Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 18.maí 2018.
1806023
Í bréfinu er gerð grein fyrir hlutverki Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. En sjóðurinn hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteingum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað folk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4.júní 2018.
1806024
Í bréfinu er kynnt landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri í haust. Hvergerðingar eiga þar tvo fulltrúa og hafa þeir þegar verið kosnir.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 7.júní 2018.
1806028
Með bréfinu er boðað til aukaaðalfundar SASS í Vestamannaeyjum þann 27. júní n.k.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 4.júní 2018.
1806020
Með bréfinu er óskað umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II frá Al-Bakstri ehf, kt. 660209-0420.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.
5.Bréf frá Jafnréttisstofu frá 29.maí 2018.
1806018
Í bréfinu minnir Jafnréttisstofa sveitarstjórnir á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem lúta að skyldum sveitarfélaga. Jafnframt er minnt á samráðsfund sveitarfélaga um jafnréttismál sem haldinn verður í Mosfellsbæ 20. September n.k.
Lagt fram til kynningar.
6.TRÚNAÐARMÁL - Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands frá 1.júní 2018
1806019
Fært í trúnaðarmálabók.
7.Bréf frá Íslenskri orkumiðlun frá 4.júní 2018.
1806025
Í bréfinu, sem einnig hefur borist flestum öðrum sveitarfélögum á landinu, óskar fyrirtækið eftir upplýsingum og gögnum í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
8.Samningur um lagningu og rekstur reiðvegar um Litla- Saurbæ, Stóra-Saurbæ og Öxnalæk spildu.
1806022
Lagður fram samningur milli Hveragerðisbæjar, Tálkna ehf og Hestamannafélagsins Ljúfs vegna lagningar reiðvegar um lönd í eigu Tálkna ehf.
Bæjarráð fagnar áformum Hestamannafélagsins Ljúfs um lagninu reiðstígs en með honum mun skapast nauðsynleg tenging við þá reiðstíga sem fyrir eru. Lega stígsins er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag. Gerð stígsins er án kostnaðar fyrir bæjarfélagið.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
9.Tónlistarskóli Árnesinga - Ný áætlun og kostnaðarskipting.
1806026
Með bréfinu er send ný fjárhagsáætlun tónlistarskólans vegna ársins 2018 og endurnýjuð kostnaðarskipting á milli sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að endurskoða áætlunina vegna nýs kjarasamnings tónlistarkennara og vegna afborgunar á láni sem tekið er vegna Brúar lífeyrissjóðs.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á fjárhagsáætlun tónlistarskólans.
10.Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands frá 15.maí 2018.
1806029
Í bréfinu er tilkynnt að Hveragerðisbær hafi hlotið styrk úr Styrktarsjóði EBÍ til gerðar söguskiltis við Hveragerðiskirkju. Styrkurinn nemur kr. 390.000,-.
Bæjarráð þakkar góðar viðtökur við styrkumsókn bæjarins og felur menningar- og frístundafulltrúa að sjá um gerð skiltisins sem gera myndi grein fyrir sögu kirkjustarfs í og við Hveragerði í gegnum árin.
11.Auka - Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs.
1806033
Í bréfinu er boðað til aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands í Vestmannaeyjum þann 27. júní n.k.
Lagt fram til kynningar.
12.Bréf frá Fullveldi Íslands frá maí 2018.
1806034
Í bréfinu er kynnt starf afmælisnefndar vegna hátíðahalda og viðburða í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Sveitarfélög eru hvött til að taka virkan þátt í afmælisárinu og nýta fjölbreytt fræðsluefni sem finna má á vefsíðu afmælisnefndar. Einnig er kynnt tilboð á fánum sem öllum standa til boða.
Bæjarstjóra falið að koma upplýsingunum til skólastjóra leik- og grunnskóla og að sjá um að viðburðir í tilefni af afmælisárinu sem fram fara hér í Hveragerði verði vel kynntir. Ennfremur er umhverfisfulltrúa falið að kaupa nokkra fána með merki afmælisins og flagga þeim á áberandi stað í bæjarfélaginu í sumar.
13.Bréf frá sjónvarpstöðinni Hringbraut ódagsett.
1806021
Með erindinu er Hveragerðisbæ boðin þátttaka í sjónvarpsþáttunum Súrefni sem fjalla um umhverfisvernd og er ætlað að auka umhverfisvitund almennings.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
14.Bréf frá Lyftingafélaginu Hengli frá 4.júní 2018.
1806041
Í bréfinu er gert grein fyrir áformum félagsins um að halda hér í Hveragerði Norðurlandamót fullorðinna í ólympískum lyftingum. Verður mótið haldið í október.
Óskar félagið eftir stuðningi bæjarins við mótshaldið.
Óskar félagið eftir stuðningi bæjarins við mótshaldið.
Bæjarráð samþykkir að greiða götu mótsins með því að sjá um flutninga keppenda og fylgdarliðs þeirra til og frá Keflavíkurflugvelli. Jafnframt verði keppendum boðinn endurgjaldslaus aðgangur að Sundlauginni Laugaskarði á meðan á mótinu stendur.
15.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 8.júní 2018.
1806027
Í bréfinu kemur fram að 47 nemendur frá Hveragerði eru nú skráðir til náms næsta vetur við Tónlistarskólann. Enn eru samt 10 nemendur á biðlista og hefur þeim fjölgað á milli ára. Óskar skólinn eftir auknum kennslukvóta frá bæjarfélaginu svo mögulegt sé að koma til móts við fjölgun á biðlista.
Bæjarráð samþykkir að auka kennslukvóta um tvær klukkustundir næsta vetur. Kostnaður við aukninguna nemur kr. 1.130.000,-.
Kostnaðrauka vegan þessa og eins vegna hækkaðs framlags vegna launahækkana hjá Tónlistarskólanum verði mætt með aukningu á tekjulið útsvars.
Kostnaðrauka vegan þessa og eins vegna hækkaðs framlags vegna launahækkana hjá Tónlistarskólanum verði mætt með aukningu á tekjulið útsvars.
16.Verkfundur - "Gatnagerð Vorsabæ" frá 28. maí 2017.
1806031
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
17.Verkfundur - "Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk" frá 29. maí 2018.
1806032
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 8.maí 2018.
1806037
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 30.apríl 2018.
1806035
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð stjórnar SASS frá 3. og 4.maí 2018.
1806038
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundagerð stjórnar SASS frá 1.júní 2018.
1806039
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.maí 2018.
1806036
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:50.
Getum við bætt efni síðunnar?
Hér var gengið til dagskrár: