Fara í efni

Bæjarráð

704. fundur 04. október 2018 kl. 08:00 - 09:19 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26.september 2018.

1810002

Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafastofu innflytjenda, 19. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28.september 2018.

1810001

Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál.
Lagt fram tilkynningar en forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings mun senda inn umsögn um málið.

3.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 20.september 2018.

1810016

Í bréfinu er boðað á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

4.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 19.september 2018.

1809046

Í bréfinu er kynnt áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólanum fjárhagsárið 2018.
Lagt fram til kynningar en framlagið er nokkuð hærra en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

5.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 21.september 2018.

1810013

Í bréfinu er tekið saman yfirlit yfir lögmæt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Bæjarráð þakkar sérlega fróðlegt og ítarlegt yfirlit sem lagt er fram til kynningar.

6.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 25.september 2018.

1810015

Í bréfinu er óskað eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til mögulegrar friðlýsingar Reykjadals. Jafnframt er óskað eftir því að bæjarstjórn tilnefni aðila í samráðshóp um friðlýsingu svæðisins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en ljóst er að umferð um Reykjadal hefur aukist gríðarlega með tilheyrandi álagi á umhverfið. Mikilvægt er að friðlýsing verði unnin í góðu samstarfi við landeiganda, sveitarfélögin Hveragerði og Ölfus og aðra hagaðila og að hagsmunir náttúrunnar og þeirra sem hennar vilja njóta verði hafðir í öndvegi.
Bæjarráð felur Eyþóri H. Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar að sitja í samráðshópi er undirbúi mögulega friðlýsingu.

7.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 19.október 2018.

1810023

Í bréfinu er kynnt dagskrá aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem haldin verður á Hótel Örk, Hveragerði 19. október 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá leikskólastjóra Leikskólans Óskalands ódagsett.

1810003

Í bréfinu er kynnt tvíhliða norræn samvinna milli leikskólastjóra, skólaþróunar í Svíþjóð og norrænna leikskóla.
Bæjarráð telur að frumkvæði leikskólastjóra leikskólans Óskalands í þessu máli sé ánægjulegt og án efa getur samstarf eins og hér er kynnt orðið leikskólum bæjarins til góðs. Bæjarráð hvetur leikskólastjóra til að kynna framvindu málsins fyrir ráðinu þegar samvinnan hefur þróast enn frekar.

9.Bréf frá Heilsustofnun HNLFÍ frá 20.september 2018.

1810008

Í bréfinu óskar Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði eftir að fá framlengdan leigusamning fyrir suðurpart lands HNLFÍ og eins að fá formlega staðfestingu á því að Hveragerðisbær væri tilbúið að veita HNLFÍ landið sem tjaldsvæðið er nú á, ef þess þarf.
Bæjarráð samþykkir að samningur um afnotarétt og forgang HNLFÍ af suðurparti lands í næsta nágrenni við HNLFÍ verði framlengdur til 1. janúar 2027. Þegar byggingar á vegum HNLFÍ hafa risíð á umræddu landi verða gerðir hefðbundnir lóðarleigusamningar í takt við það sem almennt gerist í bæjarfélaginu á þeim tíma. Öll svæði á umræddum reit sem ekki hefur verið byggt á fyrir 1. janúar 2027 munu falla til bæjarins á þeim tímapunkti án frekari viðvörunar nema um annað semjist. Það sama gildir um opin græn svæði, leikvelli, götur, gangstíga og annað sem fallið getur undir almannaeign.

Hvað varðar möguleg afnot HNLFÍ af landi þar sem nú er tjaldsvæði Hveragerðisbæjar lýsir bæjarráð yfir eftirfarandi: Engin áform eru í gildandi aðalskipulagi um breytingu frá þeirri notkun sem nú er á tjaldsvæðisreitnum og aðliggjandi túni. Hveragerðisbær lýsir því þó yfir að Hveragerðisbær sé tilbúinn til viðræðna um afnot HNLFÍ af lóðinni allri eða hluta hennar að því tilskyldu að fram komi raunhæf áform sem falla að framtíðarhugmyndum bæjaryfirvalda um nýtingu lóðarinnar og sem tengjast og/eða styrkt geta aðra uppbyggingu HNLFÍ í Hveragerði. Bæjarráð samþykkir að ekki verður rætt við aðra aðila um mögulega nýtingu lóðarinnar á meðan að rekstraraðilar HNLFÍ vinna að uppbyggingaráformum sínum. Þessi yfirlýsing bæjarráðs gildir til 1. janúar 2021 enda ætti slíkur tímafrestur að gefa HNLFÍ nægan tíma til að meta hvort að lóðin sé nauðsynleg vegna framtíðaruppbyggingar stofnunarinnar.

10.Boð á málþing - Umferðaröryggi - okkar mál.

1810004

Í bréfinu boðar Ungmennaráð Grindavíkur til málþings fyrir ungt fólk á Suðurlandi og Suðurnesjum um umferðaröryggi og ungt fólk daganna 8. og 9. nóvember 2018 í Grindarvík.
Lagt fram til kynningar. Menningar - og frístundafulltrúa falið að kynna málið fyrir ungmennaráði og hvetja til þátttöku á málþinginu.

11.Bréf frá Ungmennafélagi Íslands frá 21.september 2018.

1810005

Í bréfinu óskar stjórn UMFÍ eftir umsóknum frá sveitarfélögum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmót UMFÍ 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Bréf frá hestamannafélaginu Ljúf frá 28.september 2018.

