Fara í efni

Bæjarráð

872. fundur 04. september 2025 kl. 08:00 - 09:26 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir varaformaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson varamaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur G. Markan bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Varaformaður bæjarráðs, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 27. ágúst 2025

2508309

Í bréfinu eru upplýsingar um komandi ársþing SASS 2025 sem haldið verður 23. og 24. október 2025 á Kirkjubæjarklaustri.
Hveragerðisbær á 6 fulltrúa á aðalfundi SASS og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og 1 fulltrúa á aðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands.

2.Bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga frá 25. ágúst 2025

2509019

Í bréfinu óskar sambandið eftir tilnefningum Hveragerðisbæjar í tvo bakhópa um umhverfismál. Annar hópurinn tengist málefnum úrgangsmála og hringrásarhagkerfisins en hinn loftlagsmálum sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Hveragerðisbæjar verði Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi, í hópnum um málefni úrgangsmála og hringrásarhagkerfisins og Katrín Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri, í hópnum um loftlagsmál sveitarfélaga.

3.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 19. ágúst 2025

2508252

Með bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar um umsókn Einfalt ehf., kt. 521016-1830, Borgarhrauni 4, 810 Hveragerði, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna bjórhátíðar Ölverks sem haldin verður að Þelamörk 29, F2210927.
Bæjarráð gerir engar athugasemdir við leyfið.

4.Bréf frá Einfalt ehf. frá 18. ágúst 2025

2508315

Í bréfinu óskar Ölverk brugghús eftir vilyrði frá bæjarráði Hveragerðisbæjar fyrir því að halda bjórhátíð Ölverks 2024 helgina 4. til 5. október nk. Eins óskar Ölverk eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með hátíðina og fagnar framtakinu. Jafnframt felur það umhverfisdeild að aðstoða við vegmerkingar og lokun gatna eins og verið hefur undanfarin ár. Bæjarráð samþykkir að styrkja hátíðina um 500 þúsund kr. sem fari af liðnum annar kostnaður hjá Bæjarráði. Bæjarstjóra er falið að taka upp samtal við forsvarsmenn hátíðarinnar um framtíðaráform og mögulegar leiðir bæjarins til að styðja við hátíðina.

5.Bréf frá Reykjadalsfélaginu slf. frá 25. ágúst 2025

2508321

Í bréfinu er fjallað um uppbyggingu nýrra bílastæða á neðri hluta Árhólma.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við uppbyggingar- og þróunarsamning um Árhólma sem undirritaður var í maí 2024 og leggja fyrir bæjarstjórn. Bæjarráð leggur áherslu á að í viðaukanum verði tryggt að framkvæmdaraðila á Árhólmasvæðinu verði mögulegt að leggja bílastæði til að taka á móti gestum við fyrirhugaða opnun baðlónsins sem nú er í byggingu á nýju ári, en með viðaukanum verði ekki gerðar breytingar á eignarhaldi á lóðinni undir bílastæðinu. Jafnframt að samningaviðræður um heildarfyrirkomulag bílastæða og innheimtu bílastæðagjalda á Árhólmasvæðinu verði áframhaldandi því samhliða í samræmi við fyrirliggjandi samning aðila frá árinu 2024.

6.Kauptilboð í Hrauntungu 3b

2509017

Lögð fram tvö drög að kauptilboði vegna Hrauntungu 3B í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita kauptilboðin f.h. Hveragerðisbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

7.Leigusamningur um tjaldsvæði

2509013

Lagður fram leigusamningur til eins árs við Plís ehf. um tjaldsvæðið Reykjamörk 20.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8.Staða fjárfestinga ágúst 2025

2509010

Lagt fram yfirlit yfir um stöðu fjárfestinga í lok ágúst 2025 auk fylgigagna.
Lagt fram til kynningar.

9.Yfirlit um rekstur Hveragerðisbæjar jan-júní 2025

2509011

Lagt fram yfirlit yfir rekstur Hveragerðisbæjar á tímabilinu janúar - júní 2025.



Skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar kom inn á fundinn og fór yfir rekstur bæjarins.
Lagt fram til kynningar.

10.Minnisblað - lán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga

2509012

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að sækja um fjármögnunina og leggja fyrir bæjarstjórn.

Fulltrúi D-lista sat hjá með eftirfarandi bókun.
Það er sérstakt að taka 50 milljóna króna lán fyrir kaupum á félagslegu húsnæði þegar ekki liggur fyrir kauptilboð í húsnæði. Þá liggur heldur ekki fyrir ný þarfagreining hvort þörf sé fyrir kaupum á félagslegu húsnæði né þá hvaða stærð af húsnæði þyrfti.

Friðrik Sigurbjörnsson
Fylgiskjöl:

11.Lokaúttekt - Grunnskólinn í Hveragerði, stækkun áfangi 3

2509018

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 13. ágúst 2025

13.Verkfundargerð - íþróttahús - jarðvinna frá 14. ágúst 2025

2508314

Fundargerðin staðfest.

14.Fundargerð stjórnar SASS frá 14. ágúst 2025

2508327

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 19. ágúst 2025

2509016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:26.

Getum við bætt efni síðunnar?