Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 15. október 2025
2510141
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands frá 27. október 2025
2510155
Í bréfinu er fjallað um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2025. Samkvæmt ákvörðun stjórnar eignarhaldsfélagsins frá 9. október 2025 er hlutur Hveragerðisbæjar kr. 593.500,-.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 16. október 2025
2510153
Með bréfinu er boðið til hátíðartónleika í tilefni af 70 ára afmæli tónlistarskólans 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 17. október 2025.
2510166
Í bréfinu er óskað eftir fjölgun tíma til tónlistarkennslu frá 1. janúar 2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjölga tímum hjá Tónlistarskóla Árnesinga til tónlistarkennslu fyrir árið 2026. Gert hefur verið ráð fyrir fjölgun tíma sem nemur 8 klst. í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
5.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 29. október 2025
2510171
Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands með fjárhagsáætlun fyrir árið 2026, eins og hún var samþykkt á aðalfundi heilbrigðiseftirlitsins, og áætlun um framlög sveitarfélaganna fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.
6.Hamarskvöld í sundi
2510176
Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Hamri þar sem óskað er eftir samvinnu bæjarins við viðburðinn Syndum núna.
Bæjarráð fagnar erindinu og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að greiða aukalega 1 klst í yfirvinnu fyrir starfsmenn og að frítt verði í sund á meðan á viðburðinum stendur fyrir foreldra dagana 12. nóvember og 16. desember nk.
7.Verðkönnun í útboð á öryggisþjónustu fyrir Hveragerðisbæ
2510143
Lögð fram niðurstaða í verðkönnun á útboði í öryggisþjónustu fyrir Hveragerðisbæ ásamt minnisblaði byggingarfulltrúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði Lotu í útboð á öryggisþjónustu fyrir Hveragerðisbæ.
8.Sértæk stuðningsþjónusta fyrir einstaklinga yngri en 60 ára
2510154
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra velferðarsviðs og forstöðumanni stuðningsþjónustu um tillögu að stofnun sértækrar stuðningsþjónustu fyrir einstaklinga yngri en 60 ára.
Deildarstjóri velferðarsviðs og forstöðumaður í stuðningsþjónustu komu inn á fundinn og kynntu málið.
Deildarstjóri velferðarsviðs og forstöðumaður í stuðningsþjónustu komu inn á fundinn og kynntu málið.
Bæjarráð þakkar kynninguna. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sett verði á fót sértæk stuðningsþjónusta fyrir einstaklinga yngri en 60 ára með vísan til kynningar sem fram fór á fundi velferðar- og fræðslunefndar 3. júní sl. Bæjarráð óskar eftir að tekinn verði saman áætlaður kostnaður vegna þjónustunnar og gert verði ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun 2026.
9.Samningur um eignarnám - Hrauntunga 20
2505071
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 16. júlí 2025, vegna eignarnámssamnings Hveragerðisbæjar og lóðareiganda um lóðina Hrauntungu 20 í Hveragerði sem var undirritaður 15. og 23. maí 2025, og samþykktur á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 12. júní 2025. Jafnframt eru lögð fram drög að afsali fyrir lóðina ásamt hnitsettum uppdrætti, dags. 10. apríl 2025, þar sem stærð lóðarinnar er tilgreind 2.737 m2.
Að fenginni fyrirliggjandi umsögn Skipulagsstofnunar er bæjarstjórn heimilt með vísan til 1. og 5. tölul. 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að taka landsvæðið eignarnámi í samræmi við framangreindan eignarnámssamning aðila frá 23. maí 2025.
Að fenginni fyrirliggjandi umsögn Skipulagsstofnunar er bæjarstjórn heimilt með vísan til 1. og 5. tölul. 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að taka landsvæðið eignarnámi í samræmi við framangreindan eignarnámssamning aðila frá 23. maí 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta ákvörðun bæjarstjórnar frá 12. júní 2025 um eignarnám lóðarinnar skv. samningi aðila frá 23. maí 2025 eins og hún er afmörkuð á fyrirliggjandi uppdrætti, dags. 10. apríl 2025. Jafnframt verði samþykkt fyrirliggjandi drög að afsali og bæjarstjóra falið að undirrita það og vísa málinu til matsnefndar eignarnámsbóta til frekari meðferðar í samræmi við samning aðila frá 23. maí 2025.
10.Þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar um aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Skólamörk
2511022
Lagður fram þjónustusamningur við Íþróttafélagið Hamar um aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Skólamörk.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja þjónustusamning við Íþróttafélagið Hamar um aðstöðu í kjallara íþróttahússins við Skólamörk.
11.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2026-2029
2510165
Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2026 - 2029 lögð fram.
Í fjárhagsáætlun vantar að mestu leyti samstarfsverkefni þar sem upplýsingar um þau hafa ekki borist.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun.
Í fjárhagsáætlun vantar að mestu leyti samstarfsverkefni þar sem upplýsingar um þau hafa ekki borist.
Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
12.Staða fjárfestinga ársins 2025
2510167
Lagt fram yfirlit, dags. 30. október, yfir stöðu fjárfestinga fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir tilfærslu verkefna þannig að 50 millj. færast af framkvæmdum við fráveitu til leikskólans Óskalands.
13.Yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar 1. janúar - 30. september 2025
2510168
Lagt fram yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar á tímabilinu janúar - september 2025.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.
14.Ráðning bæjarritara Hveragerðisbæjar
2510170
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu á ráðningarferli nýs bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við nýjan bæjarritara og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
15.Samningur við Íþróttafélagið Hamar
2506091
Lagður fram samningur við Íþróttafélagið Hamar um afnotarétt að kjallara íþróttahússins við Skólamörk.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Hvergerðisbæjar við Íþróttafélagið Hamar um afnotarétt að kjallara íþróttahússins við Skólamörk.
16.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 24. september 2025
2510150
Fundargerðin er staðfest.
17.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 8. október 2025
2510151
Fundargerðin er staðfest.
18.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 22. október 2025
2510144
Fundargerðin er staðfest.
19.Verkfundargerð - vatnsveita að Reykjadal frá 8. október 2025
2510148
Fundargerðin er staðfest.
20.Verkfundargerð - vatnsveita að Reykjadal frá 22. október 2025
2510149
Fundargerðin er staðfest.
21.Verkfundargerð - Hrauntunga - Tröllahraun frá 9. október 2025
2510152
Fundargerðin er staðfest.
22.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 6. október 2025
2510142
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október 2025
2510140
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. október 2025
2510145
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Getum við bætt efni síðunnar?