Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Jan Hinrik Hansen og Aldísi Eyjólfsdóttur frá 6. ágúst 2025
2508023
Í bréfinu óska bréfritarar eftir að fá að skipta á lóðum sem þau hafa fengið úthlutað í Tröllahrauni þannig að Aldís Eyjólfsdóttir fái lóðina Tröllahraun 34-40 og Jan Hinrik Hansen fái lóðina Tröllahraun 54-56.
Bæjarráð samþykkir skiptingu á lóðum þannig að Aldís Eyjólfsdóttir fái lóðina Tröllahraun 34-40 og Jan Hinrik Hansen fái lóðina Tröllahraun 54-56.
2.Minnisblað um viðauka vegna Tónlistarskóla Árnesinga.
2506073
Lagt fram minnisblað þar sem óskað er eftir viðauka við framlag til Tónlistarskóla Árnesinga upp á 1 milljón vegna aukningar á kennslustundum á haustönn.
Bæjarráð samþykkir aukningu kennslustunda um 2 tíma nú á haustönn.
Bæjarráð samþykkir einnig að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar aukningu á kennslumagni á árinu 2026 til að setja megi upp kennslu á blásturhljóðfæri og í framhaldinu jafnvel stofna Lúðrasveit.
Auknum kostnaði vegna ársins 2025 upp á 1 milljón samþykktur og verði tekin af handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir einnig að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar aukningu á kennslumagni á árinu 2026 til að setja megi upp kennslu á blásturhljóðfæri og í framhaldinu jafnvel stofna Lúðrasveit.
Auknum kostnaði vegna ársins 2025 upp á 1 milljón samþykktur og verði tekin af handbæru fé.
3.Tillaga um breytingu á ráðningu talmeinafræðinga frá skóla til skólaþjónustu
2508095
Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslusviðs um að færa ráðningu talmeinafræðinga frá skóla til skólaþjónustu.
Á fundinn mætti Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs.
Á fundinn mætti Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs.
Bæjarráð samþykkir að ráðningarsamningar talmeinafræðinga fari frá skóla yfir til skólaþjónustu sveitarfélagsins.
Launaáætlun þeirra fari frá skólum yfir til skólaþjónustu.
Launaáætlun þeirra fari frá skólum yfir til skólaþjónustu.
4.Fundargerð byggingarnefndar vegna viðbyggingu við íþróttahús frá 12. ágúst 2025
2412011
Á fundinn mættu Jakob Líndal, arkitekt og Jón Friðrik Matthíasson, byggingafulltrúi.
Bæjarráð þakkar fyrir kynningu Jakobs Líndal og Jóns Friðriks. Bæjarráð tekur undir með byggingarnefnd og samþykkir að halda áfram að vinna tillögu Jakobs Líndal, þar sem nýtt íþróttahús er fært frá eldra íþróttahúsi um 1, 8 m. Nýtt íþróttahús mun standa sjálfstætt með tengingu við eldra hús og áfram verður möguleyki á að samnýta húsin. Fram kom í máli Jakobs Líndal arkitekts og Jóns Friðriks byggingarfulltrúa að breytingarnar eru óverulegar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna uppfærða kostnaðaráætlun og tímaáætlun, auk þess að setja til vinnslu breytingar á skipulagi eins og breytt hönnun hússins kallar mögulega á.
Bæjarfulltrúi D-listans gerir athugasemd við að bæjarstjórn hafi ekki verið kölluð saman í ljósi þeirra staðreynda sem upp hafa komið vegna viðbyggingar á íþróttahúsi við Skólamörk. Þegar niðurstöður skýrslu Eflu um burðarvirki og botnlag eldra íþróttahúss lá fyrir og ljóst var að ekki væri hægt að nota vesturgafl eldra íþróttahúss sem burðarvegg voru forsendur um útfærslu hinnar nýju byggingar brostnar. Þá var algjörlega ljóst að bæði tíma- og kostnaðaráætlun verksins gætu aldrei staðist. Það er álit bæjarfulltrúa D-listans að rétt hefði verið að kalla til bæjarstjórnarfundar til að fara yfir þá stöðu sem upp var komin.
Nú er ljóst að meirihluti íþróttaiðkenda Hamars hafa undanfarin ár ekki haft það skjól sem þeir höfðu og munu ekki njóta þeirrar aðstöðu sem þeir nutu á árum áður. Þar með hefur skaðast verulega það forvarnargildi sem íþróttir og iðkun þeirra hafa á börn og unglinga á þeirra mikilvægasta þroskaskeiði. Ef til vill hefði verið skynsamlegast í upphafi kjörtímabils að kaupa dúkinn og blása upp Hamarshöllina að nýju til að koma skjóli yfir iðkendur, þjálfara, foreldra og íþróttastarf Hamars á meðan stefna íþróttamála í Hveragerði væri mótuð.
