Fara í efni

Bæjarráð

693. fundur 01. mars 2018 kl. 08:00 - 09:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 14.febrúar 2018.

1802041

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35 mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15.febrúar 2018.

1802042

Með bréfinu óskar Atvinuveganefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26.febrúar 2018.

1802044

Með bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 90. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26.febrúar 2018.

1802046

Með bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Samgöngustofu frá 16.febrúar 2018.

1802043

Í bréfinu óskar Samgöngustofa eftir samstarfi við Hveragerðisbæ vegna umferðarfræðslu í Hveragerði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en það hefur þegar verið lauslega kynnt skólastjórnendum Grunnskólans í Hveragerði sem tóku vel í samstarf við Samgöngustofu. Bæjarráð er sammála þvi að það væri ánægjulegt að sjá hugmyndir um samstarf við fleiri svo sem leikskólana, fyrirtækin og félagsamtök verða að veruleika. Bæjarstjóra er falið að boða til fundar með þeim aðilum sem að verkefninu myndu koma og setja það þannig í farveg.

6.Bréf frá MAST frá 14.febrúar 2018.

1802035

Í bréfinu er kynnt að lögbýlið Friðarstaðir er skráð með 13.083 lítra greiðslumark mjólkur og tilkynnt um mögulega innlausn þess.
Bæjarstjóra falið að óska eftir innlausn á greiðslumarkinu en greiðsla fyrir það mun nema tæpum 1,6 m.kr.

7.Bréf frá Landvernd frá 26.febrúar 2018.

1802045

Í bréfinu er kynnt nýtt stefnumótunar- og leiðbeiningarit sem Landvernd hefur gefið út sem ber nafnið "Virkjun vindorku á Íslandi".
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands frá 21.febrúar 2018.

1802039

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2018.
Bæjarstjóra falið að kanna hvaða möguleg verkefni gætu fallið undir styrki úr sjóðnum og í framhaldinu að sækja um styrk til sjóðsins.

9.Bréf frá Réttindi lögmannstofa frá 23.febrúar 2018.

1802047

Í bréfinu, sem ritað er fyrir hönd umbjóðanda Lars David Nielsen, er óskað eftir því að að hús á lóðum K og L á Eden-reit verði lækkuð niður í eina hæð.
Bæjarráð telur sig nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir bréfritara með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur garðyrkjustöðvarinnar. Í greinargerð með deiliskipulagi Eden reitsins er gerð ítarleg grein fyrir skuggavarpi á svæðinu á mismunandi tímum í mars og júní. Skuggavarp er óverulegt nema í mars kl. 17:00. Skuggavarp í júní er vart sjáanlegt. Skipulag hefur verið samþykkt á lóðunum og framkvæmdir eru við það að hefjast. Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur. Í ljósi þessa leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að ekki verði orðið við óskum bréfritara. Lögmanni bæjarins er falið að svara bréfritara.

10.Minnisblað frá bæjarstjóra: ný persónuverndarlöggjöf.

1802036

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 20. febrúar vegna nýrra persónuverndarlaga sem munu taka gildi þann 25. maí 2018.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að semið verði við Dattaca labs um þjónustu við greiningu á þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru og aðstoð við næstu skref í innleiðingu verkferla sem tryggt geta að Hveragerðisbær fullnægi kröfum er snúa að nýrri löggjöf um persónuvernd.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra: öryggisvitund vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar.

1802037

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 22. febrúar 2018 vegna rammasamnings sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við AwereGo, þekkingarfyrirtæki í öryggisvitundarfræðslu, um sérkjör fyrir sveitarfélög á fræðsluefni fyrir starfsfólk.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær verði aðili að rammasamningi þessum. Kostnaður er 95.263.- á ári.

12.Akstursþjónusta fatlaðs fólks.

1802040

Fært í trúnaðarmálabók.

13.Minnisblað frá bæjarstjóra: málefni eldri borgara.

1802050

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 27. febrúar vegna málefna eldri borgara í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að Unni Þormóðsdóttur verði falin umsjón með uppfærslu á stefnumótum í málefnum eldri borgara í Hveragerði. Haft verði samráð við Öldungaráð við uppfærsluna. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að útbúa kynningarbækling um þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða og honum dreift til allra íbúa 67 ára og eldri. Forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu verði einnig falið að koma á samstarfi um heilsueflandi
heimsóknir til íbúa 80 ára og eldri í Hveragerði.

14.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 27.febrúar 2018.

1802049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir skýringum vegna mikillar hækkunar skólagjalda langt umfram verðlagsþróun.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Getum við bætt efni síðunnar?