Fara í efni

Bæjarráð

700. fundur 19. júlí 2018 kl. 08:00 - 10:07 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 16.júlí 2018.

1807011

Í bréfinu er rætt um útlit og staðsetningu á auglýsingum meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 17.júlí 2018.

1807010

Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar M.Gott um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III að Frumskógum 3.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstrarleyfið.

3.Bréf frá Ungmennaráði Suðurlands frá 12.júlí 2018.

1807008

Í bréfinu er óskað eftir tilnefningu á einum aðalmanni og einum varamanni frá Hveragerðisbæ í Ungmennaráð Suðurlands.
Bæjarráð samþykkir að Davíð Ernir Kolbeins verði aðalmaður og Gígja Marín Þorsteinsdóttir verði varamaður í Ungmennaráði Suðurlands.

4.Bréf frá Braga Árdal Björnssyni og Pétri Reynissyni ódagsett.

1807012

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að nýtingarhlutfall lóðanna við Þórsmörk 12-14 verði 0,3 í stað 0,4 og að gatnagerðargjöld
verði endurreiknuð miðað við nýtt nýtingarhlutfall.
Bæjarráð samþykkir að nýtingarhlutfall umræddra lóða verði 0,36 enda er þá komið til móts við það að nýtingarhlutfall þessarar lóðar er of hátt miðað við stærð og mögulegan byggingarreit.

5.Minnisblað frá bæjarstjóra: viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði.

1807001

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 9. júlí 2018 vegna viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að þegar verði hafist handa við hönnun viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði. Dr. Maggi Jónsson, arkitekt og aðalhönnuður viðbygginga við Grunnskólann í Hveragerði, verði fenginn til verksins. Ennfremur er lagt til að á hönnunarstigi hafi arkitekt samráð við starfshóp sem eftirtaldir skipa: bæjarstjóri, byggingafulltrúi, skólastjóri, fulltrúi kennara og formaður fræðslunefndar.

Gert er ráð fyrir að ný viðbygging rísi við suðurenda nýja anddyrisins. Við hönnunina verði tekið mið af því að stofurnar sem þar verða til geti nýst sem mynd- og handmenntastofur þegar fram líða stundir og aðrar viðbyggingar við skólann verða að veruleika eins og gert hefur verið ráð fyrir. Í viðbyggingunni verði reynt að koma fyrir eins mörgum kennslustofum og hægt er og að góð skilyrði til kennslu verði höfð í fyrirrúmi.

Tillagan samþykkt samhljóða.

6.Úttekt á gróðurhúsum Hveragerðisbæjar.

1807013

Lögð fram vinnuáætlun og kostnaðaráætlun frá Landformi ehf vegna húsakönnunar v/ varðveislugildis gróðurhúsa í Hveragerði.
Áætlaður kostnaður er um 2,0 millj. kr. án vsk.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að tilboði Landforms ehf verði tekið. Varðandi framkvæmdina þá hefur Pétur Ármannsson hjá Minjastofnun boðist til að aðstoða bæjarfélagið við að skilgreina umfang verksins en nauðsynlegt er að setja ákveðinn ramma um umfang vinnunnar til að hún verði ekki meiri en þörf krefur. Því leggur meirihluti bæjarráðs til að Pétur komi að skilgreiningu verksins áður en Landform ehf hefst handa. Ennfremur er lagt til að niðurstaða skýrslunnar verði ekki bindandi fyrir bæjarstjórn en gefi aftur á móti bæjarfulltrúum traustan grunn til að undirbyggja ákvarðanir sem teknar verða í framtíðinni.

Fulltrúi O-listans lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Undirritaður fagnar því að loksins skuli vera komið að því að gera varðveislumat á gróðurhúsum í Hveragerði sem undirritaður hefur barist fyrir síðastliðin þrjú ár, lengst af við andstöðu Sjálfstæðismanna. Mikilvægt er að vönduð og gagnsæ stjórnsýsla sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem teknar eru af bæjaryfirvöldum. Í því fellst m.a. að þegar taka á ákvörðun um fjárútlát að leitað sé tilboða frá fleiri en einum aðila og ákvörðun síðan tekin út frá gæðum tilboðanna og því verði sem boðið er í verkið hverju sinni. Þannig er tekin besta ákvörðunin hverju sinni og fjármunum bæjarins best varið. Því leggur undirritaður til að í stað þess að eingöngu sé leitað til eins aðila að taka að sér verkefnið að bæjarstjóra verði falið að vinna tilboðsgögn og síðan leita tilboða hjá fleiri en einum aðila í verkið. Í framhaldinu taki bæjarráð afstöðu á grundvelli tilboðsgagna og þeirra tilboða sem berast. Þá verður fyrst hægt að meta hvort að tilboð Landforms verði það besta út frá gæðum og verði.