1810006

Í bréfinu óskar hestamannafélagið Ljúfur eftir styrk til reiðvegagerðar nýs reiðvegar með suðurlandsvegi sunnan Hveragerðis frá kömbum að Þorlákshafnarvegi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja reiðvegagerð Hestamannafélagsins Ljúfs um 1 mkr á árinu 2018. Beiðni um framlög til reiðvegagerðar árið 2019 og til framtíðar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2019 og þriggja ára áætlunar. Kostnaður við verkið árið 2018 fellur undir fjárfestingu og rúmast innan fjárveitinga ársins.

13.Bréf frá Félagsráðgjafafélagi Íslands frá 7.september 2018.

1810009

Í bréfinu er rætt um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 sem tekur gildi þann 1. október 2018.
Lagt fram til kynningar.

14.Bréf frá stjórn Sambands garðyrkjubænda frá 28.september 2018.

1810010

Í bréfinu er áskorun frá stjórn Sambands garðyrkjubænda vegna fyrirhugaðra sameiningu skrifstofu matvæla og landbúnaðar við skrifstofu alþjóðamála undir stjórn skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofunnar.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun vegna málsins:

Landbúnaður á Íslandi og þar með garðyrkja á undir högg að sækja og líklega aldrei verið meiri þörf en einmitt í dag á sterkri og vel mannaðri skrifstofu landbúnaðarmála sem til að mynda heldur utan um vinnu við að móta landbúnaðarstefnu stjórnvalda og greinir helstu vaxtarbrodda landbúnaðarins til framtíðar

Bæjarráð tekur undir það sjónarmið sem fram kemur i bréfi Sambands garðyrkjubænda að nauðsynlegt sé að styrkja þekkingu og þá stjórnsýslulegu umgjörð sem landbúnaði er búin í Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og þarf sú vinna að hefjast án tafar.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) hefur af ýmsum ástæðum ekki haft næga burði til að sinna næginlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum í landbúnaði og þar með garðyrkju og er það miður. Á meðan landbúnaðurinn þiggur háar fjárhæðir til starfsemi sinnar frá ríkinu er augljóst að stefnumótun og stefnumörkun í greininni þarf að fara fram innan ráðuneytisins, í náinni samvinnu við alla hagaðila.

15.Bréf frá Gallup frá 26.september 2018.

1810011

Í bréfinu er Hveragerðisbæ boðið að taka þátt í rannsókn Gallup um ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í könnun Gallup fyrir árið 2018.

16.Bréf frá listamönnum v.Egilstaða gamla barnaskólahússins.

1810014

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að farið verði í nauðsynlegt viðhald á húsinu til að bæta ytra útlit hússins og aðkomu þess.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingafulltrúa að framkvæma lágmarks viðhald á húsinu en ekki verður ráðist í stærri verkefni að svo stöddu sem rætt er um í erindinu. Rétt er að benda á að Myndlistarfélag Árnessýslu og Handverk og hugvit undir Hamri hafa húsið til endurgjaldslausra afnota á meðan því er ekki fundið annað hlutverk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun hússins.

17.Bréf frá Rakel Magnúsdóttur frá 20.september 2018.

1810007

Í bréfinu óskar bréfritari, sem er grunnskólakennari, eftir námsstyrk og/eða lágmarks launaskerðingu vegna náms er hún er í.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en felur bæjarstjóra að kanna hversu margir starfsmenn bæjarins hafa sótt nám meðfram vinnu á undanförnum árum og þá einnig hvaða nám starfsmenn hafa lagt stund á. Að því loknu er hægara að meta hvert umfang styrkja til náms gæti orðið hjá bæjarfélaginu yrði ákveðið að bregðast við óskum þar um.

18.Lóðarumsóknir - Frumskógar 18.

1810021

Fyrir fundinum liggja 10 umsóknir um lóðina Frumskógar 18. Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrátt um lóðina.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Norbygg ehf lóðinni Frumskóga 18 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir. Til vara Svört föt ehf og SG Eignir ehf.

19.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Lyfta í Laugaskarði.

1810024

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 2. október þar sem rætt er um uppsetningu lyftu í sundlaugarhúsi Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að ráðast nú þegar í kaup á lyftunni með það fyrir augum að hún verði komin upp á þessu ári. Fjármögnun rúmast innan þegar samþykktra heimilda til fjárfestingar. Með þessari ákvörðun er ljóst að endanlegum verklokum mun seinka en þrátt fyrir það ætti að vera hægt að opna líkamsræktina og afgreiðslu áður en lyftan er sett upp.

20.Uppsagnarbréf - Elín Esther Magnúsdóttir.

1810012

Í bréfinu segir Elín Esther Magnúsdóttir, forstöðumaður Skólasels og Skjálftaskjóls lausu starfi sínu.
Bæjarráð þakkar Elíu Esther sérlega góð störf og gott samstarf og óskar henni velfarnaðar við ný verkefni. Skólastjóri Grunnskólans og menningar- og frístundafulltrúi munu halda utan um ráðningarferli nýs forstöðumanns í samræmi við reglur bæjarins þar um.

21.Verkfundargerð frá 19.september - Sundlaugin Laugaskarði endurbætur.

1810017

Fundargerðin samþykkt.

22.Fundargerð SASS frá 18.september 2018.

1810018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 24.september 2018.

1810019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 25.september 2018.

1810020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 26.september 2018.

1810022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Getum við bætt efni síðunnar?