Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 5. desember 2025
2512052
Í bréfinu er mál nr. 242/2025 kynnt til samráðs: "Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025." Umsagnarfrestur er til og með 16. desember 2025.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Landskjörstjórn frá 8. desember 2025
2512051
Í bréfinu er vakin athygli á áformum um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026 sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda til 12. desember 2025, mál nr. S-244/2025.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Skólahreysti frá 4. desember 2025
2512053
Í bréfinu er óskað eftir styrk að fjárhæð kr. 250.000.- sem myndi verða nýttur til hönnunar og uppbyggingar á nýjum keppnisbúnaði og keppnisvelli.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
4.Beiðni um styrk frá Hestamannafélaginu Ljúfi frá 20. október 2024
2410120
Lögð er fram beiðni um styrk vegna viðhalds og uppbyggingar á reiðvegum að fjárhæð kr. 1.900.000.- og afgreiðsla erindisins í bæjarráði 24. október 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita styrk til Hestamannafélagsins Ljúfs vegna viðhalds og uppbyggingar á reiðvegum að fjárhæð kr. 1.000.000.-
5.Forhönnun skólphreinsistöðvar í Hveragerði
2506004
Lögð er fram forhönnunarskýrsla dags. 25. nóvember 2025, sem unnin var af COWI Ísland ehf., ásamt teikningasetti.
Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar, kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum fundarlið.
Ágúst Þór Margeirsson og Brynjólfur Björnsson hjá COWI Íslandi ehf. koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynna forhönnun skólphreinsistöðvar.
Ágúst Þór Margeirsson og Brynjólfur Björnsson hjá COWI Íslandi ehf. koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynna forhönnun skólphreinsistöðvar.
6.Tilnefning aðal- og varafulltrúa Hveragerðisbæjar í farsældarráð á Suðurlandi.
2510056
Lögð eru fram eftirtalin skjöl: samstarfsyfirlýsing vegna farsældarráðs á Suðurlandi, drög að skipuriti farsældarráðs á Suðurlandi, drög að starfsreglum fyrir farsældarráð á Suðurlandi og drög að erindisbréfi fyrir farsældarráð á Suðurlandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna drög að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar vegna stofnunar farsældarráðs á Suðurlandi og leggja fyrir bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Erna Harðar Sólveigardóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu, verði kosin aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar í ráðið og að Nína Kjartansdóttir, ráðgjafa þroskaþjálfi velferðarþjónustu, verði kosin varafulltrúi Hveragerðisbæjar í ráðið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Erna Harðar Sólveigardóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu, verði kosin aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar í ráðið og að Nína Kjartansdóttir, ráðgjafa þroskaþjálfi velferðarþjónustu, verði kosin varafulltrúi Hveragerðisbæjar í ráðið.
7.Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs. 16. janúar 2026
2512060
Lögð er fram fundarboðun á aukaaðalfund Sorpstöðvar Suðurlands bs. sem fyrirhugað er að fari fram þann 16. janúar 2026, kl. 11 í gegnum fjarfundarbúnað. Á fundinum er fyrirhugað að taka fyrir breytingar á umgjörð og rekstri Sorpstöðvar Suðurlands bs.
Fundarboð ásamt fundargögnum eru lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna fulltrúa Hveragerðisbæjar inn á aukaaðalfundinn í samræmi við kosningu bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson er aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar inn á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands bs. en Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir er varafulltrúi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna fulltrúa Hveragerðisbæjar inn á aukaaðalfundinn í samræmi við kosningu bæjarstjórnar, Halldór Benjamín Hreinsson er aðalfulltrúi Hveragerðisbæjar inn á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands bs. en Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir er varafulltrúi.
8.Útboð á steypu- og stálvirki við nýtt íþróttahús við Skólamörk 2.
2512061
Útboðsgögn vegna steypu- og stálvirkis fyrir nýtt íþróttahús eru lögð fram.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að útboð vegna steypu- og stálvirkis fyrir nýtt íþróttahús að Skólamörk 2 verði auglýst.
9.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista um verktakagreiðslur til ráðgjafa
2512065
Fyrirspurn barst frá fulltrúa D-lista um verktakagreiðslur til ráðgjafa sveitarfélagsins. Fulltrúi D-listans óskar eftir upplýsingum um kostnað vegna ráðgjafa og ráðgjafafyrirtækja sem hafa verið að vinna fyrir bæjarskrifstofuna á kjörtímabilinu og hver sundurliðaður kostnaður vegna þeirrar ráðgjafavinnu sé.
Bæjarstjóri leggur fram minnisblað vegna starfa ráðgjafa og fer yfir efni þess.
10.Verkfundargerð Hrauntunga - Tröllahraun frá 20. nóvember 2025
2512056
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð aðalskipulagsnefndar frá 18. nóvember 2025
2310124
Bæjarstjóri kynnir stöðu vinnu á nýju aðalskipulagi.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi Hveragerðibæjar 2025-2037, með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarfulltrúi D-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Bæjarfulltrúi D-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu.
12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2025
2512048
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
13.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2. desember 2025
2512050
Fundargerðin er lögð fram tilkynningar. Einnig er lagt fram til kynningar bréf til Vegagerðarinnar frá 21. nóvember 2025.
14.Fundargerð stjórnarfundar Bergrisans bs. frá 3. nóvember 2025
2512054
Fundargerðin er lögð fram til kynningar ásamt nýjum reglum um notendasamninga.
15.Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga bs. frá 14. október 2025
2512039
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga bs. frá 14. október 2025
2512042
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnessýslu bs. frá 14. október 2025
2512040
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 5. desember 2025
2512001F
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð byggingarnefndar um viðbyggingu við íþróttahús frá 15. desember 2025
2412011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:52.
Getum við bætt efni síðunnar?