Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

12. september 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Geir Sveinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Njörður Sigurðsson formaður stjórnar, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2021

2208249

Aðalfundur félagsins haldinn þann 12. september 2022. Nýr formaður kynnti það sem helst var framkvæmt á árinu. Hefðbundið viðhald var á Hamarshöll en árlega þarf að yfirfara allan vélbúnað, endurnýja reimar og annað slíkt svo búnaður sé ávallt í góðu lagi.

Á árinu 2021 var lokið við smíði húss utan um blásarabúnað hússins. Flutningurinn á blásarabúnaðinum var gerður í fullu samráði við Duol. Í framhaldinu var óskað eftir að fá aðila frá Duol til að yfirfara húsið fyrir veturinn og í september kom aðili þaðan og tók húsið út. Hann taldi húsið vera óvanalega vel við haldið. Að öðru leyti var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á árinu.

2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2021

2208250

Ársreikningur ársins 2021 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.

3.Kosningar í stjórn og kosning endurskoðenda

2208251

Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Njörður Sigurðsson, formaður, Halldór Benjamínsson og Alda Pálsdóttir. Varamenn voru kosnir Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson. Endurskoðandi verði Deloitte ehf.

4.Ákvörðun um hvernig skuli farið með tap félagsins

2208252

Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.

5.Greiðslur til stjórnar

2208253

Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.

6.Samþykktir félagsins til kynningar

2208254

Samþykktir félagsins lagðar fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?