Bæjarráð
Dagskrá
Formaður bæjarráðs, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Þúfunni, áfangaheimili, frá 29. júlí 2025
2508018
Lagt fram bréf frá Þúfunni, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð vegna vímuefnaröskunar, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs heimilisins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu og synjar beiðni um styrk. Bæjarráð óskar Þúfunni velfarnaðar.
2.Blómstrandi dagar 2025
2503021
Rakel Magnúsdóttir kom inn á fundinn og kynnti dagskrá Blómstrandi daga.
Bæjarráð þakkar Rakel fyrir kynninguna.
3.Staðfesting á heimild Brunavarna Árnessýslu bs. til lántöku
2507106
Lagt fram bréf frá Brunavörnum Árnessýslu bs. dags. 16. júlí 2025 þar sem óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga á heimild Brunavarna Árnessýslu til lántöku.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar staðfestir heimild Brunavarna Árnessýslu bs. til að taka að láni allt að kr. 180 milljónir hjá Landsbankanum hf.
4.Beiðni um umsögn um rekstrarleyfi Skyrgerðarinnar
2507108
Í bréfi Sýslumannsins á Suðurlandi sem var móttekið 31. júlí 2025 er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um rekstrarleyfi Skyrgerðarinnar. Bæjarráð samþykkti með tölvupósti 31. júlí 2025 að gera ekki athugasemd við að leyfið yrði veitt. Sýslumaðurinn á Suðurlandi var upplýstur um afstöðu bæjarráðs með bréfi þann sama dag.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt sbr. tölvupósta þess efnis sem sendir voru 31. júlí sl.
5.Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi vegna dansleiks í tengslum við bæjarhátíðina Blómstrandi daga
2507107
Í bréfi Sýslumannsins á Suðurlandi frá 23. júlí 2025 er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna dansleiks á Blómstrandi dögum.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi til áfengisveitinga verði veitt Körfuknattleiksdeild Hamars vegna dansleiks í íþróttahúsi bæjarins í tengslum við bæjarhátíðina Blómstrandi daga.
6.Beiðni um umsögn um tækifærisleyfi fyrir bæjarhátíðina Blómstrandi dagar 2025
2508019
Í bréfi Sýslumannsins á Suðurlandi frá 29. júlí 2025 er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tækifærisleyfi vegna bæjarhátíðarinnar Blómstrandi daga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi verði veitt Hveragerðisbæ vegna bæjarhátíðarinnar Blómstrandi daga.
7.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista vegna byggingar íþróttahús
2508005
Lögð fram formleg fyrirspurn frá fulltrúa D-listans þar sem óskað er eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Óska eftir að fá lagða fram kostnaðar- og verkáætlun vegna verksins.
2. Óska eftir að fá lagt fram hvernig framkvæmdin verður fjármögnuð.
Alda Pálsdóttir
1. Óska eftir að fá lagða fram kostnaðar- og verkáætlun vegna verksins.
2. Óska eftir að fá lagt fram hvernig framkvæmdin verður fjármögnuð.
Alda Pálsdóttir
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar með svörum við fyrirspurninni.
8.Framkvæmdaleyfi vegna vinnsluholu HS-10 við varmastöð Bláskóga
2506069
Lögð fram umsókn Veitna ohf. frá 4. júní 2025 um framkvæmdaleyfi vegna borunar á hitaveitu vinnsluholu HS-10 við varmastöð Bláskóga í Hveragerði ásamt fylgigögnum og umsögn skipulagsfulltrúa. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs Hveragerðibæjar þann 19. júní 2025.
Bæjarráð samþykkir að veita Veitum ohf. framkvæmdaleyfi vegna borunar á hitaveitu vinnsluholu HS-10 við varmastöð Bláskóga í Hveragerði og felur skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar að gefa út framkvæmdaleyfið með þeim skilyrðum sem talin eru nauðsynleg og varða mótvægisaðgerðir, vöktun og öryggisráðstafanir sbr. ákvæði reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
9.Samningur um eftirlit og gjaldtöku bílastæða við Reykjadal
2507019
Lagður fram samningur við Parka Lausnir ehf. um innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði með rafrænni greiðslulausn.
Bæjarráð samþykkir samning Hvergerðisbæjar við Parka Lausnir ehf. um innheimtu bílastæðagjalda fyrir gjaldskyld bílastæði með rafrænni greiðslulausn og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.
10.Tillaga að gjaldfrjálsum klukkustundum í leikskólum Hveragerðisbæjar
2508007
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að fjórar klukkustundir á dag verði gjaldfrjálsar í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2025.
