Fara í efni

Bæjarráð

692. fundur 15. febrúar 2018 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31.janúar 2018.

1802016

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2.febrúar 2018.

1802015

Með bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.febrúar 2018.

1802026

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.febrúar 2018.

1802027

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 13.febrúar 2018.

1802031

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 13.febrúar 2018.

1802032

Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2.febrúar 2018.

1802029

Í bréfinu er rætt um PISA könnunina og óskað eftir góðu samstarfi við skólafólk grunnskóla, sveitarfélög, skólaþjónustu sveitarfélaga og foreldrafélög svo að kynning, undirbúningur og framkvæmd könnunarinnar takist sem best.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 8.febrúar 2018.

1802034

Í bréfinu er kynnt að skipaður hefur verið starfshópur til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns.
Óskað er eftir að sveitarfélög upplýsi um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu þriggja fasa rafmagns í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.
Byggjngarfulltrúa falið að svara erindinu.

9.Bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 6.febrúar 2018.

1802024

Í bréfinu er kynnt breyting á skráningu námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga. Breytingarnar felast í því að umræddir námsmenn þurfa nú að sækja um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 5.febrúar 2018.

1802028

Í bréfinu er viljayfirlýsing sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti 26. janúar sl. um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt aðgerðir samsvarandi þessari viljayfirlýsingu.

11.Bréf frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála frá 9.febrúar 2018.

1802033

Í bréfinu er kynnt að kæru Lars Davids Nielsen til úrskurðanefndar vegna deiliskipulags fyrir Eden-reit er vísað frá þar sem kæran barst of seint til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

12.Bréf frá Hagsmunafélagi íbúa v/Lækjarbrún í Hveragerði frá 31.janúar 2018.

1802025

Í bréfinu óskar hagsmunafélag íbúa v/ Lækjarbrún Hveragerði eftir að Hveragerðisbær taki yfir göngustíg milli Heilsustofnunar og Lækjarbrúnar. Eins eru fyrirspurnir um fyrirkomulag við Lækjarbrún.
Skipulagsfulltrúa falið að kanna aðstæður við Lækjarbrún og gera tillögur til bæjarráðs um viðbrögð við erindi bréfritara.

13.Opnun tilboða í verkið: Útboð í jarðvinnu 2018.

1802017

Opnun tilboða í verkið "Útboð á jarðvinnu 2018" fór fram 31. janúar sl. Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Aðalleið 18.707.850.-
Arnon ehf 15.752.700.-

Kostnaðaráætlun 16.886.800.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Arnon ehf.

14.Opnun tilboða í verkið: Viðgerðir og yfirlagning gatna og stíga í Hveragerði 2018.

1802018

Opnun tilboða í verkið "Viðgerð og yfirlagnir gatna og stíga í Hveragerði 2018" fór fram 31. janúar sl. Alls bárust 3 tilboð í verkið.

Loftorka ehf 64.279.760.-
Hlaðbær Colas ehf 54.439.665.-
Aðalleið ehf 59.541.050.-

Kostnaðaráætlun 60.100.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Hlaðbær Colas ehf.

15.Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Frostsprungnar neysluvatnslagnir í Gamla Undralandi.

1802019

Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 1. febrúar 2018 vegna frostsprunginna neysluvatnslagna í Gamla Undralandi.

Óskað er eftir aukafjárveitingu upp á 2,2 milljónir vegna viðgerðanna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aukafjárveitinguna sem komi af lið 21010-9990 "Til síðari ráðstöfunar bæjarstjórnar".

16.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.janúar 2018.

1802006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð stjórnar SASS frá 11-12.janúar 2018.

1802022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundurgerð stjórnar SASS frá 2.febrúar 2018.

1802030

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Tíðar lokanir á Hellisheiði í vetur hafa orðið þess valdandi að skólaakstur ungmenna héðan úr Hveragerði í FSu hefur fallið niður þar sem skólaakstur fer fram með Strætó. Bæjarráð telur þessa stöðu með öllu ólíðandi enda er svo til alltaf fært hér á milli þó Hellisheiði sé ófær. Því hvetur bæjarráð stjórn SASS til að kanna möguleika á því að akstur í fjölbraut geti verið til staðar þó að lokað sé á Heiðinni.

19.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 30.janúar 2018.

1802020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 25.janúar 2018.

1802023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 2.febrúar 2018.

1802021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Getum við bætt efni síðunnar?