Alda Pálsdóttir
Bæjarfulltrúi D-listans
Meirihluti bæjarráðs telur vert að benda á eftirfarandi staðreyndir í ljósi framkominnar bókunar fulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokksins.
Allar upplýsingar um mál þetta hafa legið fyrir frá upphafi fyrir fulltrúum bæði minni- og meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefði verið í lófa lagið að óska eftir því að bæjarstjórn yrði kölluð sérstaklega saman vegna málsins hafi hún talið þörf á því á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að málið kom upp. Sjálfsagt hefði verið að verða við því erindi. Bent er þó á að bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluvald bæjarstjórnar fram að fundi bæjarstjórnar í september nk. og fór fundarboð út þann 18. ágúst sl. fyrir yfirstandandi fund bæjarráðs sem er haldinn nú í dag, 21. ágúst, og þar fjallað um málið, en skýrsla Eflu vegna málsins barst þann 11. ágúst og tók byggingarnefnd málið fyrir strax daginn eftir, þann 12. ágúst. Í þeirri nefnd sitja fulltrúar bæði minni- og meirihluta í bæjarstjórn ásamt sérhæfðu starfsfólki bæjarins og sérfróðum ráðgjöfum um málefnið. Þann fund sátu tveir fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokkins.
Það hefur verið ríkt fagnaðarefni að samhljómur og einhugur hafi verið meðal allra flokka í bæjarstjórn um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerðisbæ undanfarin misseri. Sá einhugur hefur einkennt störf byggingarnefndar sem hefur fundað mjög reglulega um verkefnið og mikil áhersla lögð á af hálfu allra aðila, bæði kjörinna fulltrúa, starfsmanna bæjarins og utanaðkomandi ráðgjafa að íþróttamálum bæjarins sé tryggður góður farvegur og út úr þeirri vinnu muni hér rísa framúrskarandi aðstaða til íþróttaiðkunar inn í framtíðina.
Starfsfólk bæjarins og sérfróðir ráðgjafar hafa unnið úr þessu máli á undraverðum hraða með afar lausnamiðuðum og faglegum hætti og fundir boðaðir með afar skjótum hætti þar sem aðkoma bæði minni- og meirihluta hefur verið tryggð og öllu verklagi fylgt í þaula. Eins og kom fram í máli Jakobs Líndal og Jóns Friðriks byggingarfulltrúa eru breytingarnar á húsinu óverulegar, að teknu tilliti til alls, og verða raunar til þess að húsið nýtist enn betur til íþróttaiðkunar fyrir íbúa bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn hefur í fullri einingu allra flokka ákveðið um metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja. Sú eining skiptir öllu máli fyrir hag og velferð Hvergerðinga. Nú er horft saman fram á við.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna uppfærða kostnaðaráætlun og tímaáætlun, auk þess að setja til vinnslu breytingar á skipulagi eins og breytt hönnun hússins kallar mögulega á.
Bæjarfulltrúi D-listans gerir athugasemd við að bæjarstjórn hafi ekki verið kölluð saman í ljósi þeirra staðreynda sem upp hafa komið vegna viðbyggingar á íþróttahúsi við Skólamörk. Þegar niðurstöður skýrslu Eflu um burðarvirki og botnlag eldra íþróttahúss lá fyrir og ljóst var að ekki væri hægt að nota vesturgafl eldra íþróttahúss sem burðarvegg voru forsendur um útfærslu hinnar nýju byggingar brostnar. Þá var algjörlega ljóst að bæði tíma- og kostnaðaráætlun verksins gætu aldrei staðist. Það er álit bæjarfulltrúa D-listans að rétt hefði verið að kalla til bæjarstjórnarfundar til að fara yfir þá stöðu sem upp var komin.
Nú er ljóst að meirihluti íþróttaiðkenda Hamars hafa undanfarin ár ekki haft það skjól sem þeir höfðu og munu ekki njóta þeirrar aðstöðu sem þeir nutu á árum áður. Þar með hefur skaðast verulega það forvarnargildi sem íþróttir og iðkun þeirra hafa á börn og unglinga á þeirra mikilvægasta þroskaskeiði. Ef til vill hefði verið skynsamlegast í upphafi kjörtímabils að kaupa dúkinn og blása upp Hamarshöllina að nýju til að koma skjóli yfir iðkendur, þjálfara, foreldra og íþróttastarf Hamars á meðan stefna íþróttamála í Hveragerði væri mótuð.
