Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

19. fundur 14. janúar 2016 kl. 19:45 - 20:20 Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir Framkvæmdastjóri

Dagskrá 

1.  1601021 - Gervigras í Hamarshöll.

Lögð fram verkfundargerð frá fundi sem haldinn var 8. janúar 2016 með fulltrúum frá Verkís vegna meintra galla í Hamarshöll. Í fundargerðinni er fjallað um los í gervigrasinu og þá vinnu sem farið hefur fram með sérfræðingum til að finna lausn á því. Jafnframt lögð fram greinagerð framleiðanda grassins um málið. 

Stjórn Fasteignafélagsins samþykkir að haft verði samband við framleiðanda gervigrassins og honum gefinn kostur á því að svara þeim athugasemdum sem fram hafa komið við úttekt hans. Neiti þeir áfram ábyrgð verði óskað eftir úttekt óháðra aðila á grasinu. 

Fleira ekki gert og fundið slitið. kl.20:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?