Fara í efni

Bæjarráð

873. fundur 18. september 2025 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá umhverfis- og orkustofnun frá 5. september 2025

2509083

Lagt fram bréf frá umhverfis- og orkustofnun þar sem minnt er á skráningu á Loftslagsdaginn 2025 sem haldinn verður 1. október nk. í Norðurljósasal Hörpu.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands frá 10. september 2025

2509084

Lagt fram bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar sem fjallað er um lagalega stöðu og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum vegna uppbyggingar á svæðum með þekkta náttúruvá.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Náttúruhamfaratryggingar Íslands til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

3.Bréf frá Samtökum um kvennaathvarf frá 5. september 2025

2509081

Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.

4.Bréf frá Stígamótum frá 1. september 2025

2509071

Lagt fram bréf frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir árið 2026.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 vegna bæjarskrifstofu

2509091

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæði kr. 3 milljónir vegna launakostnaðar á bæjarskrifstofu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 3 milljónir vegna launakostnaðar á bæjarskrifstofu. Auknum útgjöldum verður mætt af bókhaldslykli 21010-9910 - annar kostnaður án VSK.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 vegna Grunnskólans í Hveragerði

2509090

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæði kr. 6,5 milljónir vegna launakostnaðar hjá Grunnskólanum í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 6,5 milljónir vegna launakostnaðar hjá Grunnskólanum í Hveragerði. Auknum útgjöldum verður mætt af bókhaldslykli 21010-9910 - annar kostnaður án VSK.

7.Samningur Hveragerðisbæjar við Landferðir ehf. um akstur skólabarna

2509089

Lagður fram samningur Hveragerðisbæjar við Landferðir ehf. um akstur skólabarna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

8.Viðauki við samning Hveragerðisbæjar og Reykjadalsfélagsins frá 29. febrúar 2024

2509095

Lögð fram drög að viðauka við samning Hveragerðisbæjar og Reykjadalsfélagsins frá 29. febrúar 2024 vegna bílastæða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við samning Hveragerðisbæjar og Reykjadalsfélagsins frá 29. febrúar 2024 vegna bílastæða.

9.Skýrsla um náms­ferð til Dan­merk­ur um staf­ræna um­breyt­ingu

2509096

Lögð fram skýrsla bæjarritara Hveragerðisbæjar og stafræns leiðtoga Hveragerðisbæjar um námsferð um stafræna umbreytingu til Danmerkur.
Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga að gjaldfríum klukkutímum í sundlauginni Laugaskarði

2509097

Lagt fram minnisblað menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa þar sem lagt er til að frítt verði í sund hluta úr degi 25. og 30. september nk. í tilefni af íþróttaviku Evrópu.
Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sund í sundlauginni Laugaskarði 25. og 30. september frá kl. 17 og til lokunar laugarinnar þá daga í tilefni af íþróttaviku Evrópu.

11.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði - lokaúttekt frá 13. ágúst 2025

2509070

Bæjarráð fagnar þessum tímamótum og upplýsir að stefnt er að opnu húsi fyrir bæjarbúa í október.
Fundargerðin er staðfest.

12.Verkfundargerð gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 27. ágúst 2025

13.Verkfundargerð - íþróttahús - jarðvinna frá 10. september 2025

2509085

Fundargerðin er staðfest.

14.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. ágúst 2025

2509072

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. september 2025

2509088

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 8. september 2025

2509086

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Getum við bætt efni síðunnar?