasið hófust á árinu 2024 og hönnun íþróttahússins fór af stað á árinu.
2.Ársreikningur Fasteignafélags Hveragerðis 2024
2508101
Lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2024.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.
3.Kosning í stjórn og kosning endurskoðanda
2508102
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Njörður Sigurðsson, formaður, Halldór Benjamín Hreinsson og Alda Pálsdóttir.
Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Endurskoðandi verði KPMG endurskoðun.
Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Endurskoðandi verði KPMG endurskoðun.
4.Ákvörðun um hvernig skal farið með tap félagsins
2508103
Stjórn samþykkir að tap ársins verði flutt til næsta árs.
5.Greiðslur til stjórnar
2508104
Stjórn samþykkir að greiðslur til stjórnarmanna verði þær sömu og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ.
6.Staða framkvæmda hjá Fasteignafélagi Hveragerðis
2508111
Rætt um stöðu framkvæmda við gervigrasvöll og íþróttahús.
Stjórn samþykkir að fulltrúar í byggingarnefnd um nýtt íþróttahús fái greidd laun sem fulltrúar í ráði.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:47.
Getum við bætt efni síðunnar?