Fara í efni

Bæjarráð

696. fundur 26. apríl 2018 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Breiðmörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 20.apríl 2018.

1804027

Með bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunartillögu um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 20.apríl 2018.

1804030

Með bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480.mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 23.apríl 2018.

1804038

Í bréfinu eru upplýsingar um kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórna sem verða 26. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Orkustofnun frá 28.mars 2018.

1804022

Í bréfinu eru sjónarmið Orkustofnunar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kynnt vegna nýtingar á jarðhita í Ölfusdal. Jafnframt er kynnt sú afstaða Orkustofnunar að Veitum sé boðið að taka ábyrgð á holum H-02, HV-03 og HV-04 svo orka til Hveragerðisbæjar verði tryggð. Undir þessum lið kom Guðmundur F. Baldursson á fundinn og ræddi framtíðarlegu lagna frá umræddum holum.
Hveragerðisbær fagnar afstöðu Orkustofnunar en forsvarsmenn bæjarins hafa lagt þunga áherslu á að hægt væri að nýta umræddar holur til hitaöflunar fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð vonast til þess að með þessari ráðstöfun verði starfsemi gufuveitunnar tryggð til framtíðar og að bæjarbúar geti áfram notið þess jarðhita sem hér er allt um kring.
Varðandi legu lagnarinnar gerir bæjarráð ekki athugasemdir við staðsetninguna sem skipulagsfulltrúi kynnti en óskar eftir því við Veitur ofh að möguleiki á að lögn yfir Varmá verði lögð í nýrri brú verði kannaður til hlítar.

5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 18.apríl 2018.

1804031

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II að Breiðumörk 3.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

6.Bréf frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási frá 9.apríl 2018.

1804021

Í bréfinu er rætt um söfnun sem heimilisfólk og starfsmenn hafa hrundið af stað til að geta fest kaup á svokölluðu "Christiania bikes" og komist þannig í hópinn "Hjólað óháð aldri(HÓA)". Hjól af þessari gerð kostar u.þ.b. eina milljón króna.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með þetta framtak íbúa og starfsmanna á Ási og samþykkir að styrkja kaupin um 100.000,-.

7.Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 4.apríl 2018.

1804023

Í bréfinu er tillaga sem samþykkt var á héraðsþingi Héraðssambandsins Skarphéðins um þakkir til bæjarstjórnar Hveragerðis vegna Landsmóts 50 sem haldið var hér í Hveragerði síðastliðið sumar.

8.Bréf frá Skákfélaginu Hróknum frá 12.apríl 2018.

1804035

Í bréfinu óskar Skákfélagið Hrókurinn eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna afmælis félagsins og heimsókna í öll sveitarfélög landsins á árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið gerist bronsbakhjarl Hróksins með 25.000,- króna framlagi árið 2018.

9.Ársskýrsla Félag eldri borgara í Hveragerði 2017-2018.

1804032

Með bréfinu fylgdi ársskýrsla Félags eldri borgara í Hveragerði frá aðalfundi 2017-2018.
Bæjarráð þakkar greinargóða skýrslu og fagnar um leið afar öflugu og skemmtilegu starfi félagsins.

10.Bréf frá Brynhildi Þorgeirsdóttur frá apríl 2018.

1804036

Í bréfinu ræðir Brynhildur um útilistaverk sem hún býður Hveragerðisbæ til kaups.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og fróðlega umfjöllun um uppruna og eðli verkanna. Því miður er kostnaður við útilistaverkin meiri en það sem bæjarráð hefur til ráðstöfunar í slíkt og því hafnar bæjarráð erindinu.

11.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga frá 9.apríl 2018.

1804024

Í bréfinu er kynnt arðgreiðsla frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna rekstrarársins 2017. Hveragerðisbær fær kr. 3.724.800.- í arðgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

12.Tilboð í nýjan vef Hveragerðisbæjar frá Stefnu ehf frá 24.apríl 2018.

1804037

Lagt fram tilboð frá Stefnu efh í hönnun, efnisumsjón, forritun og uppsetningu á nýjum vef hveragerdi.is.
Fulltrúi minnihlutans lagði fram eftirfarandi bókun:
Vefur Hveragerðisbæjar er ein mikilvægasta upplýsingagátt sveitarfélagsins og getur nýst til að virkja samráð við íbúa og auka íbúalýðræði. Því er mikilvægt að vandað sé til verka þegar setja á upp nýjan vef. Því leggur undirritaður til að gerð verði þarfagreining á vef bæjarins með aðkomu starfsmanna og bæjarfulltrúa og í framhaldinu verði leitað tilboða hjá fleiri en einum aðila.

Njörður Sigurðsson

Fulltrúar meirihlutans leggja áherslu á að starfsmenn bæjarins hafa þegar lagt vinnu í að skilgreina þær þarfir sem bæjarfélagið hefur varðandi nýja heimasíðu. Koma þær fram í tilboði Stefnu.
Fjölmörg önnur sveitarfélög hafa þegar samið við þennan aðila og þeirra síður hafa reynst mjög vel. Auk þess er verð fyrirtækisins einkar hagstætt því þótti ekki óeðlilegt að leita tilboða hjá fyrirtækinu um gerð heimasíðunnar. Þarna er gert ráð fyrir íbúagátt, síðan er snjalltækjavæn, gert er ráð fyrir rafrænum eyðublöðum, undirsíðum fyrir stofnanir bæjarins, möguleiki er á aðgangi að bókhaldi og gagnagrunni Ferðamálastofu og fjölmörgum öðrum nýjungum.
Fulltrúar meirihlutans vonuðust til að samstaða yrði um gerð nýrrar heimasíðu en þar sem svo er ekki leggja fulltrúar meirihlutans til að ákvörðun um gerð nýrrar heimasíðu verði frestað þar til ný bæjarstjórn hefur tekið við.

Unnur Þormóðsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson

Tillaga meirihlutans um að gerð nýrrar heimasíðu verði frestað borin upp og samþykkt samhljóða.

Fulltrúi minnihlutans gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
Samstaða er um gerð nýrrar heimasíðu á meðal bæjarfulltrúa. Tillaga undirritaðs snýst um að viðhafa vandaða stjórnsýslu við undirbúning að gerð nýrrar heimasíðu.

Njörður Sigurðsson

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Stefnu ehf í nýjan vef verði tekið.

13.Tilboð frá Consello - Vátryggingar 2018.

1804025

Lagt fram tilboð frá Consello í ráðgjöf og umsjón með útboði á tryggingum bæjarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Consello ehf verði tekið.

14.Minnisblað frá skrifstofustjóra: Yfirdráttarheimild í Arion banka.

1804020

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 55 mkr. Er þetta í samræmi við reglur sem í gildi eru en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að yfirdráttarheimild upp á 55 mkr. hjá Arion banka verði samþykkt.

15.Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk - Verkfundur nr.2.

1804026

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Fráveitulögn Sunnumörk - Austurmörk - Verkfundur nr.3.

1804039

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð stjórnar SASS frá 6.apríl 2018.

1804034

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannvarna Árnessýslu frá 23.mars 2018.

1804033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?