Fara í efni

Bæjarráð

874. fundur 01. október 2025 kl. 07:30 - 09:19 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Alda Pálsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 25. september 2025

2509178

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun), 105. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis frá 26. september 2025

2509180

Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.

Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá mennta- og barnamálaráðuneyti frá 18. september 2025

2509141

Í bréfinu er vakin athygli á styrkjum til að efla samstarf og nýsköpun í íslenskunámi innflytjenda.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá innviðaráðuneyti frá 23. september 2025

2509140

Í bréfinu er boð um þátttöku í samráði um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Bergrisanum bs frá 23. september 2025

2509155

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Bergrisans bs 2025 sem fer fram fimmtudaginn 9. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Íþróttafélaginu Hamri frá 23. september 2025

2509154

Í bréfinu er fjallað um áheyrnarfulltrúa í nefndir bæjarins.
Bæjarráð leggur til að það verklag verði formlega viðhaft að Íþróttafélagið Hamar tilnefni áheyrnafulltrúa í fastanefndir, ráð og stjórnir á vegum bæjarins sem kallaður verði til þegar málefni íþróttafélagsins eru til umræðu eins og verklag hefur verið óformlegt á þessu kjörtímabili og borið hefur mikinn árangur.

7.Bréf frá Knattspyrnudeild Hamars frá 23. september 2025

2509153

Í bréfinu er fjallað um akstur frístundarútu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að finna lausn á málinu í samráði við Íþróttafélagið Hamar.

8.Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá 16. september 2025

2509139

Í bréfinu er óskað eftir ábendingum og hugmyndum sem nýtast við stefnumótun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til ársins 2030.
Bæjarráð fagnar erindinu og samþykkir að vísa því til nánari umfjöllunar í velferðar- og fræðslunefnd, öldungaráði Hveragerðisbæjar og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

9.Bréf frá Náttúrulækningafélagi Íslands frá 22. september 2025

2509156

Í bréfinu er fjallað um áskorun Náttúrulækningafélags Íslands til stjórnvalda sem samþykkt var á 40. landsþingi þess.
Bæjarráð tekur undir með 40. landsþingi Náttúrulækningafélags Íslands og skorar á stjórnvöld að standa vörð um það mikilvæga starf sem fram fer hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

10.Bréf frá Orlofi húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu frá 11. maí 2025

2509173

Í bréfinu er fjallað um orlof húsmæðra. Með bréfinu fylgir skýrsla orlofsnefndar 2024, ársreikningur fyrir árið 2024 og yfirlit yfir greiðslur allra sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög húsmæðra.

11.Hrauntunga gatnagerð - stækkun verks

2411073

Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar með tillögu að stækkun verks við gatnagerð Hrauntungu.



Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og kynnti tillöguna.
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans fagnar því að tillaga D-listans frá vorinu 2024, varðandi gerð Vesturmarkar, sé nú komin á framkvæmdastig.

Samkvæmt umferðaröryggisáætlun Hveragerðisbæjar er mælt með því að gripið verði til aðgerða til að draga úr bílaumferð á safngötum og greiða fyrir umferð á tengibrautum. Vesturmörk er skilgreind sem tengigata. Umferðarálag um Finnmörk, sem er skilgreind er sem safngata, hefur með tilkomu mikillar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í Kambalandi aukið bæði umferðarþunga og hraða um Finnmörkina. Okkur á D-listanum er sérstaklega umhugað um öryggi okkar yngsta íbúahóps sem ferðast þar um daglega á leið í leik- og grunnskóla. Þá hefur álagið um Finnmörkina aukist enn frekar með tilkomu þriggja nýrra deilda við Leikskólann Óskaland. Eins og gefur að skilja eiga íbúar fleiri hverfa í Hveragerði erindi á leikskólann gangandi, hjólandi og akandi og er því álagið enn meira en áður var.

Mun þessi gatnagerð við Vesturmörk því létta mjög á umferð um Finnmörk og um leið auka umferðaröryggi þeirra sem þar fara um, sérstaklega við Leikskólann Óskaland.

Alda Pálsdóttir

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu 1 í minnisblaði byggingarfulltrúa um að farið verði í þriðja áfanga í Tröllahrauni. Tillögu 2 í minnisblaði byggingarfulltrúa er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026. Hugað verði að gatnagerð í Vesturmörk í fjárhagsáætlunargerð 2026.

12.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2505098

Lögð fram umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum og beiðni um undanþágu frá ákvæði reglanna um að umsækjandi skuli hafa búsetu í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins vegna skorts á viðbótargögnum.

13.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2505176

Lögð fram umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.
Bæjarráð samþykkir að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. um lögheimili í Hveragerði samkvæmt reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði og að veita umsækjanda styrk til náms í leikskólakennarafræðum sbr. sömu reglur.

14.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2508027

Lögð fram umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.
Bæjarráð samþykkir að veita undanþágu frá skilyrði 2. gr. um lögheimili í Hveragerði samkvæmt reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hveragerði og að veita umsækjanda styrk til náms í leikskólakennarafræðum sbr. sömu reglur.

15.Stafræn stefna og aðgerðaráætlun

2504138

Lögð fram drög að stafrænni stefnu og aðgerðaráætlun.



Fjóla María Ágústsdóttir frá Fit4digital og stafrænn leiðtogi Hveragerðisbæjar komu inn á fundinn og kynntu stefnuna og aðgerðaráætlun.
Bæjarráð þakkar Fjólu Maríu og stafrænum leiðtoga Hveragerðisbæjar fyrir áhugaverða kynningu. Bæjarráð samþykkir að vísa verkefnum sem þarfnast fjármögnunar til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlunar.

16.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 1. september 2025

2508004F

Fundargerðin er staðfest.

17.Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 22. september 2025

2509006F

Fundargerðin er staðfest.

18.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 10. september 2025

19.Verkfundargerð - Vatnsveita að Reykjadal frá 19. september 2025

20.Fundargerð stjórnar SASS frá 5. september 2025

2509158

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 22. september 2025

2509161

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 23. september 2025

2509145

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:19.

Getum við bætt efni síðunnar?