Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 19. nóvember 2025
2511159
Í bréfinu kemur fram að Innviðaráðuneytið hafi, í samstarfi við Byggðastofnun, gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningaritið "Opinber þjónusta og jöfnun aðgengis. Leiðbeiningar fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna" fylgdi bréfi ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 27. nóvember 2025
2511161
Í bréfinu er þakkað það óeigingjarna starf þeirra sem sáu um og störfuðu við að skipuleggja minningardaginn um fórnarlömb umferðarslysa um allt land.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá kirkjugarðsnefnd Kotstrandarkirkju, ódagsett, móttekið 18. nóvember 2025
2511154
Í bréfinu er vísað til fyrra erindis kirkjugarðsnefndar Kotstrandarkirkju sem tekið var fyrir í bæjarráði í ágúst 2022 (2208006), þar sem farið er yfir skyldu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus til greiðslu kostnaðar af verkum og viðhaldi Kotstrandarkirkjugarðs. Í því erindi kom fram að þörf væri á talsverðu viðhaldi aðkomuvegar og allra stíga í kirkjugarðinum.
Á fundi bæjarráðs 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað vegna fyrra erindis kirkjugarðsnefndarinnar: "Bæjarráð samþykkir að kaupa bekk til afnota í kirkjugarðinum við Kotströnd. Bæjarráð samþykkir að ákvörðun varðandi viðhald á aðkomuvegi og stígum verði tekin þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir."
Í bréfi kirkjugarðsnefndar Kotstrandarkirkju sem móttekið var hjá Hveragerðisbæ þann 18. nóvember 2025 kemur fram að viðhald hafi farið fram á hluta stíga í kirkjugarðinum og að fyrirliggi það efnismagn sem þarf til að viðhalda stígunum en það mun vera 153 rúmmetrar af mulningi. Kostnaður er áætlaður kr. 745.030.- m. vsk.
Í bréfinu er tiltekið að hlutfall Hveragerðisbæjar vegna sóknarbarna í sveitarfélaginu sé 89% af kostnaðaráætluninni.
Einnig er óskað eftir að fá einn starfsmann frá vinnuskóla Hveragerðisbæjar til aðstoðar í garðinum næsta sumar en kirkjugarðsnefndin óskar eftir því sama hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Á fundi bæjarráðs 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað vegna fyrra erindis kirkjugarðsnefndarinnar: "Bæjarráð samþykkir að kaupa bekk til afnota í kirkjugarðinum við Kotströnd. Bæjarráð samþykkir að ákvörðun varðandi viðhald á aðkomuvegi og stígum verði tekin þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir."
Í bréfi kirkjugarðsnefndar Kotstrandarkirkju sem móttekið var hjá Hveragerðisbæ þann 18. nóvember 2025 kemur fram að viðhald hafi farið fram á hluta stíga í kirkjugarðinum og að fyrirliggi það efnismagn sem þarf til að viðhalda stígunum en það mun vera 153 rúmmetrar af mulningi. Kostnaður er áætlaður kr. 745.030.- m. vsk.
Í bréfinu er tiltekið að hlutfall Hveragerðisbæjar vegna sóknarbarna í sveitarfélaginu sé 89% af kostnaðaráætluninni.
Einnig er óskað eftir að fá einn starfsmann frá vinnuskóla Hveragerðisbæjar til aðstoðar í garðinum næsta sumar en kirkjugarðsnefndin óskar eftir því sama hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja greiðslu 89% kostnaðar vegna viðhalds á stígum í Kotstrandarkirkjugarði samkvæmt kostnaðaráætlun í bréfi kirkjugarðsnefndar Kotstrandarkirkju eða kr. 663.076.-
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á að verða við beiðni um að starfsmaður frá vinnuskóla Hveragerðisbæjar aðstoði við vinnu þeirra verkefna sem liggja fyrir í Kotstrandarkirkjugarði sumarið 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á að verða við beiðni um að starfsmaður frá vinnuskóla Hveragerðisbæjar aðstoði við vinnu þeirra verkefna sem liggja fyrir í Kotstrandarkirkjugarði sumarið 2026.
