Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 14. nóvember 2025
2511102
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um innleiðingu landsbyggðarmats í stefnumótun og lagasetningu stjórnvalda, 175. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 13. nóvember 2025
2511100
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög, 229. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 13. nóvember 2025
2511103
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 237. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Soroptismistaklúbbi Suðurlands frá 12. nóvember 2025
2511088
Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir beiðnina um styrk til Sigurhæða að fjárhæð kr. 1.602.810.-
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að þjónustusamningi vegna Sigurhæða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að þjónustusamningi vegna Sigurhæða.
5.Bréf frá UMFÍ frá 13. nóvember 2025
2511097
Í bréfinu eru áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ sem haldið var í Stykkishólmi 10. - 12. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar til kynningar.
6.Bréf frá Önnu Höllu Hallsdóttur frá 9. nóvember 2025
2511095
Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna "Pop-up" kaffihúss á aðventunni í Skyrgerðinni Hveragerði.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að veita styrk í verkefnið en fagnar framtakinu. Bæjarráð felur menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa að kynna viðburðinn sem hluta af jóladagskrá Hveragerðisbæjar.
7.Bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði, ódagsett
2511098
Lagt fram bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði vegna góðgerðardagsins sem haldinn verður 28. nóvember 2025. Í ár hefur verið ákveðið að styrkja almannaheillafélagið Vonarbrú. Óskað er eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við verkefnið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita styrk vegna góðgerðardags Grunnskólans í Hveragerði að upphæð kr. 100.000.-
8.Bréf frá sýslumanninum á Suðurlandi frá 10. nóvember 2025
2511065
Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Reykjakletts ehf kt. 420925-0420, um gistileyfi vegna gistiheimilisins Reykjadalur Guesthouse, Heiðmörk 27, fasteignanúmer: 226-7567 rýmisnúmer: 0101 til reksturs gististaðar í flokki II-B stærra gistiheimili.
Bæjarráð gerir engar athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til Reykjakletts ehf. enda er það í samræmi við skipulag. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veitt verði jákvæð umsögn um leyfið til sýslumanns.
9.Staða rekstrar Hveragerðisbæjar 30. september 2025
2510168
Lagt fram yfirlit yfir stöðu rekstrar Hveragerðisbæjar fyrstu níu mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2025
2510013F
Fundargerðin er staðfest.
11.Verkfundargerð Hrauntunga - Tröllahraun frá 23. október 2025
2511096
Fundargerðin er staðfest.
12.Verkfundargerð - Vatnsveita að Reykjadal frá 22. október 2025
2511099
Fundargerðin er staðfest.
13.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. október 2025
2511089
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
14.Fundargerð stjórnar SASS frá 22. október 2025
2511090
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð ársþings SASS 23. - 24. október 2025
2511091
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 22. október 2025
2511094
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. frá 24. október 2025
2511093
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. október 2025
2511092
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:36.
Getum við bætt efni síðunnar?