Fara í efni

Fasteignafélag Hveragerðis ehf

23. fundur 02. apríl 2019 kl. 08:15 - 08:40 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir Framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skýrsla stjórnar fyrir árið 2018

1903062

Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar fór yfir starfsemina árið 2018.
Viðhald og eftirlit var með eðlilegum hætti árið 2018 og í samræmi við áætlanir og leiðbeiningar framleiðanda þar um. En árið var ekki tíðindaluast. Rafmagn fór af Hamarshöll þann 13. febrúar vegna bilunar í stjórnbúnaði Hamarshallar, miklu skipti að veður var gott þegar þetta gerðist. Minnisblað vegna málsins var lagt fram á síðasta fundi stjórnar Fasteignafélags Hveragerðisbæjar. Ástæða bilunar reyndist vera að snjór komst inn á stjórnbúnað blásara sem varð þess valdandi að straumur fór af aðalblásurum og varablásurum. Tókst með snarræði að bjarga því að ekki fór verr. Í kjölfarið kom Ivan Duric, sérfræðingur frá Duol, til landsins í apríl og yfirfór hann allan tæknibúnað og húsið í heild sinni. Skilaði hann skýrslu þar sem kom fram að viðhald og umhirða hússins væri með miklum ágætum. Duol mælti með ákveðnum aðgerðum og m.a. að vélbúnaður verði settur í hús og munu þeir gera tillögur að flutningi vélbúnaðar. Þann 7. ágúst fór rafmagn af Hveragerðisbæ í heild sinni vegna bilunar í spennuvirki RARIK. Stóð rafmagnsleysið í 7 klukkustundir. Vararafstöðin fór ekki í gang og varð að tengja færanlegu vararafstöðina við húsið til að halda því uppi. Seig húsið töluvert áður en tókst að tengja rafstöðina. Sluppum við þar aftur með skrekkinn en nokkuð tjón varð vegna þessa sérstaklega á ljóskösturum sem bognuðu undan húsinu þegar það seig niður. Mun tryggingafélag RARIK bæta það tjón sem þá varð. Rekstur hússins var annars með eðlilegum hætti á árinu og gengur vel. Stærstu viðburðir ársins voru Kjöris mót yngri flokka knattspyrnudeildar og Spartan race hindrunarhlaupið sem saman löðuðu að þúsundir gesta.

2.Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018.

1903063

Ársreikningur ársins 2018 lagður fram.
Stjórn samþykkir ársreikninginn og undirritar hann.

3.Kosning í stjórn og kosning endurskoðenda.

1903064

Í stjórn voru kosnir eftirfarandi: Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, Eyþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson. Endurskoðendi verði Deloitte ehf.

4.Ákvörðun um hvernig skuli farið með tap félagsins.

1903065

Stjórn leggur til að tap ársins verði flutt til næsta árs.

5.Greiðslur til stjórnar.

1903066

Stjórn samþykkir óbreytta þóknun til stjórnarmanna sem er sú sama og greitt er fyrir nefndasetu hjá Hveragerðisbæ. Bæjarstjóri situr án þóknunar í stjórninni.

6.Áætlun ársins 2019.

1903067

Lögð fram áætlun fyrir árið 2019.
Stjórn samþykkir áætlunina.

7.Framkvæmdir ársins 2019.

1903068

Í áætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir byggingu húss fyrir vélbúnað Hamarshallar.
Stjórn samþykkir að leita til Duol varðandi tækniráðgjöf vegna flutnings á búnaði og einnig að fela byggingafulltrúa að leita hagstæðustu leiða við byggingu hússins. Gera þarf ráð fyrir að húsið geti einnig hýst færanlegu vararafstöðina og einhvern lausan búnað.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Getum við bætt efni síðunnar?