4.Bréf frá Félagi heyrnalausra frá 23. nóvember 2025
2511155
Í bréfinu er óskað eftir styrk vegna barnadagskrár á Norrænni menningarhátíð heyrnalausra sem fer fram á Selfossi dagana 28. júlí - 2. ágúst 2026.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að veita styrk í verkefnið en fagnar framtakinu.
5.Bréf frá ADHD samtökunum frá 26. nóvember 2025
2511156
Í bréfinu óska ADHD samtökin eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ í formi styrks að fjárhæð kr. 100.000.- til kr. 500.000.- sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi en samtökin bjóða upp á margskonar fræðslu og námskeið.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að veita styrk til ADHD samtakanna.
6.Drög að Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2026
2512003
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2026.
Drífa Þrastardóttir, starfsmaður tæknideildar, kom inn á fundinn og kynnti drög að húsnæðisáætlun.
Húsnæðisáætlun verður tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 11. desember 2025.
Húsnæðisáætlun verður tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 11. desember 2025.
7.Úttekt og úrbætur á rýmum með gluggalausum hurðum í skólastofnunum og frístundarheimili Hveragerðisbæjar
2512006
Lagt er fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem gerð er tillaga um að unnin verði úttekt á skólastofnunum og frístundaheimili Hveragerðisbæjar m.t.t. þess að greina rými með gluggalausum hurðum. Í framhaldi verður unnin úrbótaáætlun á grundvelli úttektarinnar sem lögð verður fyrir bæjarráð.
Runólfur Þór Jónsson, mannvirkjafulltrúi í tæknideild, mætti á fund bæjarráðs og kynnti tillöguna.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra sjá um að gerð verði úttekt á leikskólum og á frístundaheimili þar sem greind eru rými með gluggalausum hurðum, gera úrbótaáætlun og greina kostnað af úrbótum. Upplýsingarnar skulu lagðar fyrir bæjarráð þegar þær liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að í framhaldi skuli einnig gerð úttekt í Grunnskólanum í Hveragerði, úrbótaáætlun gerð og kostnaður greindur af úrbótum. Upplýsingarnar skulu lagðar fyrir bæjarráð þegar þær liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra sjá um að gerð verði úttekt á leikskólum og á frístundaheimili þar sem greind eru rými með gluggalausum hurðum, gera úrbótaáætlun og greina kostnað af úrbótum. Upplýsingarnar skulu lagðar fyrir bæjarráð þegar þær liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að í framhaldi skuli einnig gerð úttekt í Grunnskólanum í Hveragerði, úrbótaáætlun gerð og kostnaður greindur af úrbótum. Upplýsingarnar skulu lagðar fyrir bæjarráð þegar þær liggja fyrir.
8.Tillaga að tekjutengdum afslætti fasteignaskatts og fráveitugjalds til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2026
2511160
Lagt er fram minnisblað skrifstofustjóra með uppfærslu á tekjuviðmiðum vegna tekjutengds afsláttar af fasteignaskatti til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tekjutengdan afslátt fasteignaskatts og fráveitugjalds til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2026 í samræmi við tillögu í minnisblaði skrifstofustjóra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna drög að nýjum reglum sem taka mið af fyrirliggjandi tillögu og leggja fyrir bæjarstjórn.
9.Niðurstaða útboðs á ræstingum í stofnunum Hveragerðisbæjar
2510072
Lagt er fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Eflu, dags. 26. nóvember 2025, um samanburð á tilboðum í ræstingar í stofnunum Hveragerðisbæjar.
Alls bárust 6 tilboð í útboðsverkið.
Dagar hf. átti lægsta tilboð í verkið að fjárhæð kr. 55.948.838 án vsk. og uppfyllti allar kröfur útboðsgagna.