Alda Pálsdóttir
Bæjarfulltrúi D-listans
Meirihluti bæjarráðs telur vert að benda á eftirfarandi staðreyndir í ljósi framkominnar bókunar fulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokksins.
Allar upplýsingar um mál þetta hafa legið fyrir frá upphafi fyrir fulltrúum bæði minni- og meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefði verið í lófa lagið að óska eftir því að bæjarstjórn yrði kölluð sérstaklega saman vegna málsins hafi hún talið þörf á því á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá því að málið kom upp. Sjálfsagt hefði verið að verða við því erindi. Bent er þó á að bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluvald bæjarstjórnar fram að fundi bæjarstjórnar í september nk. og fór fundarboð út þann 18. ágúst sl. fyrir yfirstandandi fund bæjarráðs sem er haldinn nú í dag, 21. ágúst, og þar fjallað um málið, en skýrsla Eflu vegna málsins barst þann 11. ágúst og tók byggingarnefnd málið fyrir strax daginn eftir, þann 12. ágúst. Í þeirri nefnd sitja fulltrúar bæði minni- og meirihluta í bæjarstjórn ásamt sérhæfðu starfsfólki bæjarins og sérfróðum ráðgjöfum um málefnið. Þann fund sátu tveir fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokkins.
Það hefur verið ríkt fagnaðarefni að samhljómur og einhugur hafi verið meðal allra flokka í bæjarstjórn um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerðisbæ undanfarin misseri. Sá einhugur hefur einkennt störf byggingarnefndar sem hefur fundað mjög reglulega um verkefnið og mikil áhersla lögð á af hálfu allra aðila, bæði kjörinna fulltrúa, starfsmanna bæjarins og utanaðkomandi ráðgjafa að íþróttamálum bæjarins sé tryggður góður farvegur og út úr þeirri vinnu muni hér rísa framúrskarandi aðstaða til íþróttaiðkunar inn í framtíðina.
Starfsfólk bæjarins og sérfróðir ráðgjafar hafa unnið úr þessu máli á undraverðum hraða með afar lausnamiðuðum og faglegum hætti og fundir boðaðir með afar skjótum hætti þar sem aðkoma bæði minni- og meirihluta hefur verið tryggð og öllu verklagi fylgt í þaula. Eins og kom fram í máli Jakobs Líndal og Jóns Friðriks byggingarfulltrúa eru breytingarnar á húsinu óverulegar, að teknu tilliti til alls, og verða raunar til þess að húsið nýtist enn betur til íþróttaiðkunar fyrir íbúa bæjarfélagsins.
Bæjarstjórn hefur í fullri einingu allra flokka ákveðið um metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja. Sú eining skiptir öllu máli fyrir hag og velferð Hvergerðinga. Nú er horft saman fram á við.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
5.Verkfundargerð - Tröllahraun frá 31. júlí 2025
2508065
Fundargerðin er staðfest.
6.Verkfundargerð - Hlíðarhagi frá 10. júlí 2025
2508066
Fundargerðin er staðfest.
7.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 4. júní 2025
2508086
Fundargerðin er staðfest.
Fulltrúi D-listans gerði athugasemd við að fundargerðir verkfunda eru ekki að koma jafnóðum fyrir bæjarráð.
Fulltrúi D-listans gerði athugasemd við að fundargerðir verkfunda eru ekki að koma jafnóðum fyrir bæjarráð.
8.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 18. júní 2025
2508087
Fundargerðin er staðfest.
9.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 2. júlí 2025
2508088
Fundargerðin er staðfest.
10.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 16. júlí 2025
2508089
Fundargerðin er staðfest.
11.Verkfundargerð - Íþróttahús - jarðvinna frá 30. júlí 2025
2508090
Fundargerðin er staðfest.
12.Verkfundargerð - Leikskólinn Óskaland - lóðarfrágangur frá 12. ágúst 2025
2508098
Fundargerðin er staðfest.
13.Verkfundargerð - Gervigrasvöllur - lýsing frá 6. ágúst 2025
2508097
Fundargerðin er staðfest.
14.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. ágúst 2025
2508058
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð stjórnar SASS frá 27. júní 2025
2508096
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Getum við bætt efni síðunnar?