Fara í efni

Bæjarráð

880. fundur 15. janúar 2026 kl. 08:00 - 09:03 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Steinunn Erla Kolbeinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Steinunn Erla Kolbeinsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026

2512051

Lagt er fram erindi frá Landskjörstjórn, dags. 22. desember 2025, þar sem tilkynnt er um að í samráðsgátt sé frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026. Málið er nr. S-257/2025 í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundaáætlun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga árið 2026

2601048

Lögð er fram fundaáætlun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.

3.Erindi frá Jafnréttisstofu vegna stuðnings við sveitarstjórnir í að efla fjölbreytni og inngildingu í stjórnsýslu

2601055

Lagt er fram erindi Jafnréttisstofu, dags. 6. janúar 2026, þar sem kynntur er gátlisti til að styðja sveitarstjórnir í að efla fjölbreytni og inngildingu í stjórnsýslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Beiðni Landsnets hf. um heimild til lagningar Þorlákshafnarlínu 2 á eignarlandi Hveragerðisbæjar

2512081

Landsnet hf. hyggur á lagningu háspennujarðstrengs á milli Hveragerðis og Þorlákshafnar, Þorlákshafnarlínu 2, sem fyrirhugað er að liggi um tvær jarðir í eigu Hveragerðisbæjar. Um er að ræða Vorsabæ, L171626, sem er skráð 100% eign Hveragerðisbæjar og Öxnalæk, L171630, þar sem skráður eignarhlutur bæjarins er 12,5%. Landsnet hf. óskar eftir heimild Hveragerðisbæjar sem landeiganda til þess að leggja strenginn skv. framlögðum samningsdrögum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög og heimila lagningu Þorlákshafnarlínu 2 um eignarland Hveragerðisbæjar, fyrir sitt leyti sem landeiganda, gegn greiðslu þeirra bóta sem Landsnet hf. leggur til. Fyrirhuguð lega Þorlákshafnarlínu 2 er í samræmi við tillögu að aðalskipulagi sem er í auglýsingu.

5.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um fjölda barna á leikskólum sem nýta 5 og 6 klst. vistun

2601041

Fyrirspurn barst frá fulltrúa D-lista á bæjarstjórnarfundi 8. janúar 2026 um fjölda barna sem nýta annars vegar 5 klukkustunda vistun á leikskólum bæjarins og hins vegar 6 klukkustunda vistun.
Minnisblað bæjarstjóra, dags. 14. janúar 2026, er lagt fram þar sem fram kemur að alls nýti eitt barn 5 klukkustunda vistun á leikskólum Hveragerðisbæjar en sex börn nýta 6 klukkustunda vistun.

6.Samningur um kaup á hugbúnaðarleyfum vegna leitarvélar og spjallmennis á heimasíðu Hveragerðisbæjar

2601020

Lögð eru fram drög að samningi við Advania Ísland ehf. um kaup Hveragerðisbæjar á hugbúnaðarleyfum vegna leitarvélar og spjallmennis til þess að bæta við heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

7.Styrkur vegna fjölgreinaverkefnis á árinu 2025 og samstarfssamningur við íþróttafélagið Hamar

2512043

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd vísaði beiðni Hamars um fjárstyrk vegna fjölgreinaverkefnis fyrir börn í 1. og 2. bekk, á árinu 2025, til afgreiðslu hjá bæjarráði. Öðrum málefnum var vísað til viðræðna um nýjan samstarfssamning við íþróttafélagið Hamar. Gildandi samstarfssamningur, dags. 11. mars 2024, sem gildir til ársloka 2026 er lagður fram.



Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 12. janúar 2026, þar sem gerð er tillaga um að greiddur verði styrkur til íþróttafélagsins Hamars vegna fjölgreinaverkefnis á árinu 2025 að fjárhæð kr. 3.144.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að greiða styrk til íþróttafélagsins Hamars vegna fjölgreinaverkefnis fyrir börn í 1. og 2. bekk vegna ársins 2025 að fjárhæð kr. 3.144.000.-

8.Fundaáætlun skólanefndar veturinn 2025-2026

2509191

Lögð er fram fundaáætlun skólanefndar veturinn 2025-2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða fundaáætlun skólanefndar veturinn 2025-2026.

9.Reglur um styrki til húsverndar

2503046

Lögð eru fram drög að reglum um styrki til húsverndar.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að óska eftir umsögnum menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar og skipulags- og umhverfisnefndar um drög að reglum um styrki til húsverndar.

