Fara í efni

Bæjarráð

875. fundur 16. október 2025 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Innviðaráðherra frá 30. september 2025

2510017

Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember 2025. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og tileinkaður minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 12. október 2025.

2510056

Í bréfinu er kynnt að mennta- og barnamálaráðuneytið gerði viðaukasamning við samning um sóknaráætlanir landshlutasamtakanna um ráðningu verkefnastjóra til þess að koma á fót farsældarráðum í landshlutunum. Á suðurlandi var Arna Ír Gunnarsdóttir skipuð sem verkefnastjóri á Suðurlandi.



Með bréfinu fylgdi samstarfsyfirlýsing um svæðisbundin samráðsvettvang og eins skipurit farsældarráðs Suðurlands.
Vísað til velferðar- og fræðslunefndar varðandi skipan í farsældarráð.

Bæjarstjóra falið að undirrita samstarfsyfirlýsinguna með fyrirvara um samþykki bæjastjórnar.

3.Bréf frá Vegagerðinni frá 13. október 2025.

2510054

Í bréfinu er rætt um hleðslustöðvar sem hefur fjölgað við þjóðvegi. Vegagerðin vill minna á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands frá 9. október 2025.

2510055

Í bréfinu er rætt um biðtíma eftir NPA þjónustu og óskað eftir upplýsingum frá Hveragerðisbæ um stöðu NPA samninga í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

5.Bréf frá Ferðamálastofu frá 7. október 2025.

2510059

Í bréfinu eru upplýsingar um að opnað hefur verið fyrir umsóknir í sjóðinn um styrki fyrir árið 2026.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá bæjarritara frá 30. september 2025.

2510063

Í bréfinu segir bæjarritari lausu starfi sínu hjá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð þakkar bæjarritara störf hennar hjá bæjarfélaginu og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi í framtíðinni.
Búið er auglýsa starfið laust í samráði við bæjarstjórn.

7.Samgöngustefna í aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025 - 2037

2310124

Lögð fram samgöngustefna sem er hluti af aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037.



Á fundinn tengdust um fjarfundabúnað Thijs Kreukels og Lilja G. Karlsdóttir og fóru yfir stefnuna með tilliti til umferðaröryggis.
Bæjarráð þakkar Thijs Kreukels og Lilju G. Karlsdóttir fyrir kynninguna.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í gerð aðgerðaráætlunar í umferðaröryggismálum sem byggir á samgöngustefnu þeirri sem nú er í auglýsingu og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir. Í ljósi nýlegra umferðarslysa á börnum verði sérstök áhersla lögð á úrbætur með skjótum hætti á fjölförnum leiðum barna til skóla.

8.Yfirlit yfir viðhald mannvirkja 2026 - frá mannvirkjafulltrúa

2510062

Lagt fram yfirlit frá mannvirkjafulltrúa um það viðhald sem þarf að fara í á árinu 2026.

Mannvirkjafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir yfirlitið.
Bæjarráð þakkar mannvirkjafulltrúa fyrir kynninguna.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Vallarsvæði - Vallarhús

2510065

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 6 milljónir vegna launakostnaðar á Vallarsvæði - aðstöðuhúss.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 6 milljónir vegna launakostnaðar á Vallarsvæði - aðstöðuhúss. Auknum útgjöldum verður mætt af bókhaldslykli 21010-9990 - annar kostnaður.
Fylgiskjöl:

10.Samningur við nemendur 7. bekkjar í GÍH um umhverfishreinsun

2510027

Lagður fram til samþykktar samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

11.Samningur við 10. bekk um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum

2510028

Lagður fram til samþykktar samningur við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

12.Samningur Hveragerðisbæjar við Landferðir ehf. um akstur skólabarna í íþróttir - viðauki

2510064

Lagður fram viðauka samningur við Landferðir ehf um akstur skólabarna í íþróttir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

13.Útboð á ræstingum á húsnæði Hveragerðisbæjar.

2510072

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna útboð í ræstingar á húsnæði Hveragerðisbæjar.
Lagt fram til kynningar.

14.Tilnefning í hóp um þjónustu- og félagskjarna fyrir eldri borgara

2510025

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 9. október að stofnaður verði undirbúnings hópur vegna nýs þjónustukjarna eldri borgara í Hveragerði. Hópnum

verði ætlað að vinna og skila til bæjarstjórnar skýrslu með forsendum fyrir slíku verkefni, tillögum að staðarvali auk þarfagreiningar á mögulegri starfsemi og hlutverki þjónustukjarnans.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu.

Hópurinn samanstendur af kjörnum fulltrúum úr Öldungaráði og Félagi eldri borgara í Hveragerði. Starfsmaður hópsins verður Kolbrún Tanja Eggertsdóttir, sem er einnig starfsmaður Öldungaráðs.

Frá Okkar Hveragerði: Anna Jórunn Stefánsdóttir
Frá Framsókn í Hveragerði: Garðar Rúnar Árnason
Frá Sjálfstæðisflokknum: Ásta Magnúsdóttir
Frá Félagi eldriborgara í Hveragerði: Kristinn G. Kristjánsson og Daði V. Ingimundarson.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland - lóðafrágangur frá 6. október 2025

2510060

Fundargerðin er staðfest.

16.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 24. september 2025

17.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 1. október 2025

18.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 8. október 2025

19.Byggingarnefnd um viðbyggingu við íþróttahús frá 17. september

2412011

Fundargerðin er staðfest.

20.Verkfundargerð Hrauntunga - Tröllahraun frá 25. september 2025

2510073

Fundargerðin er staðfest.

21.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. september 2025

2510021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?