Fara í efni

Bæjarráð

691. fundur 01. febrúar 2018 kl. 08:00 - 08:20 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 25.janúar 2017.

1801019

Í bréfinu óskar ráðuneytið eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu vegna samninga um samstarf sveitarfélaga sem í gildi eru.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16.janúar 2018.

1801018

Í bréfinu er rætt um skýrslu sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi 2017. Í skýrslunni er meðal annars rætt um opinber útgjöld og sveitarfélög hvött til að vera á varðbergi gagnvart möguleikum á spillingu í tengslum við þau.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála frá 29.janúar 2018.

1801023

Með bréfinu fylgdi kæra frá Lars David Nielsen vegna deiliskipulagsáætlunar á svokölluðum Eden-reit. Hann krefst þess að deiliskipulagið verði fellt úr gildi og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd.

Úrskurðarnefndin óskar eftir að fá gögn er málið varðar frá Hveragerðisbæ fyrir 5. febrúar nk.
Bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins falið að svara erindinu.

4.Bréf frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

1801020

Í bréfinu er kynning á verkefninu "ART er SMART í Árnesþingi" en það fellst m.a. í að efla og kynna ARTið í grunnskólum í Árnesþingi og að auðvelda kennurum og starfsfólki skóla að nota ART með nemendum.
Lagt fram til kynningar.

5.Minnisblað frá Umhverfisfulltrúa vegna innköllunar bifreiðar áhaldahúss og ósk um nýjan bíl.

1801021

Lagt fram minnisblað frá Umhverfisfulltrúa frá 25. janúar vegna innköllunar á Nissan Navara bifreið áhaldahússins. Jafnframt lagt fram tilboð frá BL ehf um nýja Nissan Navara bifreið.
Bæjarráð samþykkir tilboðið upp á netto kr. 3.574.500.-. Fjármögnun kaupanna fari af handbæru fé.

6.Opnun tilboða - Fráveita Hveramörk og Bláskógar - Frumskógar 2018.

1801022

Miðvikudaginn 17. janúar voru opnuð tilboð í verkið "Fráveita Breiðamörk og Brattahlíð 2017". Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 11.233.300.-
Arnon ehf 12.996.400.-

Kostnaðaráætlun 10.844.100.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Aðalleið ehf.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:20.

Getum við bætt efni síðunnar?