Alls bárust 6 tilboð í útboðsverkið.
Dagar hf. átti lægsta tilboð í verkið að fjárhæð kr. 55.948.838 án vsk. og uppfyllti allar kröfur útboðsgagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Daga hf.
10.Kauptilboð í Hrauntungu 13-13B í Hveragerðisbæ
2506005
Lögð eru fram drög að bréfi til eigenda fasteignarinnar Hrauntungu 13-13B, F2343274 og drög að kauptilboði Hveragerðisbæjar í fasteignina Hrauntungu 13-13B, F2343274. Einnig eru lögð fram eftirtalin skjöl: hnitsettur uppdráttur frá Eflu verkfræðistofu dags. 3.6.2025, veðbandayfirlit fyrir Hrauntungu 13-13B, dags. 29.10.2025, yfirlit úr fasteignaskrá fyrir Hrauntungu 13-13B og samþykktur skipulagsuppdráttur fyrir Kambaland í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kauptilboðið f.h. Hveragerðisbæjar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
11.Umsókn um byggingarlóð - Tröllahraun 50
2511140
Þrjár gildar umsóknir bárust um lóðina Tröllahraun 50, en tvær þeirra voru dregnar til baka. Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið umsóknina sem eftir stendur og öll gögn umsækjanda sem uppfyllir skilyrði til þess að fá lóðinni úthlutað.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Tröllahrauni 50 til umsækjandans Árna Steindórs Sveinssonar.
12.Tillaga um gerð þjónustusamnings við Auðnast
2511108
Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra þar sem er gerð tillaga um gerð þjónustusamnings við Auðnast á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gerður verði þjónustusamningur við Auðnast á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
13.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025
2507017
Lagt er fram minnisblað skrifstofustjóra með tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna samnings við Eik fasteignafélag um uppgjör vegna framkvæmda við leikskólann Óskaland.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 374.000.000.- vegna hækkunar á leigueign og leiguskuld. Viðaukinn hefur ekki áhrif á sjóðsstreymi ársins 2025.
Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12, dags. 21. nóvember 2025
2511009F
Lögð er fram fundargerð af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 12, dags. 21. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
15.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 5. nóvember 2025
2511149
Lagt fram til kynningar.
16.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 19. nóvember 2025
2511147
Lagt fram til kynningar.
17.Verkfundargerð - Gervigrasvöllur - tæknirými, lagnir frá 5. nóvember 2025
2511150
Lagt fram til kynningar.
18.Verkfundargerð - Gervigrasvöllur - tæknirými, lagnir frá 18. nóvember 2025
2512001
Lagt fram til kynningar.
19.Verkfundargerð - Vatnsveita að Reykjadal frá 5. nóvember 2025
2511152
Lagt fram til kynningar.
20.Verkfundargerð - Vatnsveita að Reykjadal frá 19. nóvember 2025
2511148
Lagt fram til kynningar.
21.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 6. nóvember 2025
2511153
Lagt fram til kynningar.
22.Verkfundargerð - Gervigrasvöllur - Tæknirými bygging frá 18. nóvember 2025
2512002
Lagt fram til kynningar.
23.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. nóvember 2025
2511157
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:21.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði bæjarráð fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum yfir nýkynntri samgönguáætlun þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, er frestað enn á ný. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en í fyrsta lagi árið 2029.
Færslan á þjóðveginum er mikið hagsmunamál fyrir Hvergerðinga og framtíðarþróun bæjarins með tilliti til umferðaröryggis og framtíðaruppbyggingar. Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar var breytt að beiðni Vegagerðarinnar á sínum tíma og miðar skipulag bæjarins og uppbygging undanfarinna ára við að núverandi þjóðvegur verði stofnbraut innan bæjarmarka.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar skorar á þingmenn Suðurkjördæmis að beita sér í málinu og fyrir því að staðið verði við gefin loforð.