Friðrik Sigurbjörnsson, fulltrúi D-lista, situr hjá við atkvæðagreiðslu og leggur fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúi D-listans telur að það sé ekki hlutverk sveitarfélaga að halda úti sérstökum húsverndunarsjóði og veita styrki til einkaaðila vegna fasteigna þeirra. Fyrir er sambærilegur sjóður á landsvísu, Húsafriðunarsjóður, sem Minjastofnun Íslands úthlutar úr að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar. Samkvæmt reglum sjóðsins er hlutverk hans að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, auk annarra mannvirkja með menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

Drög að reglum um styrki til húsverndar í Hveragerði er í meginatriðum með sama markmið og sömu skilgreiningar og reglur Húsafriðunarsjóðs, það er því spurning um hvaða viðbótarhlutverki sveitarfélagið eigi að gegna í veitingu slíkra styrkja. Þá vantar í drögin atriði á borð við hámarksstyrk, skýran umsóknarfrest og fastar tímasetningar úthlutunar, líkt og kveðið er á um í reglum Húsafriðunarsjóðs.

Það verður einnig að horfa til þess að byggð í Hveragerði hófst ekki fyrr en upp úr 1929, á meðan aldursfriðun í lögum nær einungis til húsa byggðra 1925 eða fyrr. Þannig eru í raun engin friðuð eða friðlýst hús í bænum, sem gerir það að verkum að reglurnar hafa takmarkaðan tilgang.

Friðrik Sigurbjörnsson

10.Tillaga um breytingu á fundadagatali bæjarráðs

2601054

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja að fyrirhugaður fundur bæjarráðs þann 1. apríl 2026 verði færður til 9. apríl 2026.
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á fundardagatali fyrir sitt leyti en vísar tillögunni til endanlegrar ákvörðunartöku til bæjarstjórnar.

11.Drög að þjónustustefnu Hveragerðisbæjar

2504138

Lögð eru fram drög að þjónustustefnu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarráðs.

12.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2508323

Lögð er fram umsókn, dags. 28. ágúst 2025, um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum ásamt umsögn Gunnvarar Kolbeinsdóttur, leikskólastjóra Óskalands, dags. 19. nóvember 2025, þar sem mælt er með umsókn og óskað eftir undanþágu frá því að umsækjandi hafi lögheimili í Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. reglna um styrki til nema í leikskólakennarafræðum um að umsækjandi skuli hafa lögheimili í Hveragerðisbæ.

Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

13.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2511080

Lögð er fram umsókn, dags. 13. nóvember 2025, um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum ásamt umsögn Önnu Erlu Valdimarsdóttur, leikskólastjóra Undralands, dags. 18. nóvember 2025, þar sem mælt er með umsókn og óskað eftir undanþágu frá því að umsækjandi hafi lögheimili í Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. reglna um styrki til nema í leikskólakennarafræðum um að umsækjandi skuli hafa lögheimili í Hveragerðisbæ.

Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

14.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2506217

Lögð er fram umsókn, dags. 23. júní 2025, um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum ásamt umsögn Önnu Erlu Valdimarsdóttur, leikskólastjóra Undralands, dags. 6. október 2025, þar sem mælt er með umsókn.
Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

15.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2505098

Lögð er fram umsókn, dags. 21. maí 2025, um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum ásamt umsögn Önnu Erlu Valdimarsdóttur, leikskólastjóra Undralands, dags. 19. ágúst 2025, þar sem mælt er með umsókn og óskað eftir undanþágu frá því að umsækjandi hafi lögheimili í Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. reglna um styrki til nema í leikskólakennarafræðum um að umsækjandi skuli hafa lögheimili í Hveragerðisbæ.

Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

16.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2511124

Lögð er fram umsókn, dags. 24. nóvember 2025, um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.
Bæjarráð samþykkir styrk til nema í leikskólakennarafræðum í samræmi við reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði.

17.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 4. desember 2025

2601044

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

18.Verkfundargerð - vatnsveita að Reykjadal frá 3. desember 2025

2601042

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar

19.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 3. desember 2025

2601043

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2025

2601046

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarnarnefndar Árnessýslu frá 25. september 2025

2601050

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu frá 15. október 2025

2601049

Fundargerðin er lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 1. desember 2025

2601047

Fundargerðin er lögð fram ásamt reglum Bergrisans bs. um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta birta reglur Bergrisans bs. um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:03.

Getum við bætt efni síðunnar?