Greinargerð: Haustið 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022 og haustið 2023 var samþykkt að bæta við einum tíma þannig að tveir tímar væru gjaldfrjálsir. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegnum leik allt milli himins og jarðar. Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, byggingu og reksturs leikskóla. Sveitarfélögunum er einnig skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla og mikilvægt er að öll börn hafi tækifæri á því að sækja fyrsta skólastigið sem leikskólinn er. Haustið 2024 var samþykkt að fjölga í þrjár fríar klukkustundir á dag. Samkvæmt gjaldskrá Hveragerðisbæjar er leikskólagjaldið fyrir 8 tíma 21.000.- krónur á mánuði. Í málefnasamningi meirihlutans er lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar og kemur þar skýrt fram að vilji sé til að létta undir með barnafjölskyldum. Stefnir meirihlutinn þannig á sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl í skrefum á kjörtímabilinu. Var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gert ráð fyrir því að haustið 2025 yrðu gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum orðnar fjórar og með því lækkuð gjöld foreldra leikskólabarna enn frekar. Meirihlutinn leggur því fram þá tillögu að fjórar klukkustundir á dag verði gjaldfrjálsar í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2025.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Greinargerð: Haustið 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022 og haustið 2023 var samþykkt að bæta við einum tíma þannig að tveir tímar væru gjaldfrjálsir. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegnum leik allt milli himins og jarðar. Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, byggingu og reksturs leikskóla. Sveitarfélögunum er einnig skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla og mikilvægt er að öll börn hafi tækifæri á því að sækja fyrsta skólastigið sem leikskólinn er. Haustið 2024 var samþykkt að fjölga í þrjár fríar klukkustundir á dag. Samkvæmt gjaldskrá Hveragerðisbæjar er leikskólagjaldið fyrir 8 tíma 21.000.- krónur á mánuði. Í málefnasamningi meirihlutans er lögð rík áhersla á velferð fjölskyldunnar og kemur þar skýrt fram að vilji sé til að létta undir með barnafjölskyldum. Stefnir meirihlutinn þannig á sex tíma gjaldfrjálsa leikskóladvöl í skrefum á kjörtímabilinu. Var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gert ráð fyrir því að haustið 2025 yrðu gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum orðnar fjórar og með því lækkuð gjöld foreldra leikskólabarna enn frekar. Meirihlutinn leggur því fram þá tillögu að fjórar klukkustundir á dag verði gjaldfrjálsar í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2025.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
11.Umsókn um leyfi fyrir torgsölu á Blómstrandi dögum - Tækifæris Tattoo
2508020
Lögð fram umsókn Ólafs Inga Brandssonar um leyfi fyrir torgsölu á Blómstrandi dögum.
Bæjarráð samþykkir umsókn Ólafs Inga Brandssonar um leyfi fyrir torgsölu á Blómstrandi dögum fyrir Tækifæris Tattoo.
12.Umsókn um leyfi til torgsölu á Blómstrandi dögum - Partýkerran
2508021
Lögð fram umsókn Hér um bil ehf. um leyfi til torgsölu á Blómstrandi dögum.
Bæjarráð samþykkir umsókn Hér um bil ehf. um leyfi til torgsölu á Blómstrandi dögum fyrir Partýkerruna.
Bæjarráð samþykkir að fela Byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar í samráði við bæjarstjóra og verkefnastjóra hátíðarinnar að afgreiða þær umsóknir um torgsölu á hátíðinni Blómstrandi dagar 2025 sem kunna að berast fram að hátíðinni þar sem bæjarráð kemur ekki aftur saman fyrr en að hátíð lokinni.
Bæjarráð samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að taka samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerðisbæ til endurskoðunar.
Bæjarráð samþykkir að fela Byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar í samráði við bæjarstjóra og verkefnastjóra hátíðarinnar að afgreiða þær umsóknir um torgsölu á hátíðinni Blómstrandi dagar 2025 sem kunna að berast fram að hátíðinni þar sem bæjarráð kemur ekki aftur saman fyrr en að hátíð lokinni.
Bæjarráð samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að taka samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerðisbæ til endurskoðunar.
13.Verkfundargerð - gervigrasvöllur - yfirborð og lagnir frá 18. júní 2025
2508010
Fundargerðin er staðfest.
14.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 24. júní 2025
2508009
Fundargerðin er staðfest.
15.Skólphreinsistöð Hveragerðis - hönnunarfundur frá 23. júní 2025
2508012
Fundargerðin er staðfest.
16.Fundargerð vorfundar Brunavarna Árnessýslu bs. frá 28. apríl 2025
2507105
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð stjórnar SASS frá 6. júní 2025
2508011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20. júní 2025
2508008
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. ásamt ársreikningi frá 4. júlí 2025
2507042
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Getum við bætt efni síðunnar?