Njörður Sigurðsson

Breytingartillaga O-listans borin upp og felld með tveimur atkvæðum meirihlutans, fulltrúi O-listans með.

Kl. 08:36 var gert fundarhlé.
Kl. 08:53 hélt fundur áfram.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Eftir vandlega íhugun telur meirihluti D-listans Odd Hermannsson hjá Landform ehf hæfastann til að framkvæma varðveislumat gróðurhúsa hér í Hveragerði. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á skipulagi bæjarfélagsins enda nýbúinn að ljúka gerð aðalskipulags í annað sinn fyrir Hveragerðisbæ. Hann hefur einnig komið að deiliskipulagsgerð víða í sveitarfélaginu. Auk þess hefur hann þekkingu á garðyrkju enda kenndi hann um tíma við Garðyrkjuskólann að Reykjum. Hann hefur því þekkingu á garðyrkju og skipulagi sem við teljum nauðsynlega við verk sem þetta. Meirihluti D-listans leggur auk þess til að Oddur hafi samráð við garðyrkjubændur, ráðunaut þeirra og samtök við verkið.
Auk þessa er rétt að geta þess að við teljum tilboð Landsforms ehf afar hagstætt í verk af þessum toga.

Friðrik Sigurbjörnsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Tillaga meirihlutans borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans, fulltrúi O-listans situr hjá.

7.Lóðarumsókn Vorsabær 9.

1807002

Lögð fram umsókn um lóðina Vorsabær 9 frá Veitum ohf kt. 501213-1870.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Veitum ohf lóðinni Vorsabæ 9 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir með fyrirvara um að þeir skili inn þeim gögnum sem óskað er eftir í reglunum.

8.Ráðning persónuverndarfulltrúa Hveragerðisbæjar.

1807014

Alþingi samþykkti þann 12. júní s.l. ný lög um persónuvernd sem tóku gildi 15. júlí s.l.
Lögfræðingar frá fyrirtækinu Dattacalabs hafa unnið með starfsmönnum Hveragerðisbæjar að greiningu og innleiðingu verkferla vegna nýju löggjafarinnar. Í samræmi við ákvæði hinna nýju laga þá verður Hveragerðisbær að hafa persónuverndarfulltrúa sem sinnir ýmsum verkefnum á sviði persónuverndar svo sem fræðslu starfsmanna, ráðgjöf og lögfræðiþjónstu við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við reglugerð ESB 2016/679 og lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Leitað hefur verið tilboða í þjónustu persónuverndarfulltrúa hjá fjórum aðilum, Dattacalabs, Deloitte, Lex og Pacta.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Dattacalabs ehf og felur bæjarstjóra að gera samning á þeim grunni sem um var rætt á fundinum eða til 6 mánaða með möguleika á framlengingu til hálfs árs.

9.Verkfundargerð "Fráveita Breiðamörk - Hveramörk og Bláskógar -Frumskógar 2018" frá 17. júlí 2018.

1807015

Á fundinn mætti Guðmundur F. Baldursson og ræddi um tafir sem hafa verið á verkinu.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Almennt varðandi verktíma framkvæmda í bæjarfélaginu vill bæjarráð ítreka við starfsmenn sem sinna umsjón og eftirliti með verklegum framkvæmdum mikilvægi þess að tímamörk útboða séu virt og til þess beitt öllum þeim aðferðum sem tiltækar eru. Ekki síður er mikilvægt að verktakar sem taka að sér verk fyrir Hveragerðisbæ virði þau tímamörk sem sett eru í útboðsgögn.

10.Fundargerð NOS frá 10.júlí 2018.

1807016

Fundargerðin lögð fram til kynningar en á fundinum var Aldís Hafsteinsdóttir kjörin formaður og tilnefning Sigurðar Einars Guðjónssonar í Skólaþjónustu- og velferðarnefnd var staðfest.

11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 31.maí 2018.

1807003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 29.júní 2018.

1807004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands frá 12.júní 2018.

1807005

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundagerð aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 27.júní 2018.

1807006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.júní 2018.

1807007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð stjórnar SASS frá 26.júní 2018.

1807009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:07.

Getum við bætt efni síðunnar?