Fara í efni

Bæjarráð

706. fundur 01. nóvember 2018 kl. 08:00 - 16:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25.október 2018.

1810061

Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25.október 2018.

1810062

Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 29.október 2018.

1810063

Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Minnisblað frá bæjarstjóra: Villikettir ehf.

1810060

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 25. október vegna samnings við félagið Villiketti ehf.
Bæjarráð samþykkir að félagið fái afnot af íbúðarhúsnæðinu Hveramörk 7 í vetur gegn því að það skili húsinu vel af sér í vor þegar bæjarfélagið þarf á því að halda.

5.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa: Skólpstöðin í Hveragerði.

1810065

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 17. oktober vegna skólphreinsistöðvarinnar. Jafnframt lagður fram ráðgjafasamningur við Iðnver ehf vegna ráðgjafar um endurbætur og stækkun á skolphreinsistöð bæjarins.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Kostnað vegna væntra framkvæmda vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa: Skjáir fyrir Sundlaugina Laugaskarði.

1810057

Lagt fram minnisblað frá Menningar- og frístundafulltrúa frá 29. október vegna skjáa fyrir eftirlitsmyndavélar og upplýsingar í sundlauginni Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að keyptir verði 2 skjáir fyrir eftirlitsmyndavélar og einn stærri í anddyri sem nýttur verði til upplýsingargjafar fyrir gesti sundlaugarinnar. Leitað verði hagstæðustu tilboða í skjáina en kostnaður fellur á fjárfestingu við endurbætur sundlaugarhússins.

7.Drög að rekstraráætlun 2019.

1810059

Lögð fram drög af rekstraráætlun ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

8.Verkfundagerð frá 22.október 2018 - Gatnagerð Vorsbær.

1810047

Fundargerðin samþykkt.

9.Fundargerð stjórnar SASS frá 17.október 2018.

1810066

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Stofnana heimsóknir.

1810064

Fulltrúar í bæjarráði auk bæjarstjóra og skrifstofustjóra heimsóttu stofnanir bæjarins.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?